Mosfellingur - 07.09.2017, Blaðsíða 24

Mosfellingur - 07.09.2017, Blaðsíða 24
 - Fréttir úr bæjarlífinu24 Svefn er ein af grunnstoðum andlegrar og líkamlegrar heilsu, en er sá þáttur sem við sinnum því miður allt of illa. Börn og unglingar þurfa um 9-11 klukkustunda svefn á sólarhring en fæst þeirra, sér í lagi unglingarnir, ná þeim tíma. Viðvarandi svefnleysi hefur marg- vísleg áhrif á heilsu og hugræna færni. Svefnleysi hefur neikvæð áhrif á minni og einbeitingu og eykur líkur á því að barn þrói með sér kvíða og þunglyndi. Viðvarandi svefnleysi hefur einnig áhrif á líkamlega heilsu, því vansvefta börn og unglingar eru líklegri til að hreyfa sig minna og eru þar af leiðandi líklegri til að vera í ofþyngd. En hvað er til ráða? Það er tvennt sem er mikilægt að hafa í huga og það er skjánotkun og neysla sykurs og koff- íns. Röskun á svefni hjá börnum tengist oftar en ekki tölvu og snjallsímanotkun og því er gríðarlega mikilvægt að koma á ramma í kringum þann þátt ef koma á reglu á svefninn. Fyrir utan það hvað þessi tæki eru mikill tímaþjófur og halda viðkomandi vakandi lengur en ætlunin er, þá hefur birtan frá skjánum þau áhrif að koma í veg fyrir að svefnhormón fari af stað á tilsettum tíma. Þessi seinkun hefur neikvæð áhrif á gæði svefns, en til að birtan hafi ekki áhrif á svefn þarf að hætta skjánotkun 1-2 tímum fyrir svefn- tíma. Annað sem er mikilvægt að hafa í huga er neysla sykurs og koffíns. Allt of algengt er að unglingar drekki að stað- aldri drykki sem innihalda gríðarlega mikið magn bæði sykurs og koffíns, en bæði eru þetta örvandi efni sem koma í veg fyrir að við náum að festa svefn. Nýverið kom úr bókin Svefn eftir Dr. Erlu Björnsdóttur sem vert er að skoða til að fræðast meira um svefn og mik- ilvægi hans varðandi almenna heilsu, ekki bara barna og unglinga, heldur okkar allra. „Dvel ég í draumahöll...“ SkólaSkrifStofa moSfellSbæjar Skóla hornið Bubbi með tónleika í Lágafellskirkju Nú í haust mun Bubbi Morthens leggja land undir fót með kassagítarinn og koma fram víðsvegar um landið. Þetta hefur Bubbi gert í hartnær 40 ár og lætur sitt ekki eftir liggja þetta árið. Frá september og fram í nóv- ember mun hann koma fram á tæplega 20 tónleikum. Hann mun flytja lög af nýrri plötu í bland við eldra efni. Bubbi heldur tónleika í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ laugardaginn 23. september kl. 20:30 og fer miðasala fram á www.midi.is Tónleikaferðin kallast Túngumál sem er einmitt titillinn á nýjustu plötu Bubba sem kom út á afmælisdaginn hans 06.06.17. Plat- an hefur fengið fádæma góðar undirtektir og vilja gagnrýnendur meina að þetta sé ein af hans allra bestu plötum. Þjóðlög og singalong í hádeginu Arnhildur Valgarðsdóttir organisti kemur fram í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 7. september. Um er að ræða fyrstu tónleika haustsins í tónleikaröðinni „Á ljúfum nótum“. Undirtitill tónleikanna er: þjóðlög, píanó og singalong. Tónleikarnir fara fram kl. 12 á hádegi og standa í hálftíma. Aðgangseyrir er 1.500 kr. Arnhildur mun leika á píanó og spila þrjú lög í útsetningu Ríkarðar Arnar Pálssonar. Einnig verður sungið og verður gestum boðið að taka undir, textablöð á staðnum. hefur þú tíma aflögu? Rauða krossinn í Mosfellsbæ vantar fleiri sjálfboðaliða! Það vantar aðstoð við heimanám grunnskólabarna, að- stoð við enskukennslu fyrir hælisleitendur, heimsókna- vini, gönguvini og aðstoð á skiptifatamarkaðnum. Nánari upplýsingar: hulda@redcross.is eða í síma 564 6035. Aðalmerki | Samsetning | Mosfellsbæ Settar hafa verið upp tvær hleðslustöðvar fyrir rafbíla í Mosfellsbæ. Önnur er stað- sett við íþróttamiðstöðina Lágafell og hin við íþróttamiðstöðina að Varmá. Sú þriðja verður sett upp innan skamms við Fram- haldsskólann í Mosfellsbæ. Stöðvarnar eru merktar Mosfellsbæ og Ísorku, sem er í eigu Íslenska gámafélags- ins. Þær eru snúrulausar og af gerðinni Circontrol eVolve og eru 2x22 kW AC. Mosfellsbær og Íslenska Gámafélagið undirrituðu í sumar samning til þriggja ára um að Íslenska Gámafélagið setji upp og reki þrjár hleðslustöðvar sem geta hlað- ið allar gerðir rafbíla á Íslandi. Áætluð verk- lok voru í janúar 2018 en uppsetning stöðv- anna hefur gengið framar vonum og því var verklokum flýtt um nokkra mánuði. Mos- fellingar geta nú hlaðið rafbíla sina á helstu viðkomustöðum í bæjarfélaginu. Rafbílum fjölgar • Hægt að hlaða við íþróttamiðstöðvarnar Tvær hleðslustöðvar teknar í notkun hleðslustöð að vármá frátekin stæði fyrir rafbíla við lágafellslaug

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.