Mosfellingur - 29.06.2017, Blaðsíða 18

Mosfellingur - 29.06.2017, Blaðsíða 18
Leikskólinn Reykjakot er 70 barna leikskóli og tók til starfa í mars 1994. Skól- inn er staðsettur í náttúrulegu umhverfi svo stutt er að fara með börn- in í fjallgöngur, berjamó eða með nesti í Reykjalundarskóg. Gyða Vigfúsdóttir leikskólastjóri hóf störf á Reykjakoti árið 1998. Hún læt- ur nú af störfum sökum aldurs og segir framtíðina óráðna en það sem hún taki sér fyrir hendur verði örugglega eitthvað skemmtilegt. Gyða er fædd í Reykjavík 1. júlí 1950. For- eldrar hennar eru þau Inga Jenný Guðjóns- dóttir, húsmóðir og handavinnukona, og Vigfús Árnason, hárskeri og kennari. Gyða á tvö systkini, þau Grétu og Árna Guðjón. Laugavegurinn var stór ævintýraveröld „Ég ólst upp í Laugarneshverfinu og síðar á Laugaveginum. Laugarneshverfið bauð upp á mikið frelsi fyrir börn og þar var margt hægt að bralla þó maður væri ungur að árum. Ég man að fyrsta barnapíustarfið mitt var að passa hana Láru litlu þó ég væri bara 6 ára og hún 2 ára. Laugavegurinn var í mínum huga stór ævintýraveröld þar sem alltaf var eitthvað spennandi að gerast. Þegar ég var 10 ára flutti fjölskyldan í Kópavoginn, pabbi hafði byggt þar hús og það má segja að við höfum verið nokkurs konar frumbyggjar.“ Fékk þjálfun í kjötvinnslu „Ég fór í sveit 8 ára að Flatey á Mýrum í Hornafirði. Það var mitt annað heimili öll sumur þangað til ég var 16 ára. Þá tók ég mér frí eitt sumar til að vinna í Kjötbúðinni Borg. Það var mjög lærdómsríkur tími þar sem ég fékk frábæra þjálfun í kjötvinnslu. Þegar ég lít til baka þá man ég sérstaklega vel eftir bók sem mér var gefin, Börn eru besta fólk, eftir Stef- án Jónsson. Þar kom staðfestingin á því að börn eru fólk en ekki bara börn. Ég lít alltaf á þá bók sem fyrsta skrefið í áttina að því að verða leikskólakennari.“ Öðlaðist mikla reynslu á Silungapolli „Ég byrjaði mína skólagöngu í Laugar- nesskóla, þar sem mér þótti gott að vera. Síðan lá leiðin í Austurbæjarskóla, Kópa- vogsskóla og að lokum í verknám í Lind- argötuskóla. Ég held að mér sé óhætt að segja að skólagangan hafi verið svona upp og ofan, enda höfðum við Ásta vinkona nóg að gera við barnapössun. Eftir útskrift fórum við að vinna á barna- heimilinu að Silungapolli og unnum þar í þrjú ár. Þar öðlaðist ég mikla reynslu og kynntist vel þeim erfiðleikum sem fátækir foreldrar stóðu frammi fyrir á þeim tíma.“ Gestur hjá bankastjórum bæjarins Gyða giftist Heiðari Woodrow Jones árið 1968 aðeins 18 ára gömul. Þau eignuð- ust tvö börn, Karenu Jenný og Vigfús Þór. Gyða og Heiðar skildu árið 1979 eftir 11 ára hjónaband. „Eftir skilnaðinn má segja að nýr kafli hafi hafist í lífi mínu. Til að styrkja fjárhaginn fór ég að vinna í Stáliðjunni þar sem ég saumaði áklæði utan um stóla. Örlögin höguðu því svo til að nokkru síðar flutti ég til Seyðisfjarðar þar sem ég tók þátt í að reka steypustöð. Mitt hlutverk fólst aðallega í því að sjá um fjármál og var ég tíður gestur hjá bankastjórum bæjarins.“ Eignaðist marga vini á Tjaldanesi „Eftir Seyðisfjarðarævintýrið flutti ég aft- ur suður og settist á skólabekk í Fóstruskóla Íslands, enda hef ég allt frá barnæsku haft mikinn áhuga á börnum. Eftir útskrift 1987 fór ég að vinna á skóladagheimilinu Ástúni. Um svipað leyti kynntist ég Knúti Birgissyni eiginmanni mínum. Hann starfar nú sem forstöðumaður á Velferðarsviði Reykjavík- urborgar. Við giftum okkur 1992 og höfðum skömmu áður flutt í Mosfellsbæinn. Á þessum tíma hafði ég fengið vinnu sem deildarstjóri og varð síðar forstöðumaður Tjaldanesheimilisins í Mosfellsdal. Ef það er eitthvað sem mér finnst jafn gefandi og að vinna með börn, er það fatlað fólk. Ég eignaðist marga vini á Tjaldanesi og hitti suma þeirra reglulega, þá eru fagnaðar- fundir.“ Lánsöm að hafa frábært starfsfólk „Ég byrjaði að vinna á Reykjakoti árið 1998, sem þá var undir stjórn Maríu skóla- systur minnar. Hún hafði innleitt Hjalla- stefnuna sem Margrét Pála er höfundur að. Þegar María hætti árið 2000 tók Margrét Pála við stjórn skólans og ég varð aðstoð- arleikskólastjóri. Ég lærði mikið af Möggu Pálu og í gegnum árin höfum við hist reglu- lega og borið saman bækur okkar. Ég tók við leikskólastjórastöðunni árið 2002. Á þeim árum sem ég hef stjórnað skólanum hef ég verið svo lánsöm að hafa alltaf frábæru starfsfólki á að skipa, sem hefur lagt sitt af mörkum til að gera Reykja- kot að framsæknum vinnustað.