Mosfellingur - 07.09.2017, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 07.09.2017, Blaðsíða 8
Lýðheilsugöngur alla miðvikudaga Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands verða á öllu landinu nú í september og eru einn af hápunkt- unum í glæsilegri afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga í septembermán- uði kl. 18:00. Þetta eru fjölskyldu- vænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. Í Mosfells- bæ verður farið í óvissuferðir úr Álafosskvos auk þess sem gengið verður á Úlfarsfell frá bílastæðinu við Hamrahlíðarskóg. Göngurnar hefjast kl. 18:00 næstu miðvikudaga. Nánar á www.fi.is/lydheilsa. Vel gengur að leggja hitaveitu um Kjósina Búið er að hleypa á annan áfanga dreifikerfis Kjósarveitna, af fjórum. Legginn frá Hvassnesi að Baulu- brekku niður að Hvammsvík, um Ásgarð að Káraneskoti og fram hjá Félagsgarði að Laxárnesi. Þar með geta 270 frístundahús og 65 íbúð- arhús tengst hitaveitu eða 77,5% af þeim sem hafa sótt um hitaveitu. Gröfutækni og þeirra verktakar eru þegar byrjaðir með stofnlögnina um þriðja áfanga dreifikerfisins sem liggur frá Eilífsdal, um Miðdal, Morastaði og niður að Kiðafelli. Jón Ingileifs og hans hópur er að leggja lokahönd á hitaveitulagnir í Hömrum og Efri-Hlíð, á sumar- húsasvæðinu Valshamri. Gert er ráð fyrir að þann 30. nóvember verði búið að leggja dreifikerfi fyrir hitaveitu og ljósleiðara um allan þann hluta sveitarinnar sem farið verður um að sinni. Kjölur tekur í notkun nýjan bíl á Kjalarnesi Björgunarsveitin Kjölur tók á dögunum nýjan bíl í notkun, Toyota Landcruiser 150, árgerð 2017. Bíllinn er á 33“ dekkjum, búinn loft- læsingum, forgangsljósum, tetra- og vhf fjarskiptum. Búnaður bílsins hentar vel í vettvangshjálpar- og almenn björgunarsveitarverkefni. Bíllinn mun leysa af hólmi 11 ára gamlan Hundai H1 og bera sama kallmerki, Kjölur 2. Þá hefur sveitin fengið að gjöf tvö fjallareiðhjól frá GÁP. Góð reynsla er af notkun reið- hjóla við leitar- og gæsluverkefni. - Fréttir úr bæjarfélaginu8 Blásið var til ljósmyndasamkeppni í tilefni 30 ára afmælis Mosfells- bæjar. Þema keppninnar var „Bærinn minn“ og voru fjölmargir sem sendu inn skemmtilegar myndir. Tilkynnt var um sigurvegara á bæjarhátíðinni Í túninu heima en það var Áslaug Elín sem átti bestu myndina að þessu sinni. Dómnefnd var sammála um að myndin væri falleg, björt og litrík. Hún væri lýsandi fyrir náttúru, umhyggju, fjölskyldu, útivist, gleði, kærleik og sveit í bæ. Hún félli því vel að þeim gildum sem Mos- fellsbær stendur fyrir. Áslaug fékk prentara að gjöf frá Nýherja Hin árlega heilsumessa í Mosfellsbæ fer fram helgina 15.-17. september. Heimsljós fer fram í Lágafellsskóla og er opið laugar- dag kl. 11-17 og sunnudag kl. 11-18:30. Það er Mannræktarfélag Íslands sem heldur utan um fram- kvæmd Heimsljós messunnar sem haldin hefur verið frá árinu 2010. Stjórnendur messunnar eru Vigdís Steinþórsdóttir og Guðmundur Konráðsson. „Við komum saman og nærum líka og sál. Fjölmargir flottir fyrirlestrar verða í boði og óvenju margir aðilar munu gefa prufutíma í alls kyns meðferðir,“ segir Vigdís. „Þá koma fjölmargir til að kynna og selja varning, spennandi hlutir í hugleiðsluherberginu og ekki má gleyma heilsumatnum hennar Dóru á Culina.“ Dagskrá helgarinnar má sjá á vefsíðunni www.heimsljos.is. Heimsljós 2017 fer fram 15.-17. september Árleg heilsu- messa haldin í Lágafellsskóla Mæðgur taka við verðlaunuM sigurMyndin í ár tekin við leirvoginn Ljósmyndasamkeppni á 30 ára afmæli Mosfellsbæjar • Þemað „bærinn minn“ Áslaug Elín átti bestu myndina Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ í samvinnu við TM afhenti öllum börnum í 1. og 2. bekk í grunnskólum Mosfellsbæj- ar endurskinsvesti til eignar síðastliðinn þriðjudag. Göngum í skólann Endurskinsvestin eru afhent í tengslum við verkefnið Göngum í skólann og eru mikilvægur liður í öryggismálum yngstu grunnskólanemendanna sem eru að byrja að ganga, hjóla eða ferðast á annan virkan hátt í skólann. Mosfellsbær biðlar til foreldra að hvetja börnin til að nota virkan ferðamáta til og frá skóla, finna með þeim öruggustu leiðina og hjálpa þeim að muna eftir endurskinsvest- inu til að auka á öryggi þeirra í umferðinni í vetur. Vel upplýst í skammdeginu Öryggismál eru stór hluti af því að byggja upp Heilsueflandi samfélag hér í bæ og vonast Heilsuvin og Mosfellsbær, sem standa að verkefninu, eftir því að vestin stuðli að því að yngstu nemendurnir verði vel upplýstir þegar skyggja tekur. Átakið Göngum í skólann farið af stað • Mosfellsbær gefur yngstu nemendunum vesti Fengu endurskinsvesti að gjöf Börn í varMárskóla í nýju vestunuM Ólöf Sívertsen verkefnastjóri Heilsueflandi samfélags og Haraldur bæjarstjóri með kátum krökkum.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.