Mosfellingur - 08.06.2017, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 08.06.2017, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna sunnudagur 11. júní Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00 „Nútvitundarguðsþjónusta“ Rut G. Magnúsdóttir, djákni 17. júní - Þjóðhátíðardagur Hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00 Ræðumaður: Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúi Sr. Ragnheiður Jónsdóttir sunnudagur 25. júní Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 11:00 Sr. Ragnheiður Jónsdóttir kyrrðardagur að sumri að Mosfelli er laugardaginn 24. júní frá kl. 09:00 til kl. 12:00 Sjá nánar á heimasíðu kirkjunnar Helgistund á Hlaðhömrum Miðvikudaginn 28. júní kl. 13:30 Umsjón: Sr. Ragnheiður Jónsdóttir kristin íhugun Kyrrðarbæn í Lágafellskirkju er á miðvikudögum kl. 17:00 Allar upplýsingar um kirkjur og kirkjustarf í Mosfellsbæ er hægt að nálgast á síðu kirkjunnar: www.lagafellskirkja.is - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64 Nýr strandblakvöllur vígður á 17. júní Laugardaginn 17. júní kl. 13:00 fer fram vígsla á nýjum strandblakvelli á Stekkjarflöt við Álafosskvos. Uppsetning á vellinum er fyrsta verkefnið sem lítur dagsins ljós eftir kosninguna í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó. Stekkjarflöt - útivistar- paradís fékk þar flest atkvæði. Bikarmeistarar karla og kvenna í blaki munu leika vígsluleikinn og í kjölfarið mun blakdeildin standa fyrir móti fyrir börn og unglinga. Skráning fer fram í gegnum netfang- ið blakumfa@gmail.com (2-3 í liði). Í tilefni af nýja vellinum mun blakdeild UMFA bjóða börnum í Mosfellsbæ á ókeypis strandblaks- námskeið dagana 19.-23. júní. Yfirþjálfarinn Eduardo mun sjá um námskeiðið þar sem allir eru velkomnir. 10-12 ára kl. 14:00-15:30 og 13-15 ára kl. 15:30 -17:00. Utan- umhald um skráningar á völlinn í sumar er í höndum blakdeildar og verður skráningarskjal á heimasíðu blakdeildarinnar og á www.mos.is Viðburðarík þjóð­ hátíðarhelgi í Mosó Það er óhætt að segja að helgina 17.-18. júní verði nóg um að vera í Mosfellsbæ. Glæsileg dagskrá verður á sjálfan þjóðhátíðardaginn sem ber upp á laugardag. Hátíðar- messa í Lágafellskirkju, vígsluathöfn á Stekkjarflöt, skrúðganga og dagskrá á Hlégarðstúninu auk þess sem sterkasti maður Íslands verður krýndur. Um kvöldið verður svo sveitaball með Sálinni í Hlégarði. Á sunnudeginum fer hið árlega kvennahlaup fram. Boðið verður upp á fjórar vegalengdir: 900 m, 3 km, 5 km, 7 km og 9 km. Hlaupið hefst á íþróttavellinum að Varmá kl. 11:00 að lokinni upphitun. Skráning er hafin í World Class í Lágafells- laug, 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri en 2.000 kr. fyrir eldri en 12 ára. Allir þátttakendur fá bol og verðlauna- pening, auk þess fá langömmur rós. sÓkn Í sÓkn – liFandi saMFÉlag Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar var afhent í Listasalnum þriðjudaginn 23. maí. Óskað var sérstaklega eftir hugmyndum eða verkefnum sem styrkja ímynd Mosfells- bæjar sem heilsubæjar. Alls bárust sjö gildar umsóknir og lagði þróunar- og ferðamálanefnd til við bæjar- stjórn að afhentar yrðu þrjár viðurkenning- ar sem sjá má hér að neðan. „Öllum umsækjendum er þakkað fyrir þátttökuna og þeir hvattir til að halda áfram að koma á framfæri hugmyndum um efl- ingu nýrra verkefna í þágu samfélagsins og heilsubæjarins Mosfellsbæjar,“ segir Rúnar Bragi Guðlaugsson, formaður þróunar- og ferðamálanefndar Mosfellsbæjar. HriNguriNN Magne Kvam Fjallahjólastígur um fellin í kringum Mosfellsbæ. Hægt væri að leggja um 40 km hring með því að nýta þá stíga sem fyrir eru með breytingum og bæta við nýjum sérhönnuðum leiðum. Stígurinn yrði opinn allt árið. Fjalla- hjóla og hlaupastígur á sumrin. Skíða- göngu- og breiðhjólastígur á veturna. Hringurinn er bæði fjölskylduvænn afþreyingarmöguleiki og áfangastaður fjallahjólreiðarmanna. Peningastyrkur alls 300 þúsund krónur. HeilsudagbókiN MíN Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir Hugmyndin að Heilsudagbókinni er byggð á áralangri viðleitni höfundar til að öðlast betri heilsu og meiri lífsgæði. Heilsudagbókin er heildræn nálgun á bættar lífsvenjur þar sem lögð er áhersla á hreyfingu, mataræði og ekki síst huglæga eða andlega vinnu. Heilsudagbókin er ódagsett sex vikna dagbók sem hjálpar notandanum að bæta líf sitt með markmiðasetningu, áætlunar- gerð, verkefnalista og fleiru. Peningastyrkur alls 200 þúsund krónur. leikur að læra Kristín Einarsdóttir Kennsluaðferð þar sem börnum á aldr- inum 2 - 10 ára eru kennd öll bókleg fög í gegnum leiki og hreyfingu á skemmti- legan og árangursríkan hátt. Ný hugsun og kennsluaðferð um hvernig hægt er að kenna börnum í gegnum hreyfingu og leiki. Þar sameinast mörg heilsueflandi og lýðheilsu markmið. Heilsueflandi skóli nýtir góðs af kennsluaðferðinni enda samræmist hann aðalnámskrá leik- og grunnskóla. Peningastyrkur alls 200 þúsund krónur. Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningar Mosfellsbæjar • Áhersla lögð á heilsubæinn Þrjár viðurkenningar til Þróunar og nýsköpunar afhendingin fór fram í listasal mosfellsbæjar emma sól og einar karlásta og magne anna ólöf Víkingaleikvöllurinn í Leirvogstungu hefur nú verið endurnýjaður og má þar nú sjá glæsilegt víkingaskip, hoppustiklur og þrautastíg í Miðgarði. Einnig er glæsilegt hús, þar sem er kjörið að fá sér nesti. Flott og skemmtilegt leiksvæði fyrir alla fjölskylduna. Velkomin á Olís Við tökum vel á móti þér á Olísstöðvum um allt land og bjóðum góða þjónustu, fjölbreytt úrval bílavöru, gómsætan mat og ýmislegt annað fyrir fólk á ferðinni. FRÍTT KAFFI MEÐ KORTUM OG LYKLUM FRÍTT WI-FI AFSLÁTTUR MEÐ KORTUM OG LYKLUM Vinur við veginn 17 19 80 · PI PA R\ TB W A · SÍ A víkinga- völlur í leirvogs- tungu tilvalinn áfanga- staður í sumar

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.