Mosfellingur - 07.09.2017, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 07.09.2017, Blaðsíða 6
Eldri borgarar Þjónustumiðstöðin Eirhömrum Fram undan í FélagsstarFinu lJÓsÁlFar - BasarHÓPur Vilt þú vera með okkur í hóp að gera fallega muni fyrir basarinn sem verður 18. nóv. 2017? Ef svo er þá erum við alla þriðjudaga kl. 13:00 á Eirhömrum að skemmta okkur saman og hlæjum mikið og töfrum fram fallega muni. Efni er útvegað á staðnum og er því ekkert nema að mæta með góða skapið, allir velkomnir að vera með. Hlökkum til að sjá ykkur öll :) Famos dagskrá Vatnsleikfimi lágafellslaug Mánudaga kl. 11:50 Miðvikudaga kl. 13:25 Föstudaga kl. 11:20 Þjálfari Karin Mattson ringó Varmá Þriðjud. kl. 11:30 og fimmtud. kl. 11:00 Boccia Varmá þriðjudaga kl. 10:00 dansleikfimi Varmá Verður auglýst síðar. Nýir félagar velkomnir. Íþróttanefnd FaMos tréútskurðar- námskeið Nokkur pláss laus á námskeiðið í tréútskurði. Kennari Stefán Haukur. Skráningar á elvab@mos.is lEiKFimi FYrir Eldri BOrgara Byrjar fimmtudaginn 7. sep. Kennari er Karin Mattson og verða tveir hópar. Hópur 1 kl 10:45 áhersla á aðeins léttari leikfimi, hentar vel veikburða fólki og fólki með grindur Hópur 2 11:15 almenn leikfimi, fyrir þá sem eru í ágætisformi. Leikfimin er gjaldfrjáls og er liður í því að búa í Heilsueflandi samfélagi Mosfellsbæ. Kennt er í leikfimisalnum á Eirhömrum. Öllum velkomið að mæta og vonum við svo sannarlega að fólk nýti sér leikfimina. - Fréttir úr bæjarlífinu6 Félag aldraðra í mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is Sigraði í hinni árlegu sultukeppni í Dalnum Árleg sultukeppni fór fram á græn- metismarkaðnum í Mosskógum laugardaginn 26. ágúst. Alls bárust 18 sultur í keppnina og verkefni dómnefndar því ekki öfundsvert. Sigurvegari að þessu sinni var Sigurbjörg Snorradóttir en hún átti einnig sultuna sem endaði í þriðja sæti. Á myndinni hér að ofan má sjá Sigurbjörgu klyfjaða verðlaunum eftir daginn. Krefja Mosfellsbæ um 38 millj­ónir Eigendur íbúða við Ástu-Sóllilju- götu 1-7 í Mosfellsbæ haft lagt fram sáttatillögu til bæjarins vegna byggingaframkvæmda við Gerplustræti, sem þeir telja að rýri verðgildi eigna þeirra. Þeir leggja til að bærinn greiði þeim 38 milljónir í skaðabætur og bjóðast þá til að falla frá öllum frekari kröfum. Deilurnar snerust fyrst um sinn um breytingu á deiluskipulagi en snúast nú aðallega um tilfærslu á innkeyrslu á bílastæði fyrir íbúðirnar. Þá greinir aðila á um hvort fjölbýlishúsið sem verið er að byggja við Gerplustræti sé þrjár eða fjórar hæðir. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar hefur útnefnt Davíð Þór Jónsson píanóleikara og tónskáld bæjarlistamann Mosfellsbæjar. Viðurkenningin var afhent við hátíðlega athöfn í Hlégarði á bæjar- hátíðinni Í túninu heima. Davíð Þór hefur verið búsettur í Álafosskvos síðan 2013 en er fæddur á Seyðisfirði 1978. Davíð Þór er fjölhæfur og skapandi lista- maður með sérstaka ástríðu fyrir spunatónlist. Hann hefur frá unga aldri leikið með allflestum þekktari tónlistarmönnum landsins og spilað á tónlistarhátíðum um heim allan. Hann stundaði nám í Tónlistarskóla FÍH og útskrifaðist vorið 2001. Árið eftir gaf hann út sína fyrstu sólóplötu, Rask. Auk þess að vera afkastamikill sem hljóðfæraleikari á margvísleg hljóðfæri, píanóleikari, tónskáld, útsetjari og upptökumaður fyrir fjölda tónlistamanna hefur hann einnig unnið náið með sviðs- listafólki, myndlistarmönnum, fyrir leikhús, við útvarpsleikrit og sjónvarpsverk. Vill láta gott af sér leiða í heimabyggð Davíð Þór hefur hlotið margvísleg verðlaun, til dæmis Íslensku tónlistarverðlaunin og Grímuverðlaunin, auk þess sem tónlist hans úr kvikmyndinni Hross í oss hefur verið verðlaunuð