Mosfellingur - 08.06.2017, Blaðsíða 24

Mosfellingur - 08.06.2017, Blaðsíða 24
 - Aðsendar greinar24 Þjónusta við mosfellinga Hvað er Borgarlína? Borgarlína er hágæða almennings- samgöngur sem keyra á sérakgreinum og eru þannig ekki háðar annarri umferð. Borgarlínan er leið sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu til að taka á móti þeim 70.000 íbúum sem áætlað er að bætist við til ársins 2040 án þess að um- ferð aukist í sama hlutfalli. Þrátt fyrir eflingu almenningssamgangna með Borgarlínu er enn gert ráð fyrir því að einka- bíllinn verði helsta samgöngutæki svæðisins. En með slíkri uppbyggingu aukast möguleikar heimila til að nota einkabílinn minna og kannski myndu mörg heimili frekar kjósa að eiga einn bíl í stað tveggja til fjögurra sem er staðan á mörg- um heimilum í Mosfellsbæ í dag. Af hverju Borgarlínu? Vegna þess að það er mikilvægt að tryggja að ferðatími okkar aukist ekki til allra muna með fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Umferð- arspár benda til þess að ómögulegt verði að uppfylla ferðaþarfir fólks til framtíðar eingöngu með uppbyggingu hefðbundinna umferðar- mannvirkja. Það sýna rannsóknir og reynslan bæði hér- lendis og erlendis. Kostnaðar- og ábatagrein- ing sýnir fram á það með óyggjandi hætti að það er þjóðhagslega hagkvæmt að setja fjármuni í Borgarlínu. Það dregur úr fjárfestingarþörf hins opinbera í öðrum dýrum samgöngumannvirkj- um, það er umhverfisvænt, það minnkar sam- göngukostnað heimilanna og bætir lýðheilsu almennings. Fær Mosfellsbær Borgarlínu? Svarið við því er JÁ, í svæðisskipulagi höfuð- borgarsvæðisins er gert ráð fyrir að allir mið- bæjarkjarnar á svæðinu tengist Borgarlínunni. Nú er í forkynningarferli skipulag sem tekur frá rými fyrir Borgarlínu, en samkvæmt þeirri tillögu mun Borgarlína keyra í gegnum væntanlega byggð í Blika- staðalandi, fara Baugshlíðina fram hjá Lágafellsskóla, Bogatanga og svo Þver- holtið inn að miðbænum okkar. Það er mikilvægt fyrir sveitarfélag- ið okkar að vera tengt þessari miklu samgöngubót sem Borgarlínan verð- ur. Það er þó ástæða til þess að taka það fram að Borgarlínan mun aldrei þjónusta öll hverfi sveitarfélagsins vegna þess að þéttleiki í kring- um slíkar stöðvar þarf að vera meiri en gengur og gerist í Mosfellsbæ, þar sem þéttleiki byggðar er almennt lítill. Þannig er gert ráð fyrir að þétt- leiki á Blikastaðalandi verði meiri en við þekkj- um í núverandi hverfum, svo og er gert ráð fyrir meiri þéttleika í miðbænum okkar. Hvenær og hvernig verður þjónustunni háttað þangað til? Borgarlínan mun ekki leysa af hólmi hinn almenna Strætó sem mun þjóna öðrum hverf- um og tengja þau þannig við Borgarlínu. Ekki er hægt að fullyrða um það hvenær Borgarlínan rís í Mosfellsbæ en það mun verða í tengslum við uppbyggingu Blikastaðlands, líklega á næstu 10-20 árum. Þangað til mun hinn hefðbundni Strætó þjóna íbúum. Bæjaryfirvöld leggja áherslu á að bæta þjón- ustu Strætó eins og kostur er. Þannig er brýnt að Strætó keyri í Helgafellshverfi enda byggist það hratt upp með fjölda íbúða. Eins er uppbygging í Leirvogstungu mikil og þar er í skoðun hvernig hægt er að bæta núverandi þjónustu með um- hverfislegum og hagkvæmum hætti. Einnig er mikilvægt að kanna hvort ekki sé hægt að auka tíðni ferða, sérstaklega yfir sumartímann. Bryndís Haraldsdóttir Þingmaður og bæjarfulltrúi Borgarlína í Mosfellsbæ? www.bmarkan.is Þorsteinn Lúðvíksson 865 7518 Leirutangi 35a 270 Mosfellsbær Sími: 865 7518 Netfang: steinismidar@gmail.com Öll almenn trésmíðavinna Viðhald fasteigna Sólpallar og girðingar