Mosfellingur - 07.09.2017, Blaðsíða 32

Mosfellingur - 07.09.2017, Blaðsíða 32
Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Haraldur Svan Jóhannesson fæddist 7. mars 2017. Hann vó 4.668 gr og var 54 cm. Foreldrar hans eru Harpa Dís Haralds- dóttir og Jóhannes Svan Ólafsson. Stóra systir hans er Elísa Líf Jóhannesdóttir. SamfélagS- miðlasýkin Um daginn rakst ég á fyndna grein á netinu. Greinin sýndi myndir af karl- mönnum í hinum ótrúlegustu aðstæð- um og stellingum við það að taka myn d- ir af kærustunum sínum. Í fyrstu fannst mér þetta alveg ótrú- lega fyndið en áttaði mig svo á því, mé r til mikillar skammar að hafa oftar en einu sinni komið mínum eigin kærast a í svipaða stöðu. Á myndunum lágu karlmennirnir margir hverjir á jörðin ni eða í einhverri óþægilegri stöðu bara til þess að ná „hinu fullkomna sjónar- horni“ af kærustunni. Greinin vakti mig virkilega til um- hugsunar. Hvers vegna við leggjum svona hart að okkur til þess að ná góð - um myndum? Hvers vegna finnst okku r ekki nóg að smella af einni mynd, bar a fyrir minninguna, sama hvert sjónar- hornið er? Jú, það er vegna þess að tilgangur myndanna sem við tökum er ekki að fara í fjölskyldumyndaalbúmið heima , heldur beinustu leið á alnetið þar sem allir geta dáðst að myndinni. Velti ég þ ví þá fyrir mér, er ekki gamanið svolítið fokið ef að ferðin á ströndina snýst að stórum hluta um það að ná hinni full- komnu mynd, sem sýnir hversu ógeðs - lega gaman það var á ströndinni? Nei, ég bara spyr? Ég hef mikið hugsað um það hvort það sé nokkuð þess virði að taka þátt í þessum eltingaleik við „lækin“ og fylgjendurna. Það er full vinna að hald a úti virkum samfélagsmiðlaaðgangi og hjá mörgum kemst varla neitt annað að en hvaða mynd eigi að fara næst á netið og hvort hún muni slá í gegn hjá fylgjendum. Ég meina, okkur finnst flestöllum gaman þegar einhver kommentar á myndina okkar og segir okkur að við séum falleg en ég myndi samt segja að samfélagsmiðlar geymdu eitt stærsta safn heims af innantómu hrósi. Finnst mér þetta vera þörf áminning fyrir fólk að líta í eigin barm, endur- skoða eigin hegðun og hugsa meira um það að njóta strandferðarinnar í stað þess að sýna öðrum hversu frábær hún er. Við þurfum nefnilega öll að hrósa fólki oftar dagsdaglega, en ekki bara á netinu, og passa okkur á því að verða ekki svo upptekin við það að sýna öðrum eigið líf að við gleymum að njó ta þess. móey pála Spænskur kjúklingaréttur Í eldhúsinu „Kjúklingur er í miklu uppáhaldi á heimilinu og þessi réttur slær alltaf í gegn, hvort sem er hjá heimilisfólkinu eða gestum. Mjög bragðgóður og mildur réttur og ekki skemmir fyrir að hann er fallegur á borði,“ segir Heiða sem að þessu sinni deilir með okkur uppskrift. Spænskur kjúklingaréttur • 1-1 ½ bolli olífuolía • ¼ bolli rauðvínsedik • ½ hvítlaukur saxaður • 1/8 bolli oreganó • ½ bolli sveskjur • ¼ bolli ólífur • ¼ bolli kapers • 6 lárviðarlauf Salt og pipar eftir smekk (góðan slatta) Setjið allt í skál og hrærið vel saman. Ég nota yfirleitt bringur eða lundir, magn fer eftir fjölda matargesta. Setjið kjúklinginn út í og látið marinerast í 2-12 klst. Látið í eldfast mót og bætið út í: • ½ bolli hvítvín • ½ bolli púðursykur • ¼ bolli steinselja Setjið í ofn við 180° í 30-40 mín. Gott er að bera réttinn fram með hrísgrjón- um, fersku salati og jafnvel góðu brauði. Má gjarnan hafa meira af ólífum, sveskjum og kapers – allt eftir smekk hvers og eins.   