Mosfellingur - 07.09.2017, Blaðsíða 10

Mosfellingur - 07.09.2017, Blaðsíða 10
 - Fréttir úr Mosfellsbæ10 Sunnudagaskólinn er alla sunnudaga kl. 13:00 í Lágafellskirkju Ljúf fjölskyldustund í kirkjunni okkar Umsjón: Hreiðar Örn og Þórður organisti Nýsköpunarfyritækið Anitar er komið langt með þróun á örmerkjalesara til að auðvelda skráningu og utanumhald hús- dýra. Lesarinn ber heitið The Bullet og er notaður samhliða snjallsímaforriti. Með þessari samsetningu á lesaranum og snjallsímaforritum verður hægt að skanna og vinna með upplýsingar um fjölda dýra, svo sem hesta, hunda og svín. Byggt á eigin reynslu Mosfellingurinn Karl Már Lárusson er stofnandi Anitar: „Ég var úti í haga að sækja hest og sá þá menn sem voru í erfiðleikum með að finna réttan hest. Mér þótti fyndið að fylgjast með þessu en karmað bítur mann yfir- leitt í bakið og ég rölti í burtu með rangan hest þennan sama dag. Í ljósi reynslunnar ákvað ég að setja saman hóp fólks og reyna að finna einfalda lausn á vandamálinu.“ Hópfjármögnun komin langt Nú stendur yfir hópfjármögnun á vefsíðunni Kickstarter.com og vonast Karl til að safna 40.000 dollurum svo hægt sé að hefja framleiðslu. Hægt er að styðja við verkefnið og forpanta eintak af örmerkjalesaranum til 8. september. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.anitar.is en Anitar stendur fyrir Ani- mal Intelligent Tag Reader. Anitar stendur fyrir hópfjármögnun á örmerkjalesara Nýjung í lestri örmerkja í dýrum Karl Már Lárusson Með því að tengja örmerkjalesarann við snjallsíma er hægt að vinna með upplýsingar um búfénað. hugbúnaður sem léttir lífið Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir hefur gefið út dagbók sem hún nefnir Heilsudagbókin mín. Í vor hlaut Anna Ólöf þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellbæjar fyrir það verkefni. „Ég var búin að ganga með þessa hug- mynd í maganum í langan tíma og var búin að gera margar útfærslur af bókinni áður en endanleg útkoma varð til. Heilsudagbókin er heildræn nálgun á bættar lífsvenjur, þar sem lögð er áhersla á hreyfingu, mataræði og ekki síst huglæga eða andlega vinnu,“ segir Anna Ólöf en heilsudagbókin er 6 vikna ódagsett dagbók. Hlaut þróunar- og nýsköpunar- viðurkenningu Mosfellsbæjar „Það skipti mig miklu máli að hljóta þessa viðurkenningu, þá aðallega að fá jákvæð viðbrögð á bókina. Ég hannaði bók- ina í rauninni sem verkfæri fyrir mig til að öðlast betri heilsu og þannig aukin lífsgæði. Það er því ánægjuleg viðbót ef bókin getur hjálpa öðrum. Bókin er einföld í notkun og hentar í raun öllum sem langar að bæta líf sitt. Lögð er áhersla á að fólk fari aðeins inn á við og finni hvað það er sem það vill fá út úr lífinu og hvað það er sem raunverulega veitir meiri hamingju.“ Frábærar viðtökur „Ég ákvað til að byrja með að selja bókina í gegnum Facebook-síðuna Heilsudagbókin mín, en svo stefni ég á koma henni í sölu á einhverjum útsölustöðum. Bókin kostar kr. 2.900 en verður á kynningartilboði til 15. september á aðeins 2.500 kr. Ég er eiginlega orðlaus yfir viðtökunum sem bókin hefur fengið. Ef einhverjir hafa áhuga á að vita meira eða jafnvel verða sér út um Heilsudagbók þá endilega haf- ið samband við mig,“ segir Anna Ólöf að lokum. Sex vikna ódagsett dagbók • Áhersla á bættar lífsvenjur Anna Ólöf gefur út heilsudagbók Störf við liðveislu VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir starfsmönnum til að annast liðveislu fyrir fötluð börn og ungmenni. Markmið liðveislu er að efla einstaklinga til sjálfshjálpar, veita þeim persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð til að njóta menningar og félagslífs. Vinnutíminn er eftir samkomulagi. Um fjölbreytt hlutastarf er að ræða og verkefnin áhugaverð og lærdómsrík. Mikilvægt er að liðveitandi búi yfir lipurð í mannlegum samskiptum, sveigjanleika, stundvísi og áreiðanleika. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Áhugasamir hafi samband við Kristbjörgu Hjalta- dóttur hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar í síma 525-6700, netfang khjalta@mos.is heilsudagbókin mín lítur dagsins lJós

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.