Mosfellingur - 18.05.2017, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 18.05.2017, Blaðsíða 6
Eldri borgarar Þjónustumiðstöðin Eirhömrum Fram undan í FélagsstarFinu sumaropnun félagsstarfsins Opið verður alla mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga í júní. Lokað fyrstu vikuna í júlí, 3-7. júlí. Opnum aftur 10. júlí. Félagsvist Síðasta félagsvist vetrarins verður föstu- daginn 19. maí kl. 13:30. Allir velkomnir. gamlingjar og gemlingar Í vor hefur verið kenndur áfangi í bridge í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ í fyrsta sinn. Valgarð Már Jakobsson, stærð- fræðikennari í skólanum, hefur lengi gengið með þann draum í maganum að leggja nýliðun í bridgeíþróttinni lið með þessum hætti. Í lok hverrar annar eru verkefnadagar í FMOS þar sem stærri verkefni eru unnin. Eftir að Valgarð sá auglýsingu í Mosfellingi um bridge eldri borgara á Eirhömrum kviknaði hugmynd hans um að fá að leiða saman kynslóð- irnar í þessari skemmtilegu íþrótt sem spyr ekki um aldur. Bridgeklúbburinn á Eirhömrum tók einstaklega vel í þessa hugmynd og Davíð og Benedikt slógu upp sveitakeppni milli „gamlingja og gemlinga“ þar sem hinir eldri jusu úr viskubrunni sínum og höfðu sigur í báðum viðureignum dagsins. Jafet S. Ólafsson forseti Bridgesambands Íslands setti viðburðinn sem var mjög vel heppn- aður. Næst er stefnt á að nemendur FMOS bjóði „gamlingjunum” heim og að þetta verði reglulegur viðburður héðan í frá. samfélagslegt verkefni Guðrún Ragnheiður Guðmundsdóttir hafði samband við okkur í félagsstarfinu og bað okkur að taka þátt í samfélags- legu verkefni sem gekk út á það að fá ólíka hópa til að vinna saman í listkennslu. Guðrún er að taka master í listkennslu frá LHÍ og komu krakkar frá Leirvogstunguskóla í heimsókn til okkar og tóku þátt. Skemmtilegur afrakstur leit dagsins ljós. - Fréttir úr bæjarlífinu6 Heimilið að Gljúfra- steini opið fram eftir Í dag, fimmtudaginn 18. maí, er alþjóðlegur safnadagur. Gljúfra- steinn tekur þátt með því að að færa heimilið úr klæðum safnsins þegar degi fer að halla og hleypa þannig gestum enn nær heimilislífinu en gert er aðra safndaga ársins. Tónlist á fóninum, skápar opnaðir og munir dregnir fram, túrkísbláar flísar baðherbergisins fá að njóta sín fyrir opnum dyrum, Mosfellsdalur- inn séður frá svölum skáldsins. Þá verður eldhúsinu flíkað alþýðlega og loks gera starfsmenn hreint fyrir sínum dyrum. Dagskrá hefst kl. 18 en opið er til kl. 22 í kvöld. Skoða Mosfellsheiði á ný fyrir vindmyllur Ketill Sigurjónsson lögfræðingur hefur að nýju óskað eftir viðræðum við Mosfellsbæ um „áform vegna vindmyllugarðs með það að markmiði að semja um aðgang til rann- sókna og eftir atvikum uppsetningu vindmyllu- garðs innan sveitarfé- lagsins“. Þetta kemur fram í bréfi frá Katli sem bæjarráð Mosfellsbæjar tók fyrir á dögunum. Ketill er í forsvari fyrir aðila sem hann hefur ekki viljað að opinberaðir verði að sinni. Sam- starfsaðilarnir eru væntanlegir til landsins til þess að skoða aðstæður, með það að markmiði að unnt verði að hefja rannsóknir á ákjósanlegum stað næstkomandi sumar. Félag aldraðra í mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ stóð á dögunum fyrir samfélagsmiðlaleik fyrir nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum bæjarins. Tilgangur verkefnisins var sá að vekja ungmennin til umhugsunar um mikilvægi og ábyrgð á eigin heilsu og vellíðan. Jafn- framt var mikilvægt að koma því til skila að þótt næring og hreyfing séu mjög mikilvæg- ir þættir þegar kemur að heilsueflingu þá skipti félagslegi þátturinn ekki síður máli, það að vera með fólki og eiga góða vini og fjölskyldu. Hugmyndaríkir krakkar „Þátttakan í leiknum fór fram úr björt- ustu vonum og skiluðu ungmennin inn hverri glæsimyndinni á fætur annarri,“ segir Ólöf Sívertsen verkefnastjóri. „Fjöl- breytni myndefnis gaf það svo sannarlega til kynna að þau hefðu áttað sig á mikilvægi allra fyrrnefndra þátta, þ.e. líkamlegra, andlegra og félagslegrar vellíðunar. Það var ekki einfalt verk að finna vinn- ingshafana en í störfum dómnefndar var horft til ýmissa þátta s.s. frumleika, heild- arhugsunar, fjölda mynda, hugmyndauðgi og skilaboða.“ glæsileg verðlaun afhent Verðlaunin voru ekki af verri endanum en fyrir 1. sætið var það iPhone 7 sími og gjafakort í Intersport að upphæð 50.000 kr. Fyrir 2.-4. sæti voru einnig gjafabréf frá Intersport og tveir aðilar fengu aukaverð- laun frá Keiluhöllinni í Egilshöll. Hér fyrir ofan má sjá nokkrar af mynd- um vinningshafanna en hægt er að skoða allar myndir á Instagram undir merkinu #mosoheilsa. Hér má sjá vinningshafa ásamt Ólöf Kristínu Sívertsen, verkefnisstjóra Heilsueflandi samfélags í Mos- fellsbæ. Verðlaunaafhendingin fór fram á Fyrirmyndardeginum sl. laugardag. Frá vinstri: Eva María (3. sæti), Elsa Björg (aukaverðlaun), Ólöf, Elmar (4. sæti), Dagbjört Lára (1. sæti) og Tjörvi (2. sæti). Heilsueflandi samfélag stóð fyrir samfélagsmiðlaleik • Vinningshafar í #mosoheilsa Vinningshafar í heilsueflandi samfélagsmiðlaleik í Mosó dagbjört tjörvi eva maría elmar #mosoheilsa

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.