Mosfellingur - 08.06.2017, Blaðsíða 25

Mosfellingur - 08.06.2017, Blaðsíða 25
www.mosfellingur.is - 25 Háholt 13-15 Sími 578 6699 Grillum fisk í sumar stór humar tilvalinn á Grillið Grillpinnar í borðinu þeGar sólin skín Þá er sumarið gengið í garð og um að gera að njóta þess til fullnustu með þeim sem okkur þykir vænst um. Hreyfivika UMFÍ Það er óhætt að segja að Mos- fellsbær hafi verið á iði síðustu vikurnar og viljum við þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessu ævintýri með okkur. Kettlebells, Lágafellssókn, Hesta- mannafélagið Hörður, World Class, Elding líkamsrækt, Afturelding, Golfklúbbur Mos- fellsbæjar, Mosó skokk og Ferðafélag Ís- lands – bestu þakkir fyrir að opna allar dyr og/eða standa fyrir viðburðum sem gerðu okkur hinum kleift að prófa og njóta. Við viljum sömuleiðis þakka ykkur öllum sem tókuð þátt, þið öll gerðuð þessa viku frábæra og lögðuð svo sannarlega ykkar lóð á vogarskálarnar til að efla eigin heilsu og skapa þá umgjörð sem hvetur aðra til gera slíkt hið sama – TAKK! Gulrótin 2017 Það var hátíðleg stund þegar Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, afhenti Svövu Ýr Baldvinsdóttur Gulrótina 2017 á Heilsu- dagsmálþinginu í FMOS í síðustu viku. Þetta er í fyrsta skipti sem Gulrótin er veitt en hún er ný lýðheilsuviðurkenning sem ætlað er að hampa einstaklingi, hópi, fyrirtæki eða stofnun fyrir brautryðjenda- starf í þágu heilsueflingar og bættrar lýð- heilsu íbúa Mosfellsbæjar. Heilsuvin og Mosfellsbær standa að baki viðurkenning- unni sem felur í sér þakklæti fyrir frum- kvæði og störf í anda lýðheilsu og á jafn- framt að vera hvatning til allra á þessum vettvangi í bæjarfélaginu. Svava Ýr er svo sannarlega vel að þess- ari viðurkenningu komin en hún hefur til áratuga unnið ötullega að lýðheilsu og heilsueflingu allra aldurshópa í Mosfells- bæ. Hún hefur virkjað marga í íþróttum, m.a. sem handboltaþjálfari og umsjónarmanneskja Morgunhan- anna, ásamt því að kenna, fræða og byggja upp stóra hópa með heilsueflingu að leiðarljósi. Svava Ýr er ekki hvað síst þekkt fyrir að starfrækja Íþróttaskóla barnanna hjá Aftureldingu en hún hefur rekið hann í heil 25 ár. Við óskum henni hjartanlega til hamingju með viður- kenninguna! Eins og sést þá hefur verið heilmik- ið um að vera í heilsubænum okkar nú á vordögum og við erum hvergi nærri hætt þótt skipulagðir viðburðir verði í lágmarki í sumar. Svo þið missið ekki af neinu þá hvetjum við ykkur eindregið til að fylgjast með á fésbókarsíðunni okkar „Heilsuefl- andi samfélag Mosfellsbæ“ en þar birtum við ýmislegt bæði skemmtilegt og praktískt til efla heilsu og auðga andann. Förum með gleði inn í sumarið! Ólöf Kristín Sívertsen, lýðheilsu- fræðingur og verkefnisstjóri Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ Með gleði inn í sumarið! Að­send­Ar greinAr Grein­um skal skila in­n­ með tölvupósti á n­etfan­gið mosfellin­gur@mosfellin­gur.is og skulu þær ekki vera len­gri en­ 500 orð. Greinum skal fylgja fullt nafn ásamt mynd af höfundi. MOSFELLINGUR Styttist í stærsta skátamót sögunnar 25. júlí - 2. ágúst Tækifæri til að kynnast fólki af öðru þjóðerni Stærsta skátamót Íslandssögunnar verður haldið í sumar, 25. júlí til 2. ágúst, þegar um 6.000 skátar frá nærri 100 löndum taka þátt í hinu alþjóðlega skátamóti World Scout Moot 2017. Mótið er opið fyrir ungt fólk á aldrinum 18-25 ára auk þess sem eldri skátar koma að mótinu í undirbúning og framkvæmd. Mótssetning verður í Reykjavík þann 25. júlí en svo skiptast þátttakendur upp í tjaldbúðir víðsvegar um landið og þar á meðal á Þingvöllum og verða þar í fjóra daga við margvísleg verkefni. Eftir það sameinast allir hóparnir á Úlfljótsvatni. Mosverjar á vaktinni á Þingvöllum Skátafélagið Mosverjar undirbýr tjaldbúð staðsetta á Þingvöllum en um 400 þátttak- endur ásamt 80 manna starfsliði munu dvelja á Þingvöllum. Þar munu þeir taka þátt í fjölbreyttri dagskrá sem skipulögð er af mótsstjórn mótsins ásamt Mosverjum. „Það er áhugavert og spennandi verk- efni fyrir skátafélagið Mosverja að taka á móti ungu fólki frá öllum heimshornum og kynna fyrir þeim það sem Ísland hefur upp á að bjóða. Fyrir okkur Mosverja er mikil- vægt að taka þátt í svona móti og um leið öðlast dýrmæta reynslu og kynna skáta- starf enn betur í umhverfinu okkar,” segir Eiríkur, aðstoðarfélagsforingi Mosverja. Skátarnir munu jafnframt leggja sitt af mörkum til þjóðgarðsins á Þingvöllum. Allir þátttakendur munu vinna samfélags- verkefni sem gengur út á uppbyggingu og viðhald náttúruminja á Þingvöllum. Einnig verður í boði að fara í rútuferð í Mosfellsbæinn okkar og skella sér í sund í sundlaugum bæjarins. Fórnfýsi sjálfboðaliða Vilt þú vera með og upplifa frábæran við- burð og láta gott af þér leiða? Þessi stóri skátahópur sem tekið verð- ur á móti innan fárra vikna mun leiða til krefjandi og spennandi úrlausnarefna. Enn er hægt að bætast í hóp sjálfboðaliða og er ekki nauðsynlegt að hafa verið skáti því öll- um er tekið fagnandi. Verkefni af þessari stærðargráðu þarfn- ast alúðar og fórnfýsi margra sjálfboðaliða þann tíma sem verkefnið er í undirbúningi og yfir mótsdagana. Það er því um að gera að hafa samband sem fyrst við Skátafélagið Mosverja og fá hlutverk í þessum einstaka viðburði í sögu skátastarfs á Íslandi. Hægt er að hafa sam- band í gegnum Facebook eða á netfangið mosverjar@mosverjar.is.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.