Mosfellingur - 18.05.2017, Blaðsíða 10

Mosfellingur - 18.05.2017, Blaðsíða 10
Farsælt samstarf á milli Mosfellbæjar og skátafélagsins Mosverja, um að auðvelda Mosfellingum að nýta sér útivistasvæði í kringum bæinn til útivistar og gönguferða, hefur staðið yfir í nokkurn tíma. „Þetta byrjaði á árunum 2004-2005 en þá fengu skátarnir fyrirspurn frá Íþrótta- og tómstundanefnd þar sem óskað var eftir hugmyndum að útivistaverkefnum,“ segir Ævar Aðalsteinsson sem hefur haft yfirum- sjón með þessu verkefni frá byrjun. „Stikaðar gönguleiðir um fellin og dalina í kringum Mosfellsbæ var ein af þeim hug- myndum. Það var svo árið 2008 sem undir- ritaður var samstarfssamningur milli þess- ara aðila en þá lá fyrir bæði verkefnaáætlun og kostnaðaráætlun fyrir þetta verkefni.“ Góð verkáætlun í byrjun „Landsvæðið var skipulagt þannig í byrj- un að við hefðum yfirsýn yfir svæðið. Fyrsta sumarið fór í skipulagningu og meðal fyrstu verkefna var að ræða við landeigendur og fá heimild til að fara yfir þeirra eignalönd. Hannað var göngukort fyrir heildarsvæðið, hönnuð voru skilti, vegprestar, girðinga- stigar og göngubrýr. Sótt var um leyfi fyrir bílastæðum og fleiru sem fylgdi verkefn- inu. En sumarið 2009 voru fyrstu 10 km stikaðir,“ segir Ævar og vill meina að ein af ástæðunum fyrir að fólki finnst gott að búa í Mosfellsbæ sé nálægðin við ósnerta náttúru. Stikaðar gönguleiðir 90 km „Þetta verkefni hefur gengið mjög vel og ég held að allir séu sammála um að það er aukin umferð göngufólks á svæðinu. Stað- an er þannig í dag að búið er að stika um 90 km af gönguleiðum, útbúa um 10 bíla- stæði, fjöldinn allur er af girðingastigum og göngubrúm.“ „Á svæðinu eru um 30 vegprestar og 30 upplýsinga- og fræðsluskilti. Á þessum skiltum eru staðarheiti, vegalengdir og ýmsar fróðlegar upplýsingar, bæði land- fræðilegar og sögulegar. Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Við skipulögðum göngurnar með það í huga að teyma göngu- fólkið á fallega staði á svæðinu.“ Úlfarsfellið fjölfarnasta útivistarsvæðið „Verkáætluninni, eins og hún var gerð í upphafi, fer að ljúka og nú tekur við viðhaldsstig. Svo er það spurningin hvert viljum við fara með þetta verkefni og það eru þegar komnar nokkrar hugmyndir að næstu skrefum.“ „Nú í sumar ætlum við að leggja stíg á gönguleiðina frá Skarhólabraut upp á Úlf- arsfellið, sem er að verða eitt fjölsóttasta útivistarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu. Reykjvíkingar eru að hugsa um að gera svipað sín megin og skógræktin í Hamra- hlíðarskógi ætlar að gera stíg frá sínu svæði. Þetta er jákvæð þróun og við höfum fengið mikinn meðbyr frá almenningi,“ segir Ævar að lokum og tekur fram að umgengnin á gönguleiðunum sé alveg til fyrirmyndar og hvetur Mosfellinga til að nýta sér göngu- leiðirnar í kringum bæinn okkar. - Fréttir úr Mosfellsbæ10 Við bjóðum upp á vikunámskeið frá mán. til fös. frá kl. 9-12 eða kl.13-16. Verð: 16.000 kr. Stubbanámskeið verður fyrir 4-6 ára vikuna 17.