Mosfellingur - 08.06.2017, Blaðsíða 12

Mosfellingur - 08.06.2017, Blaðsíða 12
 - Fréttir úr Mosfellsbæ12 Ásbjörg Jónsdóttir söngkona, píanóleikari og tónskáld • Gefur út nótnabók með 13 lögum og textum fyrir barnakóra Vel heppnaðir burtfarartónleikar í Hlégarði Ásbjörg Jónsdóttir tónskáld, píanóleikari og söngkona hélt burtfarartónleika í Hlé- garði þann 18. maí. Hún var að ljúka námi í jazzsöng frá Listaskóla Mosfellsbæjar. „Á þessum tónleikum flutti ég mest- megnis lög eftir mig í bland við lög frá Brasilíu og Kúbu. Ég er búin að vera í fimm ár í Listaskólanum og það var Heiða Árna- dóttir sem kenndi mér fyrir utan eitt ár sem Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir leysti hana af,“ segir Ásbjörg sem kennir einnig hljómfræði við Listaskóla Mosfellsbæjar ásamt því að stjórna barnakórum. Á leið til Berlínar í starfsnám Það er nóg fram undan hjá Ásbjörgu en hún er á leið í starfsnám til Berlínar í sumar og næsta haust í skiptinám til Bandaríkj- anna en hún stefnir á að ljúka meistara- námi í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands næsta vor. „Með haustinu ætla ég svo að gefa út nótnabók með 13 nýjum lögum fyrir barna- kóra. Flest lögin eru við texta eftir mig en einnig eiga Heiða Árnadóttir, Agnes Wild, Íris Hólm, Hildur Eir Bolladóttir og pabbi minn, Jón Pálsson, texta í bókinni. Verkefn- ið var styrkt af Menningarsjóði VÍB, Hljóð- ritasjóði og Tónlistarsjóði. Bókinni munu fylgja upptökur af lögunum.“ KÍTON er þarft og skemmtilegt verkefni „Núna á vordögum var sýnd heimilda- mynd á RÚV þar sem sýnt var frá tónsmiðju sem ég tók þátt í á vegum KÍTÓN. Tilgang- ur félagsins er að skapa jákvæða umræðu, samstöðu og samstarfsvettvang meðal kvenna í tónlist sem er mjög þarft en Freyja Filmwork sá um framleiðslu á myndinni. Samhliða myndinni kom út lag eftir mig og Ingunni Huld Sævarsdóttir sem er líka Mosfellingur. Það heitir Invasion og er hægt að nálgast á öllum helstu tónlistarveitum, t.d. Spotify. Myndina, sem ber heitið Tón- smiðjan, er líka hægt að sjá á Sarpinum fyrir áhugasama.“ Ásbjörg Ásamt kærasta sínum og foreldrum, magnúsi, Hrönn og jóni PÁls jazzsöngkonan Í landsliðinu í efnafræði • Á leið til Svíþjóðar og Taílands Tekur þátt í Ólympíu- keppni í efnafræði Það eru skemmtileg verkefni sem bíða hins tvítuga Mosfellings Emils Agnars Sumar- liðasonar. Emil útskrifaðist á dögunum sem stúdent frá MH og hlaut þar verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í efnafræði. Hef alltaf verið forvitinn um alla hluti „Ég hef alltaf verið forvitinn um hvað er á bakvið hlutina og úr hverju þeir eru gerðir. Var mikið í því sem krakki að taka til dæmis fjarstýringar í sundur til að sjá hvernig þær væru samansettar. Í vetur tók ég þátt í efnafræðikeppni framhaldsskólanna og stóð mig vel þar. Í framhaldi af því var ég valinn ásamt þrem- ur öðrum í landsliðið í efnafræði. Það er skemmtilegt að segja frá því að við erum öll úr MH.“ Norræna keppnin og Ólympíukeppnin „Við erum að fara þann 2. júlí til Uppsala í Svíþjóð til að taka þátt Norrænu keppn- inni í efnafræði. En þar eru, eins og nafnið gefur til kynna, keppendur frá öllum Norð- urlöndunum. Í framhaldi förum við svo til Taílands og keppum í Ólympíukeppninni. Keppnin er haldin í Nakhon Pathom og stendur yfir dagana 6-15. júlí. Í Ólympíukeppninni eru keppendur frá 79 löndum. Við erum fjögur sem förum frá Íslandi en þetta er þó einstaklingskeppni. Hún Katrín Lilja eða Sprengju-Kata eins og hún er kölluð fer með okkur en hún er að að- stoða okkur, eins konar þjálfari,“ segir Emil að lokum en hann hyggst svo leggja stund á efnaverkfræði í Háskóla Íslands í haust. emil agnar undirbýr sig undir efnafræðikePPni PI PA R \ TB W A • S ÍA HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ: NORÐLINGAHOLTI · GULLINBRÚ ÁLFHEIMUM · SÆBRAUT · MJÓDD GARÐABÆ · MOSFELLSBÆ LANDSBYGGÐIN: BORGARNESI · AKRANESI AKUREYRI · REYÐARFIRÐI KEFLAVÍK · SELFOSSI · HELLU quiznos.is Þú velur bát, vefju eða salat ÞRENNA Bættu við gosi og snakki eða gosi og súkkulaði fyrir aðeins 699kr.400kr. AÐEINSBátur vikunnar Gómsætur í næsta nágrenni Vígsla nýrrar hljómsveitaraðstöðu Í dag mun hljómsveitaraðstaða fyrir ungt tónlistarfólk í Mosó opna aftur eftir smá hlé. Aðstaðan er á neðri hæð félagsmiðstöðvarinnar Ból við Varmárskóla. Opið hús hefst kl. 19:00 og verður boðið upp á tónlist og pítsur á meðan gestir geta skoðað aðstöðuna. Hlökkum til að sjá sem flesta. Áhugasamir tónlistarmenn endilega hafið samband við starfsmenn Bólsins/Vinnuskóla til að fá nánari upplýsingar um æfingatíma. Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.