Mosfellingur - 18.05.2017, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 18.05.2017, Blaðsíða 8
Breyttar reglur um bæjarlistamenn Menningarmálanefnd samþykkti breytingar á reglum um bæjarlista- mann Mosfellsbæjar nýlega. Nú geta listamenn sem búsettir hafa verið í sveitarfélaginu síðustu tvö ár sótt um sæmdarheitið bæjalista- maður Mosfellsbæjar. Menningar- málanefnd vonast með því til að tilnefningum fjölgi og að listamenn sjálfir hafi meiri tök á því að hafa áhrif á það hver er útnefndur hverju sinni. Bæjarlistamaður Mosfells- bæjar er útnefndur árlega síðustu helgina í ágúst. Ásamt því að bera sæmdarheitið hlýtur viðkomandi listamaður eða listahópur peninga- fjárhæð allt að 1,2 milljónum króna. Skemmdarverk á strætóskýlum Svo virðist sem skemmdarverkum á strætóskýlum hafi fjölgað mjög mikið nú þegar vorið er gengið í garð, með tilheyrandi slysahættu og kostnaði. Fjölmarg- ar rúður í skýlunum í Mosfells- bæ, sér- staklega á biðstöð- inni við Háholt, hafa verið brotnar á síðustu vikum og nemur kostnaðurinn nú þegar mörg hundruð þúsund krónum. Kostnaður vegna svona skemmdar- verka kemur niður á öllum íbúum bæjarins og minnkar það fjármagn sem annars væri hægt að nýta í önnur verkefni. Mosfellsbær biðlar til íbúa að hafa augun opin og láta lögreglu strax vita ef vart verður við skemmdarverk af þessu tagi. - Fréttir úr Mosfellsbæ8 FemMos (Femínistafélag Framhaldsskól- ans í Mosfellsbæ) stóð fyrir femínistaviku á dögunum. Nemendur voru hvattir til að rita nafn sitt undir yfirlýsinguna „Ég er á móti kynferðis- ofbeldi“ og fyrir hverja undirskrift gáfu þrjú fyrirtæki 100 krónur til Stígamóta. Þessi fyr- irtæki eru Mosfellsbakarí, Hvíti Riddarinn og Ístex en samtals söfnuðust kr. 70.000. FemMos er nýstofnað félag í FMOS og hefur meðal annars unnið að því að afkynja nokkur af salernum skólans og látið liggja frammi túrtappa og dömubindi á þeim öllum. Í femínistavikunni var starfsemi Fem- Mos, Stígamóta, Samtakanna ‘78 og fleira kynnt fyrir nemendum. „Okkur finnst æðislegt þegar framhalds- skólanemar taka sig til og vekja athygli á starfi Stígamóta og baráttunni gegn kynferðisofbeldi í sínu nærumhverfi,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir frá Stígamótum. Á myndinni má sjá stjórn FemMos afhenda styrkinn. F.v. Daníel Arnar Sigur- jónsson, Sandra Kristín Davíðsdóttir Lynch, Hrafndís Katla Elíasdóttir, Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir frá Stígamótum og Jakob Lipka Þormarsson. FemMos safnaði til styrktar Stígamótum • 231 nemandi skrifaði undir yfirlýsingu „Ég er á móti kynferðisofbeldi“ Femmos stóð Fyrir Femínistaviku í Fmos HÁRNÝJUNG hárstúdíó Hárnýjung hefur flutt starfsemi sína að Auðbrekku 2 í Kópavogi. Ég þakka viðskiptin að Háholti 23 sl. ár um leið og ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin til mín í Kópavoginn. Hlíf Ragnarsdóttir Tímapantanir í síma 566-8500 Sigurplast hlaut á dögunum viðurkenninguna Grænt ljós frá Orkusölunni. Með viðurkenningunni er staðfest að öll raforkusala til Sigurplasts er að fullu vottuð endurnýjanleg með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli. Jóhanna Egilsdóttir eigandi Sigurplasts ehf. tók á móti vottuninni á dögunum út höndum Friðriks Valdimars Árnasonar orkuráðgjafa hjá Orkusölunni. Sigurplast rekur plastverksmiðju þar sem framleidd eru ílát og umbúðir úr plasti. Verksmiðjan hefur verið staðsett í Völuteigi í Mosfellsbæ frá árinu 1990. Jóhanna segir vottunina mjög jákvæðan áfanga í umhverfisstefnu fyrirtækisins. Græn vottun skiptir máli og felur í sér tækifæri fyrir viðskiptavini til aðgreiningar á markaði sem eykur samkeppnishæfni þeirra. Nota 100% græna orku að Völuteigi Sigurplast fær Græna ljósið Friðrik Frá orkusölunni og jóhanna eigandi sigurplasts StarfSfólk óSkaSt Starfsfólk óskast í sumarafleysingar á Skálatún/Skálahlíð 1-15 í Mosfellsbæ. Um er að ræða vaktavinnu á heimilum íbúa. Óskum eftir áhugasömu, stundvísu, þolinmóðu og glaðlegu fólki ekki yngri en 20 ára. Upplysingar gefur Anna Kristín sími 8943084 eða sendið tölvupóst á annakristin@skalatun.is Fyrir svanga á ferð við erum á olís Grill66.is ÁLFHEIMUM GULLINBRÚ NORÐLINGAHOLTI MOSFELLSBÆ AKRANESI BORGARNESI STYKKISHÓLMI SKAGASTRÖND SIGLUFIRÐI ÓLAFSFIRÐI DALVÍK REYÐARFIRÐI NESKAUPSTAÐ HELLU SELFOSSI HÚSAVÍK FÁðU AFSLÁTT PI PA R\ TB W A · SÍ A · 17 23 05

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.