Mosfellingur - 07.09.2017, Blaðsíða 2

Mosfellingur - 07.09.2017, Blaðsíða 2
Áfram Afturelding Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is) Í þá gömlu góðu... héðan og þaðan BRÚaRLanD—VaRMÁRSKÓLI Þessi ágæta ljósmynd sýnir hóp barna, sem eru fædd árið 1950, flest í Mosfellssveit. Þau hófu skólagöngu sína í Brúarlands- skóla - sennilega í Klörustofu í kjallaranum, en voru síðan meðal fyrstu nemenda í nýbyggðum Varmárskóla. Nú er þessi fríði hópur að nálgast eftirlaunaaldurinn. Dagbækur skólanna geyma miklar heimildir um skóla- sögu Mosfellssveitar og Mosfellsbæjar. Athygli vekur að ekkert barn- anna er skráð við íbúðargötu. MOSFELLINGUR www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is Næsti Mosfellingur kemur út 28. september Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is Ritstjórn: Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Upplag: 4.000 eintök. Dreifing: Pósturinn. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Ingibjörg Valsdóttir Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag. Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti. Ég held að ég verði að hrósa Mosfellingum fyrir þátttökuna á bæjarhátíðinni. Ótrúlegt að sjá hvað fólk hélt sínu striki á laugardeginum þrátt fyrir suddaveður yfir miðjan daginn. Ótrúleg óheppni að þessi dagur hafi orðið fyrir valinu hjá veðurguðunum. Aldrei hafa fleiri boðið heim í garðinn sinn til að hlusta á hina og þessa listamenn. Allt fór þetta fram og fólk bauð einfaldlega veðrinu byrginn. Metfjöldi mætti hins vegar í fínu veðri í Álafosskvos á föstudags- kvöld og tók þátt í brekkusöng og almennri gleði. Þá er gaman að sjá tvær íþrótta-keppnir blómstra þessa helgina. Tindahlaupið hefur fest sig rækilega í sessi og nú bættist Fellahringurinn við. Þar er keppt á fjallahjólum en í báðum tilfellum er farið um ósnortna náttúruna sem við eigum hér í kring. Þetta rímar vel við það heilsusamfé- lag sem við viljum búa í. Höldum okkar striki Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings www.isfugl.is Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali - Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2 Frá vinstri: Ebeneser Þorláksson, Dælustöð, Magnús H. Magnússon, Sveinsstaðir, Bjarni Ásgeirsson, Reykir, Rúnar Jakobsson, Norður-Reykir, Ragnar Petersen, Ásulundur, Kristinn B. Magnússon, Reykjabraut, Ríkharður Jónsson, Helgafell, Jakob Kristjánsson, Reykjahlíð, Gísli J. Gíslason, Lyngási, Garðar Haraldsson, Markholti, Baldur Sigurðsson, Reykja- dalur, Guðmundur Gr. Norðdahl, Úlfarsfell, Sigríður Erlendsdóttir, Hamrar, Ingibjörg Leósdóttir, Leirvogstunga, Þuríður Guðjónsdóttir, Helgadalur, Guðbjörg Helga Bjarnadóttir, Fellsmúli, Katrín Ólafsdóttir, Akrar, Ásta Jónsdóttir, Reykir, Helga G. Aðalsteinsdóttir, Korpúlfsstaðir, Kristín Hjördís Leósdóttir, Hlíðartún.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.