Mosfellingur - 07.09.2017, Blaðsíða 28

Mosfellingur - 07.09.2017, Blaðsíða 28
 - Aðsendar greinar28 Þjónusta við mosfellinga Meindýraeyðing - Myglusveppur - uppsetning gæðakerfa Cultus ehf. býður upp á alla þjónustu á meindýravörnum og meindýraeyðingu fyrir fyrirtæki, einstaklinga og húsfélög sem og þjónustu við að finna og greina myglusvepp. Cultus ehf. tekur einnig að sér uppsetningu á gæðakerfum fyrir lítil og stór fyrirtæki. Áratuga löng reynsla. Uppl. gefur Jóhann Þór Ragnarsson í s. 780-4481 eða johannragn@gmail.com Vonandi hafa allir notið sumarsins og bæjarhátíðarinnar í faðmi fjölskyldu og/eða vina og náð að hlaða sig orku og jákvæðni fyrir veturinn. Við í Heilsuefl- andi samfélagi ætlum að halda áfram uppteknum hætti og munu haustið og veturinn bera ýmislegt spennandi og skemmtilegt í skauti sér. göngum í skólann Að velja virkan ferðamáta, s.s. göngu, hjól- reiðar, hlaup, línuskauta og/eða hjólabretti er ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í dag- legu lífi. Ávinningurinn er ekki eingöngu bund- inn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig hagkvæm og umhverfisvæn leið til að komast á milli staða. Markmið verkefnisins Göngum í skólann er einmitt að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Verkefnið stendur yfir frá 6. sept- ember til 4. október nk. endurskinsvesti fyrir 1. og 2. bekk Það er löngu sannað að hreyfing hefur góð áhrif á heilbrigði, líðan og lífsgæði. Heilsuefl- andi samfélag hvetur alla Mosfellinga til að velja sér virkan ferðamáta og til að stuðla sérstaklega að öryggi yngstu grunnskólanemenda Mosfells- bæjar hafa Heilsuvin og Mosfellsbær í samvinnu við TM fært öllum nemendum í 1. og 2. bekk endurskinsvesti til eignar í tengslum við verk- efnið Göngum í skólann. Við biðjum foreldra að hvetja börnin sín til að ganga í skólann, finna með þeim öruggustu leiðina og hjálpa þeim að muna að nota vestið til að auka öryggi þeirra. lýðheilsugöngur ferðafélags Íslands Ferðafélags Íslands stendur fyrir lýð- heilsugöngum í flestum sveitarfélögum á landinu nú í september sem eru einn af hápunktunum í 90 ára afmælisdagskrá félagsins. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga í september kl. 18:00. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og er til- gangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyf- ingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. Allar upplýsingar um göngustaði vítt og breitt um landið má nálgast á heimasíðunni www. fi.is/lydheilsa en hér í Mosfellsbæ verða göngur annars vegar úr Álafosskvos og hins vegar upp á Úlfarsfell (úr Skógræktinni v/Vesturlandsveg) alla miðvikudaga í september kl. 18:00. Komið endilega með okkur, bjóðið fjölskyldu og vinum með og njótum þess að hreyfa okkur saman í fal- lega bænum okkar. Þátttaka er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Það er sem sagt nóg um að vera og hvetjum við ykkur sem fyrr til að taka þátt. Hlúum að okkur sjálfum og því sem okkur þykir vænt um - verum til fyrirmyndar! Ólöf Kristín Sívertsen, lýðheilsufræðingur og verkefnisstjóri Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ Gleði í kortunum /hoppukastalar • S. 690-0123 Hoppukastalar til leigu Tilvalið fyrir afmæli, ættarmót, götugrill og önnur hátíðarhöld. Fossaleyni 1 | Egilshöll | 571-6111 H Á R O G S N Y R T I S T O FA GLERTÆKNI ehf Völuteigi 21 - gler í alla glugga - s . 5 6 6 - 8 8 8 8 • w w w. g l e r ta e k n i . i s Foreldramorgnar Lágafellskirkju haustið 2017 Við byrjum fimmtudaginn 14. september kl. 10-12 Þá kemur Guðmundur Ingi Rúnarsson í heimsókn og kennir réttu handbrögðin við skyndihjálp barna Fræðsla á haustönn verður meðal annars: • Fræðsla frá Heilsugæslunni um umönnun ungbarna. • Svefnvenjur barna – svefnráðgjafi kemur í heimsókn. • Ungbarnanudd – nuddari kemur og kennir réttu handtökin. Heimsóknir í nærumhverfi • Á bókasafnið • Á skiptifatamarkað Rauða krossins. Verið velkomin á foreldramorgna Lágafellskirkju í Safnaðarheimilinu, Þverholti 3, 3. hæð. Alla fimmtudaga í vetur milli 10-12

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.