Njótiðvel! hjá heiðu og ásþóri Heiða og Ásþór skora á Sonju og Ingva að deila næstu uppskrift með Mosfellingum - Heyrst hefur... Á bæjarhátíðinni Í túninu heima var í fyrsta sinn keppt í Krolf á Íslandi. Um er að ræða íþrótt sem á ættir sínar að rekja til Danmerkur og nýtur mikilla vinsælda þar í landi. Krolfmótið var haldið í Reykjabyggð, nánar til tekið í botnlanga 30-55, og þrátt fyrir slagveður var þátttakan góð. Mótið þótti takast vel og var ákveðið að það yrði árviss viðburður. Sigurvegari var Pétur Júníusson og er hann jafnframt fyrsti Ís- landsmeistari í Krolf. á myndinni má sjá Valdimar Leó mótsstjóra afhenda Pétri viðurkenningu. Pétur Jún fyrsti meistarinn • Blanda af krikketi og golfi Krolfmót í Reykjabyggð íslandsmeistari krýndur í fyrsta sinn 32 heyrst hefur... ...að Ice Boost and Burgers sé komið með vínveitingaleyfi og sé farið að selja léttvín. ...að búið sé að koma upp ljósabúnaði við listaverkið á Stekkjarflöt þannig að Hús tímans - hús skáldsins verður framvegis upplýst. ...að Valdís og Jóhann Alfreð hafi eignast dreng í sumar sem nú hefur fengið nafnið Benedikt Elí. ...að Sigrún í Bergvík sé hætt að blása gler á Kjalarnesi. ...að Olís í Langatanga sé ekki lengur með opið allan sólarhringinn eins og verið hefur. Nú er opið til 23:30 á kvöldin. ...að dæmdur barnaníðingur sem ný- lega fékk uppreist æru búi um þessar mundir í Löndunum í Mosfellsbæ. ...að Óli Kalla Tomm og Sól eigi von á jólabarni. ...að fjárréttir fari fram í Mosfellsdal og Kjós sunnudaginn 17. september. ...að Gummi Skúla sé fluttur aftur heim til mömmu. ...að handboltamarkmaðurinn Davíð Svansson sé farinn í Víking. ...að nýir eigendur Álafossbúðarinnar séu farnir að huga að stækkun og opnun kaffihúss. ...að Guðni forseti hafi hlaupið tindana þrjá í Tindahlaupinu á 2 klukkustundum og 23 mínútum. ...að seinni Evrópuleikur Afturelding- ar gegn Bækkelaget fari fram í Osló á laugardaginn. ...að leikonan María Guðmunds sé með blindan lunda í fóstri hjá sér í Amsturdam. ...að Dóri DNA hafi safnað rúmum 300 þúsund krónum í Reykjavíkur- maraþoninu fyrir gömlu nágranna sína í Reykjadal. ...að Kjósverjinn Bubbi Morthens sé búinn að gefa út ljóðabókina Hreistur. ...að ströng inntökuskilyrði séu fyrir inngöngu á Smart form námskeið fyrir konur sem hefst í World Class í lok september. ...að Geirmundur Valtýs hafi slegið upp miklu sveitaballi í Mosskógum um síðustu helgi. ...að Mosfellingurinn Þóra Björg sé að jafna sig eftir að tappi af Floridana flösku skaust í augað á henni. ...að Hafsteinn Páls sé 65 ára í dag. ...að Bubbi Morthens verði með tón- leika í Lágafellskirkju 23. september. ...Þóra Margrét og Magnús hafi eignast dreng á dögunum. ...vinsælu fjölskyldutímarnir að Varmá séu nú farnir af stað og sé aðgangur ókeypis kl. 10-12 á sunnudögum. ...að Bjarki Eyþór sé að fara berjast í MMA á Headhunter bardagakvöld- inu í Skotlandi 16. september. ...að lúðra-Daði eigi afmæli í dag. mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.