Mosfellingur - 18.05.2017, Blaðsíða 16

Mosfellingur - 18.05.2017, Blaðsíða 16
Kvíði er annað orð yfir áhyggjur, ótta eða hræðslu. Kvíði er eðlileg og gagnleg tilfinning sem hjálpar okkur að bregðast við hættum og til að leggja okkur fram við eitthvað sem við viljum að takist vel. Kvíði er í sjálfu sér ekki vandamál nema hann sé farinn að valda vanlíðan og trufla daglegt líf. Sum börn, með mikinn kvíða, kvarta oft yfir magaverkjum og höfuðverkjum enda fylgja kvíða ýmis líkamleg ein- kenni sem eru óþægileg ef þau eru sterk og viðvarandi. Skiljanlegt er að barn vilji forðast aðstæður sem valda því kvíða svo það losni við óþægileg kvíðaeinkenni. En það að forðast aðstæður viðheldur einmitt vandanum. Einn þáttur í meðferð við kvíða snýst um að hvetja barn til að takast á við kvíðavekjandi aðstæður í smáum, við- ráðanlegum skrefum. Barnið lærir einn- ig að tileinka sér raunsærri hugsunar- hátt. Börn sem finna fyrir miklum kvíða ofmeta gjarnan líkurnar á að eitthvað slæmt muni gerast og líka hversu slæmt það verður ef eitthvað fer úrskeiðis. Börn geta átt erfitt með að koma orðum að því sem þau óttast en kvíðahugsanir eru til dæmis „Ég verð mér til skamm- ar“, „Mamma er sein, hún hefur lent í hræðilegu slysi“ eða „Ég mun pottþétt falla á þessu prófi“. Foreldrar vilja ekki að barn- inu sínu líði illa þannig að mikill kvíði hjá barni getur kallað á verndarviðbrögð hjá foreldrum sem eru, því miður, ekki að hjálpa barninu. Foreldrar geta farið að vernda barnið of mikið fyrir aðstæð- um sem vekja ótta hjá barninu og hjálpa barninu meira en nauðsynlegt er. Það getur því verið gott fyrir foreldra að skoða eigin viðbrögð við kvíða barns- ins. Ef foreldra grunar að kvíði barns sé óhóflega mikill þá er í fyrsta lagi gott að fræðast um kvíða (sjá t.d. bókina „Ráð handa kvíðnum krökkum“) og leita eftir ráðgjöf.  UnaRúnarsdóttir,  sálfræðingurFræðslu-  ogfrístundasviðsMosfellsbæjar Um kvíða hjá börnum SkólaSkrifStofa moSfellSbæjar Skóla hornið - Dreift frítt í Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós16 Listasalur Mosfellsbæjar Litir eins og tónlist Síðustu ár hefur verið starfandi Leshópur í samstarfi Félags eldri borgara og Bókasafns Mosfellsbæjar. Hópurinn hittist mánaðarlega frá september til maí. Fastur fundarstaður er á Hlaðhömr- um. Sú hefð hefur skapast að lokaskiptið sem hópurinn hittist sé í Bókasafni Mosfellsbæjar og býður safnið heim rithöfundi og einnig er boðið upp á kaffi og eitthvað með því. Að þessu sinni var það rithöfundurinn Auður Ava Ólafsdóttir sem sótti hópinn heim. Hópurinn hafði lesið Afleggjarann eftir hana og sumir einnig lesið fleiri bækur hennar. Áttum við öll frábæra stund með Auði Övu og þökkum við henni kærlega fyrir komuna. Bókasafn Mosfellsbæjar Lokafundur leshópsins 20. maí-17. júní. Ný sýning verður í Listasal Mosfellsbæjar frá laugardeginum 20. maí. Á sýningunni sem heitir Litir eins og tónlist eru sýnd myndverk Sigurðar Hauks Lúðvígssonar (1921-2006). Sigurður Haukur var mjög afkastamikill listamaður og hélt margar einkasýn- ingar og seldust myndir hans vel. Mörg stórfyrirtæki og bankar eiga myndir eftir hann, ásamt einstaklingum hér heima og erlendis. Sigurður Haukur er fyrsti Íslending- urinn sem boðið hefur verið að sýna á Grand Prix í Frakklandi og vann hann þar þrisvar sinnum til verðlauna. Sýning Sigurðar Hauks er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins og henni lýkur 17. júní. SUMAR- TILBOÐ Þú kaupir stóra 150g dós af d:fi og færð eina 75g frítt með. Flott í ræktina eða ferðalagið. P’lus h‡rsnyrtistofa Ásta Björk hársnyrtimeistari hefur hafið störf á Pílus hársnyrtistofu. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna í hópinn. Þverholti 2 Kjarna Sími : 566-6090 RITLISTARNÁMSKEIÐ 2017 10 - 12 ára Spennandi og skemmtilegt ritlistarnámskeið fyrir 10 – 12 ára börn verður í Bókasafni Mosfellsbæjar með Gerði Kristnýju rithöfundi 8. - 10. júní. Fimmtudag og föstudag kl. 13.00 – 15.45 og laugardag kl. 9.30 – 12.15. Ókeypis og allt innifalið. Skráið ykkur sem fyrst!

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.