Uppsetning á innréttingum Þorsteinn Lúðvíksson 865 7518 Leirutangi 35a 270 Mosfellsbær Sími: 865 7518 Netfang: steinismidar@gmail.com Öll almenn trésmíðavinna Viðhald fasteigna Só p l ar og girðingar Uppsetning á innréttingum Opnunartími sundlauga lágafellslaug Virkir dagar: 06:30 - 21:30 Helgar: 08:00 - 19:00 Varmárlaug Virkir dagar: 06:30-21:00 Laugard. kl. 08:00-17:00 og sunnud. kl. 08:00-16:00 Nú fer að líða að sumarfríi hjá deild- inni okkar í Mosfellsbæ. Sjálfboðaliðar okkar fóru í árlega vorferð daginn fyr- ir Uppstigningardag, en sú ferð hefur undanfarin ár verið farin stuttu fyrir sumarlokun deildarinnar. Að þessu sinni var farið umhverfis Snæfellsnesið og Borgarfjarðardeild Rauða krossins einnig heimsótt á heim- leiðinni. Ferðin vakti mikla lukku að vanda. Nú fara helstu verkefni okkar í dvala þar til líður að hausti, en skrifstofa deildarinnar verður lokuð frá 19. júní til 14. ágúst nk. Þótt skrifstofa deild- arinnar verði lokuð á þessu tímabili og helstu verkefni í dvala, þá er alltaf hægt að ná í okkur í síma deildarinnar ef mikið liggur við. Hælis- leitendum og heimsóknarvinum verður sinnt, auk þess sem Gönguvinirnir verða á ferðinni í mestallt sumar. Á uppstigningardag fór stjórn deildarinnar í vinnuferð til Hveragerðis í stefnumótun og samveru. Þar gafst okkur tækifæri til að yfirfara verkefnin okkar, ræða ný og hvernig við getum gert enn betur á næsta starfsári. Mosfellsbæjar- deildin hét áður Kjósarsýsludeild en Kjalarnes og Kjós tilheyrir enn okkar starfssvæði. Margir hælisleitendur eru á okkar svæði í Arnarholti og Víðinesi, þar sem menn hafa lítið við að vera og samgönguleiðir þeirra afar torveldar. Reynt hefur verið að létta þeim samgönguleysið með því að útvega þeim reiðhjól m.a. í samvinnu við Barnaheill, sem hafa í nokkur ár safnað reiðhjól- um fyrir börn og ungmenni. Síðastliðnar vikur hefur verið enskunámskeið fyrir þá í húsnæði okkar að Þverholti 7. Námskeiðið var mjög vel heppnað að sögn sjálfboðaliða og nemenda. Þetta eru allt karlmenn á ýmsum aldri og af mjög mismunandi þjóðerni. Við viljum sérstaklega hvetja karlmenn til þess að kynna sér starf með hælisleitendum. Okkur þykir gríðarlega mikilvægt að mæta þörfum þeirra sem nýta sér þjón- ustu okkar og um leið sýna framtíðar sjálfboðaliðum hve gefandi og áhrifaríkt það getur verið að gefa brot af tíma sínum. Það má alltaf hafa samband við okkur í gegnum Fésbók- arsíðu deildarinnar eða með því að senda tölvu- póst á starfsmann okkar hulda@redcross.is fyrir nánari upplýsingar. Verkefnin eru fjölbreytt en við munum kynna þau betur í haust fyrir for- vitna og opna huga. Fyrir tæplega tveimur árum tók ég þá ákvörð- un að gerast heimsóknarvinur en það sem kom mér mest á óvart við það var hve verðmæt ein klukkustund á viku varð. Sjötíu ára aldursmunur okkar varð að engu þegar við sátum saman að skoða gamlar ljósmyndir og drekka kaffi. Í vor kvaddi sú kæra vinkona en eftir sitja fal- legar minningar og þakklæti fyrir kynni okkar. Verkefni geta verið svo miklu meira en bara verkefni. Að lokum er tilvalið að rifja upp sígild orð sem eru eitthvað á þá leið að enginn getur allt, en allir geta eitthvað. Fyrir hönd stjórnar RKÍMOS þakka ég fyrir velvild í okkar garð og vel unnin störf ómetan- legra sjálfboðaliða. Sjáumst í túninu heima! Signý Björg Laxdal, varaformaður Rauða Krossins í Mosfellsbæ. Sumarið handan við hornið Næsta blað kemur út: 29. júNí Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudaginn 26. júní. SíðaSta blað fyrir Sumarfrí

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.