Mosfellingur - 29.06.2017, Blaðsíða 20

Mosfellingur - 29.06.2017, Blaðsíða 20
Þökkum fyrir stuðninginn Trans tlantic SPORT 3. flokkur karla í knattspyrnu á leið á Costa Blanca Cup á Benidorm MERKIÐ OG HLEKKIR Í L I TAPALLETTU PANTONE 7409 CMYK 0 - 30 - 95 - 0 RGB 251 - 202 - 0 PANTONE 5395 CMYK 100 - 44 - 0 - 76 RGB 0 - 25 - 85 LITIR - Bókasafnsfréttir20 Íslenska ullin er einstök Íslenskt sauðfé hefur gefið Íslendingum skjólmikla ull sem náttúran hefur þróað eftir veðri og vindum í meira en 1000 ár. Ný sýning var opnuð í Listasaln- um sunnudaginn 25. júní og ber heitið Það sem er ósagt. Lista- maðurinn er Halla Birgisdóttir. Á þessari sýningu veltir hún fyrir sér því sem er ósagt, því sem er lesið á milli lína og því sem er gefið í skyn. Sýningin er opin á sama tíma og Bókasafnið og stendur til 29. júlí. Ævar vísindamaður kom í heimsókn í 5. bekk í Lágafellsskóla í vetur áður en nemendur fóru í eðlisfræðiþema. Nemendur urðu mjög áhugasamir um vísindi og tilraunir og ekki síður um Ævar vísindamann. Þau sendu honum teikningar af honum sem þakklætisvott fyrir komuna. Ævar varð svo glaður að hann kom aftur til að lesa fyrir nokkra árganga skólans upp úr nýjustu bók sinni við mjög góðar undirtektir. Embla Maren Gunnarsson úr 3. bekk var ein af vinningshöfum í lestrarátaki Ævars vís- indamanns og fékk að launum nafn sitt á eina persónu bókarinnar. Bókasafn Mosfellsbæjar Bókaverðlaun barnanna Bókasafn Mosfellsbæjar Gaman á ritlistarnám- skeiði hjá Gerði Kristnýju Gleði við „útskriftina“ en á myndina vantar þó nokkra sem ýmist voru að hlaupa í Color Run eða í bústað. Listasalur Mosfellsbæjar Það sem er ósagt 29 hressir krakkar hafa skrifað, skrafað, myndskreytt og lesið upp sögur sínar og ljóð á þriggja daga námskeiði á vegum Bókasafnsins undir stjórn Gerðar Kristnýjar. Gerður Kristný var hjá okkur í annað sinn enda sló hún í gegn í fyrra og voru margir krakkanna mættir aftur til að læra enn meira. Á laugardeginum, síðasta deginum, var for- eldrum boðið að koma og hlusta á afraksturinn. Það var vel mætt og uppskáru krakkarnir lófaklapp gestanna að loknum upplestri. Takk krakkar fyrir skemmtilega daga! Á hverju ári er börnum gefinn kostur á að velja sínar uppáhaldsbækur. Við í Bóka- safninu fengum skólana í lið með okkur og nú var í fyrsta skipti líka boðið upp á að kjósa rafrænt. Þær bækur sem voru í mestu uppáhaldi er hægt að sjá á heimasíðunni okkar www. bokmos.is en þrjár þær vinsælustu eru: Vélmennaárásin, Lóa! – ástarsæla og Ís- drekinn Blossi úr Óvættafarar-seríunni. Þrír heppnir úr grunnskólunum fengu bók og gjafabréf í ísbúð fyrir þátttökuna. Þeir hafa nú allir sótt bækurnar sínar. Hinir heppnu eru Bjarni Freyr 6 ára, Saga Dimmey 9 ára og Stefanía 8 ára. Þetta eru duglegir krakkar sem hafa nóg fyrir stafni í sumar og þar á meðal að lesa. Bestu þakkir öll fyrir þátttökuna og sjáumst í safninu í sumar. bjarni freyr saga dimmey stefanía Sumarlesturinn er hafinn og nú sem endranær eru krakkarnir duglegir að taka þátt. Þemað í sumar er himingeim- urinn með öllum sínum litskrúðugu plánetum, geimverum og geimskipum. Krakkarnir skreyta safnið með því að hengja upp fallegar geimmyndir í netið í barnadeildinni. Í síðustu viku komu krakkar úr Krikaskóla í heimsókn og skráðu sig í Sumarlesturinn. Þau ætla að vera dugleg að lesa í sumar. Bókasafn Mosfellsbæjar Sumarlesturinn hafinn 5. bekkingar í Lágafellsskóla áhugamir um vísindi ævar í heimsókn í skólanum Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, föstudaginn 18. ágúst. Blaðið verður tileinkað Bæjarhátíðinni næsta blað kemur út: 22. ágúst

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.