Mosfellingur - 08.06.2017, Blaðsíða 15

Mosfellingur - 08.06.2017, Blaðsíða 15
Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki í Mosfellsbæ eru hvött til að taka virkan þátt í hátíðarhöldunum. Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, verður haldin dagana 25.-27. ágúst. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í fjölbreyttri dagskrá. Mosfellsbær verður 30 ára þann 9. ágúst og stefnt er að hinum ýmsu viðburðum tengdum afmælinu frá 9. ágúst og fram yfir bæjarhátíð Ef einhverjir luma á hugmyndum eða vilja vera með viðburði, þá endilega sendið tölvupóst á ituninuheima@mos.is. 1/4 bymos RITFÖNG OG SMÁDÓT FYRIR BÖRN ÞYRILSNÆLDUR OG FLEIRA HáHolt 14 - sími 586 1210 OpIð MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 10:00 -18:00 Krakkarnir í 8. bekk Lágafellsskóla hafa brallað ýmislegt síðustu skóladaga fyrir sumarfrí. Meðal annars fóru nemendurnir í göngu upp á Úlfarsfellið. Hlynur Bergþór Stein- grímsson, sem er í hjólastól, á greinilega góða vini í sínum bekk því þeim fannst ómögulegt að Hlynur kæmist ekki með. Þeir gerði sér því lítið fyrir og rifu Hlyn upp úr stólnum og báru hann upp á topp. Strákarnir voru sjö talsins og skiptust á að bera Hlyn upp með skipulögðum hætti. Í mesta brattanum hjálpuðust þeir svo að til að ná takmarkinu. Frábært framtak hjá félögunum sem fengu mikið lof fyrir. Frumkvæðið var þeirra og allir í skýjunum eftir vel heppn- aða fjallaferð. Á myndinni má sjá Hlyn og hans traustu vini, Ísak Tuma, Ísak Mána, Anton, Hall- grím, Guðmund, Eyþór og Kristófer Mána áður en lagt var í gönguna. Hlynur og bekkjarfélagar láta ekki hindranir stoppa sig Báru félaga sinn upp á topp Úlfarsfells traustir vinir geta gert kraftaverk www.mosfellingur.is - 15

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.