Mosfellingur - 29.06.2017, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 29.06.2017, Blaðsíða 8
 - Fréttir úr Mosfellsbæ8 Atvinnusvæði sem verði fullbyggt á næstu 8-12 árum • Kaupverð er 850 milljónir • Deiliskipulag liggur ekki fyrir Reitir kaupa 15 hektara úr landi Blikastaða Reitir fasteignafélag hefur keypt 15 hektara atvinnusvæði úr landi Blikastaða. Selj­endur eru LT lóðir og Arion banki en kaupverð er 850 millj­ónir króna. Stj­órnendur Reita sj­á fram á skort á lóðum fyrir atvinnuhúsnæði og líta til atvinnusvæðisins í landi Blikastaða sem hluta framtíðarlausnar í þeim efnum. Aukin eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði miðsvæðis virðist kalla á að léttur iðnaður og rýmisfrekur rekstur sem þar hefur verið færist utar í borgina. Í landi Blikastaða eru tækifæri til þróunar atvinnuhúsnæðis fyrir fj­ölbreytt fyrirtæki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reitum. Skapar tækifæri til frekari fjárfestinga „Kaupin skapa tækifæri til frekari fj­ár- festinga fyrir Reiti og opna á tækifæri til að bj­óða upp á fleiri valkosti til að upp- fylla húsnæðisþarfir núverandi og nýrra viðskiptavina en áður hefur verið,“ segir Guðj­ón Auðunsson, forstj­óri Reita. „Um er að ræða langtímaverkefni, en gert er ráð fyrir að svæðið allt verði full- byggt á 8-12 árum. Lj­óst er að heildarfj­ár- festing Reita á svæðinu verður veruleg á þessu tímabili en hugsanlega verður hluti landsins seldur til byggingaraðila eða beint til fyrirtækj­a.“ Liggur við mörk Reykjavíkurborgar Atvinnusvæðið í landi Blikastaða liggur við sveitarfélagamörk Reykj­avíkurborgar og Mosfellsbæj­ar. Gert er ráð fyrir að hin nýj­a Borgarlína liggi við Vesturlandsveg- inn. Svæðið afmarkast af Vesturlandsvegi, bæj­armörkum Mosfellsbæj­ar og Reykj­avík- ur, ánni Korpu og framtíðarlegu Korpúlfs- staðavegar. Svæðið hefur verið skilgreint sem verslunar- og þj­ónustusvæði/athafna- svæði í aðalskipulagi Mosfellsbæj­ar. Afhendingardagur verður sex mánuðum eftir gerð kaupsamnings sem skal ganga frá eigi síðar en þann 1. j­úlí. svæðið liggur við sveit­arfé­lagamörk reykjavíkurborgar og mosfellsbæjar Að venj­u veitir Rótarýklúbbur Mosfellssveitar fj­órum nemendum í 4. bekk Lágafellsskóla viðurkenningu fyrir hæfni í samskiptum. Viðurkenningarnar eru afhentar með viðhöfn á skólaslitum. Á myndinni: Alfreð S. Erlingsson, forseti Rótarýklúbbs Mosfellssveitar og Sigríður Johnsen, fyrrverandi skólastj­óri Lágafellsskóla ásamt verðlaunahöfunum Bessa Ólafs- syni, Gabríel Darra Eiríkssyni, Emmu Sigurðardóttur og Maríu Rut Gunnlaugsdóttur. Samskiptaverðlaun Rótarý- klúbbs Mosfellssveitar Mosfellsbær og Ístak hafa undirritað upp- byggingarsamning vegna fyrsta áfanga Helgafellsskóla. Bygging skólans verður stærsta einstaka framkvæmd sveitarfélags- ins á næstu misserum. Heildarstærð hússins verður um 7.300 m² og áætlaður byggingarkostnaður um 3.500 millj­ónir. Skólinn verður byggður í fj­órum áföngum og áætlanir gera ráð fyrir að fyrsti áfangi sem er um 4.000 m² verði tekinn í notkun veturinn 2018-2019. Upp- byggingarhraði mun að einhverj­u leyti taka mið af uppbyggingu hverfisins. Líkan og tölvumyndir af hönnun Helga- fellsskóla er til sýnis í Kj­arna við inngang Bókasafnsins. Á myndinni má sj­á starfshóp frá Mosfells- bæ og Ístak við undirritun samningsins. Undirritun samnings vegna uppbyggingar á Helgafellsskóla Lionsklúbbur Mosfellsbæj­ar og Lionsklúbburinn Úa gáfu hj­ólastólarólu til Reykj­adals í tilefni 100 ára afmælis Lions- hreyfingarinnar. Formenn klúbbanna, Alfa R. Jóhannsdóttir og Bragi Ragn- arsson, afhentu forstöðumanni Reykj­adals, Andrési Baldurssyni, róluna. Er það von klúbbfélaga að rólan komi að góðum notum á þessum skemmtilega sumar- og helgardvalarstað fatlaðra barna og ungmenna. Hlégarður í túninu heima Lions- klúbbar gefa hjóla- stólarólu t­ekið við veglegri gjöf frá lionsklúbbunum í mosfellsbæ Reykjadalur fær gjöf

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.