á kvikmynda- hátíðum í Evrópu. Í umsögn menningarmálanefndar Mosfellsbæjar segir að Davíð Þór sé vel að viðurkenningunni kominn og nefndin hlakkar til sam- starfs við hann. Hann sé fjölhæfur og hæfileikaríkur tónlistarmaður sem vill gjarnan hafa áhrif og láta gott af sér leiða í heimabyggð. Davíð Þór Jónsson er bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2017 Fjölhæfur og skapandi tónlistarmaður Davíð þór ásamt fjölskylDu sinni og fulltrúum úr menningarmálanefnD 1995 Skólahljómsveit Mosfellsbæjar 1996 Leikfélag Mosfellssveitar 1997 Inga Elín Kristinsdóttir 1998 Sigrún Hjálmtýsdóttir 1999 Sigurður Þórólfsson 2000 Karlakórinn Stefnir 2001 Sigur Rós 2002 Anna Guðný Guðmundsdóttir 2003 Steinunn Marteinsdóttir 2004 Guðrún Tómasd. og Frank Ponzi 2005 Símon H. Ívarsson 2006 Jóhann Hjálmarsson 2007 Ólöf Oddgeirsdóttir 2008 Guðný Halldórsdóttir 2009 Sigurður Ingvi Snorrason 2010 Jón Kalman Stefánsson 2011 Bergsteinn Björgúlfsson 2012 Páll Helgason 2013 Ólafur Gunnarsson 2014 Kaleo 2015 Leikfélag Mosfellssveitar 2016 Greta Salóme Stefánsdóttir 2017 Davíð Þór Jónsson Bæjarlistamenn mosfellsBæjar Þverholti 2 | 270 Mosfellsbær | mos.is MOSFELLSBÆR – HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG GEGN OFBELDI Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar Verður haldinn hátíðlegur í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar / FMOS mánudag 18. september 2017 kl. 15.30-18.00 DAGSKRÁ 15.30 Ávarp Theodór Kristjánsson formaður fjölskyldunefndar og bæjarfulltrúi 15:40 Birtingarmynd ofbeldis Þorbjörg Inga Jónsdóttir hrl. og varaformaður fjölskyldunefndar 16:00 Aðkoma lögreglu að kynbundnu ofbeldi Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins 16:20 Stígamót – Karlar sem brotaþolar Hjálmar Gunnar Sigmundsson ráðgjafi 16:40 Kvennaathvarfið –tölum um ofbeldi Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra 17:00 Bjarkarhlíð – fyrir alla 18 ára og eldri sem hafa orðið fyrir ofbeldi Ragna Guðbrandsdóttir verkefnastjóri 17:20 Gegn ofbeldi-Pallborð Theódór Kristjánsson formaður fjölskyldunefndar, Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður fjölskyldu- nefndar, Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfs,Sandra Kristín Davíðsd Lynch nemandi FMos og Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs. 17:50 Ávarp bæjarstjóra og afhending jafnrétttisviðurkenningar Mosfellsbæjar Haraldur Sverrisson bæjarstjóri 18.00 Dagskrárlok Fundarstjóri: Anna Sigríður Guðnadóttir bæjarfulltrúi Allir íbúar Mosfellsbæjar og aðrir áhugasamir um jafnréttismál eru velkomnir á fundinn. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG Mosfellsbær Nú eru hafnar æfingar í Bæjarleikhúsinu á sýningu sem er samstarfsverkefni tónlist- arskólans og leikfélagsins. Sýningin kallast „Allt önnur Ella“ og er að mestu byggð á tónlist Ellu Fitzgerald. Leikhúsinu verður breytt í jazzklúbb á sjöunda áratugnum og tónlistaratriði flétt- ast saman við leikin atriði. Leikhúsgestir sitja við borð í salnum og upplifa kvöld- stund þar sem þeir ferðast aftur í tímann, njóta góðrar tónlistar og verða vitni að ýms- um fyndnum og skemmtilegum atvikum. Leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir og um tónlistarstjórn sjá Sigurjón Alexandersson og Heiða Árnadóttir. Frumsýning verður föstudaginn 29. september kl. 20 og sýn- ingar verða á föstudögum. Miðasala er í síma 566-7788. Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með undirbúningi á Facebook, Instagram og Snapchat. Allt önnur Ella frumsýnd í lok mánaðar • Samstarfsverkefni með tónlistarskólanum bæjarlEikhúsinu brEytt í jazzklúbb stunDaskrá vetrarins á bls. 29

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.