“ Prjónuðum fyrir heimilislausa „Við höfum í sameiningu tekist á við stór verkefni eins og stofnun Varmárdeildarinn- ar og Leirvogstunguskóla og eins höfum við unnið mörg þróunarverkefni. Samfélagsverkefnin eru nokkur, t.d. prjónuðum við fyrir Mæðrastyrksnefnd og heimilislausa. Við tókum þátt í verk- efni með leikskólanum að Hlaðhömrum sem við kölluðum Jólakassar fyrir börn á Íslandi. Síðast en ekki síst hafa Reykjakots- systur farið í námsferðir til útlanda.“ Allur matur eldaður frá grunni „Nýjustu verkefnin okkar eru ekki síður spennandi. Heilsueflandi leikskóli á vegum Embættis landlæknis er verkefni, sem að- stoðarleikskólastjórinn minn, Hildur Helga Sævarsdóttir, sér um. Það var mikill happafengur að fá hann Einar H. Ólafsson til starfa í eldhúsið okk- ar. Hann er mikill eldhugi og eftir að hann byrjaði var hafist handa við að endurskoða alla matseðla, hvort þeir uppfylltu holl- ustuþarfir barnanna. Ég tók þá ákvörðun að leyfa sköpunarkrafti og athafnaþrá Einars að njóta sín. Í dag er allur matur eldaður frá grunni og hugað að hollustu. Að síðustu má nefna verkefni sem heitir Garðrækt með Ömmu náttúru og er í umsjá Jóhönnu B. Magnúsdóttur.“ Framtíðin óráðin Nú er komið að tímamótum og lætur Gyða af störfum í ágúst sökum aldurs. „Ég hef átt gott og farsælt samstarf við stjórn- sýslu bæjarins og mig langar að nota tæki- færið og þakka sérstaklega Birni Þráni fyr- ir allan hans stuðning og traust sem hann hefur sýnt mér alveg frá upphafi. Ekki má gleyma að þakka öllum dásam- legu börnunum sem hafa verið hjá okkur í gegnum tíðina því án þeirra væri Reykja- kot ekki sá yndislegi staður sem hann er. Við fylgjumst grannt með afrekum þeirra í lífinu og erum sannfærð um að þegar eitt- hvert þeirra skarar fram úr er það allt upp- eldinu á Reykjakoti að þakka,“ segir Gyða og brosir. „Ég er enn sannfærðari en nokkru sinni að börn eru besta fólk. Framtíð mín er óráðin en það sem ég tek mér fyrir hendur verður örugglega eitthvað skemmtilegt.“ - Mosfellingurinn Gyða Vigfúsdóttir18 Fjölskyldan. Efri röð: Arnar Þór, Karen Jenný, Þórhildur Gyða, Knútur, Gyða, Vigfús Þór og Amornrat. Neðri röð: Jakob Þór, Kristófer og Jasmin. MOSFELLINGURINN Eftir Ruth Örnólfsdóttur ruth@mosfellingur.is Myndir: Ruth Örnólfsdóttir og úr einkasafni. Ég tók við leikskólastjóra- stöðunni árið 2002. Á þeim árum sem ég hef stjórnað skól- anum hef ég verið svo lánsöm að hafa alltaf frábæru starfsfólki á að skipa. Gyða Vigfúsdóttir leikskólastjóri lætur af störfum á Reykjakoti í ágúst eftir að hafa starfað þar í rúm 19 ár HIN HLIÐIN Hverju myndir þú breyta á Íslandi ef þú ættir þess kost? Ég hef alltof oft orðið vitni að því á undanförnum árum að ungir foreldrar missi húsnæðið sitt. Ef ég gæti einhverju breytt myndi ég tryggja að allir hefðu þak yfir höfuðið. Trúir þú á tilviljanir? Nei, ég trúi að æðri máttarvöld komi oftar við sögu en okkur grunar. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Handvinna og samvera með bútasaumshópnum mínum á Reykjakoti. Svo finnst mér ofsalega gaman að fara til Ameríku og heimsækja dóttur mína hana Karen, Arnar tengdason minn og Jakob ömmustrák. Lýstu þér í þremur orðum. Ég er já- kvæð, umburðarlynd og ákveðin, kannski svolítið frek eins og mamma sagði alltaf. Hvernig slakar þú best á? Þegar ég kem heim til mín eftir vinnu set ég símann minn á silent og fæ mér kríu, óbrigðult ráð. Hefur þú hent einhverju sem þú sérð rosalega eftir? Eftir að ég henti babú- bílnum hans Fúsa míns fyrir meira en 30 árum hef ég ekki hent neinu. Ég held hann sé ekki ennþá búinn að jafna sig. Fallegasti staður í Mosfellsbæ? Reykjakot, ekki spurning. Börn eru besta fólk gyða og grána í flatey 15 ára í lindar- götuskóla 3 ára snót

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.