Mosfellingur - 18.05.2017, Blaðsíða 2

Mosfellingur - 18.05.2017, Blaðsíða 2
Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is) Í þá gömlu góðu... MOSFELLINGUR www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is Næsti Mosfellingur kemur út 8. júní Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is Ritstjórn: (blaðamenn og ljósmyndarar) Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Upplag: 4.000 eintök. Dreifing: Pósturinn. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Ingibjörg Valsdóttir Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag. Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti. Ég álpaðist til að hlusta á upptöku af bæjarstjórnarfundi um daginn. Hér gefur að líta nokkur dæmi um það sem þar fór fram: „Það er svolítið lítið þetta púlt, mætti ekki stækka púltið?” „Ég álít að Vinstri grænir hafi hreinlega ekki fulltrúa í bæjar- stjórn Mosfellsbæjar.“ „Mér finnst óþarfi að eyða tíma í þennan mikla vaðal sem var hér áðan.“ „Mér finnst þetta vera eitt enn málið sem bæjarfulltrúinn þyrlar upp, aðallega til að beina athyglinni að sjálfum sér.“ „Ég velti því fyrir mér hvort íbúar Mosfellsbæjar eigi fulltrúa í Íbúa- hreyfingunni, minnsta kosti sem þeir geta verið stoltir af.“ „Þegar kjörnir fulltrúar bregðast með svo hrapallegum hætti skaða þeir lýðræðið.“ „Þetta hefur verið mjög lærdómsrík lexía, hún hefur ekki verið uppbyggi- leg, á allan hátt andstyggileg.“ „Þetta er farið að minna dálítið á Óskarsverðlaunahátíð, hér er skvett hrósi alveg fram og til baka.“ Af kjörnum fulltrúum Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings www.isfugl.is Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali héðan og þaðan - Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2 VaRMÁ - REYKJaLUnDUR Í síðasta blaði var ljósmynd frá fornleifauppgreftri í Varmár- hólnum. Þegar rannsóknum lauk hófust framkvæmdir vegna skólabyggingar. Í því fólst m.a. að nýta túnþökur af Varmár- túninu í september 1969. Á Reykjalundi var þá verið að byggja hús við Neðribraut og að ganga frá lóðum við húsin. Sumarstarfs- menn (unglingar) unnu að þessu verki en beðið var með að þekja þar til túnþökur fengust að Varmá. Strákarnir á myndinni voru kallaðir til og skiluðu góðu verki. Áfram Afturelding Sveinn Þ. BirgiSSon, Sveinn SigvaldaSon, Sturlaugur tómaSSon, ÁgúSt tómaSSon, ÞorSteinn PéturSSon Á varmÁrtúni 2017- enn grænka túnþökurnar frá Varmá á nýjum stað nær 50 árum seinna.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.