-21. júlí frá kl. 9-12. Verð: 18.000 kr. Skráningar sendist á netfangið hestamennt@hestamennt.is Það sem þarf að koma fram í skráningu er: Hvaða vika og hvort það sé fyrir eða eftir hádegi. Nafn barns, aldur, nafn foreldris/forráðamanns og símanúmer. Nánari upplýsingar í síma: 899-6972 (Berglind) eða á www.hestamennt.is ReiðSkóli HeStameNNtaR Reiðskóli Hestamenntar er staðsettur í hesthúsahverfinu við Varmárbakka í mosfellsbæ. Námskeiðin eru fyrir börn og unglinga frá 6-14 ára og hefjast þau 12. júní og standa til 18. ágúst. Um 90 kílómetrar af stikuðum gönguleiðum í Mosfellsbæ • Samstarf skátafélagsins Mosverja og Mosfellsbæjar Fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi Hægt er að nálgast göngukort í þjón- ustuveri Mosfellsbæjar, sundlaugum bæjarins, í bókasafninu, í Álafossbúðinni og á heimasíðu Mosfellsbæjar mos.is. Staðan á verkefninu í dag • 90 km stikaðir • 10 bílastæði • 12 girðingastigar • 5 göngubrýr • 3 plankabrýr • 12 upplýsingaskilti • 18 fræðsluskilti • 30 vegprestar Ævar aðalsteinsson í hlíðum helgafells www.artpro.is artpro@artpro.is Sími: 520 3200 Bíldshöfði 14, 110 Reykjavík VELKOMIN TIL OKKAR Í GLÆSILEGT HÚSNÆÐI AÐ BÍLDSHÖFÐA 14, REYKJAVÍK (VIÐ HLIÐINA Á AMERICAN STYLE, ÞREMUR HÚSUM NEÐAN VIÐ HÚSGAGNAHÖLLINA) - VIÐ FLUTTUM EKKI TIL TUNGLSINS OG VEITUM MOSFELLINGUM SEM FYRR FYRSTA FLOKKS ÞJÓNUSTU. - VIÐ SÖKNUM MOSFELLSBÆJAR ÞAÐ ER ÓNEITANLEGA SKRÝTIÐ AÐ FLYTJA ÚR MOSFELLSBÆNUM EFTIR GÓÐ UPPVAXTARÁR. VIÐ ERUM ENNÞÁ SAMA GAMLA GÓÐA MOSFELLSBÆJAR- FYRIRTÆKIÐ, Í STERKARI STÖÐU OG VIÐ BETRI AÐSTÆÐUR. VIÐ ERUM FLUTT Á BÍLDSHÖFÐA14 Sumarið í Bæjarleikhúsinu verður líflegt að vanda en boðið verður upp á leik- listarnámskeið fyrir börn og unglinga, 6-8 ára, 9-12 ára og 13-16 ára. Leikgleði námskeiðin eru á vegum Leikfélags Mosfellssveitar og hafa verið starfrækt síðan 1996. Á námskeiðunum vinna nemendur með framkomu, framsögn og sjálfstraust og kynnast hinum ýmsu hliðum leik- hússins. Öll námskeiðin enda með sýningu í Bæjarleikhúsinu og verður stór söngleikur settur upp með elsta hópnum, sem sýndur verður í ágúst. Kennarar námskeiðanna í sumar verða Elísabet Skagfjörð, Eva Björg Harðardóttir, Íris Hólm og Sigrún Harðardóttir. Allar nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á www. leikgledi.is Leikgleði - lifandi listanámskeið Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar hélt nýlega opinn fund í Fram- haldsskóla Mosfellsbæjar um sjálfbært samfélag og umhverfis- mál í Mosfellsbæ. Mosfellsbær hefur undanfarin ár tekið virkan þátt í Staðardag- skrá 21, sem er framkvæmdaá- ætlun um sjálfbæra þróun sveit- arfélaga, en það verkefni hefur nú verið lagt niður á heimsvísu og ný heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hafa tekið við. Mosfellsbær hefur því verið með til skoðunar hvernig best sé að vinna áfram að markmiðum um sjálfbært samfélag í Mosfellsbæ og halda þeim mikilvægu áherslum á lofti. Tilgangur opna fundarins var að skapa lifandi umræðuvettvang um umhverfismál og sjálfbærni í Mosfellsbæ og að gefa íbúum kost á að koma sínum skoðunum á framfæri. Á fundinum, sem var vel heppnaður, hélt Lúðvík Gústafsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga erindi um ný heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og Andri Snær Magnason rithöfundur hélt erindi um umhverfismál í fortíð, nútíð og framtíð. Opinn fundur umhverfisnefndar námskeiðin enda með söngleik andri snÆr talar í fmos

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.