Mosfellingur - 29.06.2017, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 29.06.2017, Blaðsíða 6
Eldri borgarar Þjónustumiðstöðin Eirhömrum Fram undan í FélagsstarFinu sumaropnun félagsstarfsins Lokað fyrstu vikuna í júlí, 3.-7. júlí. Opnum aftur 10. júlí.  Kærleikskveðja,Félagsstarfið í tÚninu HEima FaMosfélagar og aðrir gestir, ykkur er boðið í heimsókn í þjónustumið- stöðina á Eirhömrum, laugardaginn 26. ágúst á milli kl. 13.00 og 15.00. Fjölbreytt vetrardagskrá Félagsstarfs eldri borgara og FaMos kynnt. Vorboðarnir taka lagið með undirleik helgar um kl. 13:00. Kaffi á könnunni :) Það þarf enginn að sitja heima og láta sér leiðast næsta vetur. Án mannlegs samfélags getur enginn maður þrifist. Nýjum hugmyndum tekið fagnandi. FaMosogFélagsstarfeldriborgara - Fréttir úr bæjarlífinu6 Skólahljómsveitin hlýtur góðan styrk Skólahljómsveit Mosfellsbæjar hlaut á dögunum styrk úr Samfélagssjóði EFLU. Sjóðurinn var stofnaður 2013 í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins og hefur að markmiði að styðja jákvæð og uppbyggileg verk- efni í samfélag- inu. Síðustu 30 ár hefur Skólahljóm- sveitin notast við heimatilbúin nótnastatíf sem eru mjög óhentug. Kaup á nýjum nótnastatífum mun styðja við bakið á því öfluga tónlistarstarfi sem er í gangi innan skólahljómsveitarinnar og með því efla menningar- og listastarf Mos- fellsbæjar. Alls bárust 109 umsóknir en einungis 7 verkefni hlutu styrk að þessu sinn. Sjóðurinn hefur úthlutað 64 styrkjum frá upphafi. Félag aldraðra í mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is Ný aðstaða í kjallara • Spennandi viðbót við starfið • Tónlistarmenn aðstoða og fræða Félagsmiðstöðin ból vígir nýja hljómsvEitaraðstöðu Hið árlega Tindahlaup fer fram Í túninu heima • Tímamótasamningur við Ís-Band jeep verður aðalstyrktaraðili Tindahlaup Mosfellsbæjar fer fram laugardaginn 26. ágúst, á bæjarhá- tíðinni Í túninu heima. Hlaupið er krefjandi og skemmtilegt utanvega- hlaup þar sem hægt er að velja um að hlaupa á 1, 3, 5 eða 7 tinda. Á dögunum var skrifað undir styrktarsamning við Jeep á Íslandi en Mosfellingarnir og bræðurnir Pétur Kristján og Októ Þorgrímssynir eru eigendur Ís-Band í Þverholti 6. Jeep er þar með stærsti styrktaraðili hlaupsins en aðstandendur og skipuleggjendur hlaupsins eru Mosfellsbær ásamt björgunarsveitinni Kyndli og blakdeild Aftureldingar. Markmið þeirra sem standa að hlaupinu er að allir geti tekið þátt og skemmtanagildið er ofar öllu. Vegalengdirnar eru fjórar þ.e. 1 tindur (12 km), 3 tindar (19 km), 5 tind- ar (34 km) og 7 tindar (37 km) og ættu því allir að geta fundið vegalengd við hæfi. Góðar drykkjarstöðvar eru á leiðinni, Kyndill og blakdeild Aftureldingar sjá um brautavörslu og tryggja öryggi hlaupara. Metþátttaka var í hlaupinu í fyrra og stefna skipuleggjendur að ennþá stærra og flottara hlaupi í ár. Nú er bara að reima á sig skóna og mæta í Tindahlaupið þann 26. ágúst í heilsueflandi samfélagi. svipmyndir frá kvennahlaupinu á eirhömrum Á dögunum var opnuð ný hljómsveitarað- staða fyrir unga Mosfellinga eftir nokkurra ára hlé. Aðstaðan er á neðri hæð félagsmiðstöðv- arinnar Ból að Varmá. Þar til fyrir nokkrum árum var félagsmiðstöðin með slíka að- stöðu en síðustu ár hefur ekki verið hægt að reka slíkt sökum plássleysis. Fjölmargir tónlistarmenn og hljómsveitir hafa notið góðs af slíkri aðstöðu í gegnum árin og má þar helst nefna Kaleo, Vio og auðvitað miklu fleiri. taka ungu tónlistarfólki fagnandi „Í vor losnaði svo kjallarinn og Varmár- skóli lét plássið eftir til að hægt væri að koma upp slíkri aðstöðu á ný,“ segir Edda Davíðsdóttir tómstundafulltrúi Mosfells- bæjar. Starfmenn Bólsins eru gríðarlega spennt- ir fyrir þessari viðbót við starfið og hlakka til að taka á móti tónlistarmönnunum. Nú þegar hafa tvö bönd hafið æfingar, en gert er ráð fyrir því að allt fari á fullt með haust- inu. Stefnt er að því að 2-3 tónlistarmenn hafi yfirumsjón með starfinu í vetur og aðstoði og fræði þá sem yngri eru. Þeir sem vilja koma og prufa geta haft samband við Dagbjart eða Palla í Vio í gegnum netfangið bolid@mos.is. ÞriggjaárasamstarfssamningurhandsalaðuríhöfuðstöðvumÍs-Band. Blik Bistro • Grill er glænýr og glæsilegur veitingastaður í Kletti, nýrri íþróttamiðstöð Golfklúbbs Mosfellsbæjar, þaðan sem töfrandi útsýni heillar og gerir ljúffengar máltíðir jafnvel enn betri. V E R I Ð V E L K O M I N Staðurinn er opinn alla daga vikunnar í sumar en á sunnudögum er boðið upp á blikandi grill- hlaðborð fyrir aðeins 3.900 kr. á mann og börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum borða frítt. Komdu og njóttu augnabliksins á Bliki. GRILLHLAÐ- BORÐ ALLA SUNNUDAGA 3.900 kr. á mann nú er hægt að æfa ýmiss konar tónlist í kjallara Bólsins Mosfellsbær fagnar 30 ára afmæli í ágúst Þann 9. ágúst næstkomandi verða liðin 30 ár frá því Mosfellsbær fékk kaupstaðarréttindi. Árið 1987 var nafni sveitarfélagsins breytt úr Mosfellssveit í Mosfellsbæ. Íbúar á þeim tíma voru um 3.900 talsins. Í dag eru íbúar orðnir 10.000 talsins og er Mosfellsbær sjöunda stærsta sveitarfélag landsins. Haldið verður upp á afmælið í ágúst með fjöl- breyttri dagskrá frá 9. ágúst og fram yfir bæjarhátíð í lok ágúst. Stefnt er að því að forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, komi í heimsókn á sjálfan afmælisdaginn og taki þátt í hátíðardagskrá tengdu afmælinu. Nánari upplýsingar um dagskrána verður að finna á mos.is í ágúst.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.