Mosfellingur - 28.09.2017, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 28.09.2017, Blaðsíða 6
Eldri borgarar Þjónustumiðstöðin Eirhömrum Fram undan í FélagsstarFinu BÚtasaumsHÓPur Ertu ein/n heima að gera bútasaum? Langar þig í félagsskap? Þá langar okkur í félagsstarfinu á Hlaðhömrum að bjóða þér að mynda bútasaumshóp hjá okkur sem myndi hittast einu sinni í viku. Við erum með fína aðstöðu í handverks- stofunni okkar og langar að hafa hana fulla af lífi og fjöri alla daga. Endilega hafðu samband við okkur í félagsstarfinu og við myndum hóp. silkiborðasaumur 10. og 11. okt Byrjendanámskeið í silkiborðasaum. Námskeiðið verður kennt dagana 10.-11. okt kl. 13:00 í handverksstofu. Allt efni innifalið, verð 3.000 kr. Skráning nauðsynleg í síma 586-8014 eða á elvab@mos.is Félagsvist Verður haldin 29. sept. 2017 kl. 13:00 í borðsal. Verð 600 kr. Innifalið kaffi, meðlæti og vinningur ef heppnin er með þér. gaman saman í október 5. okt. og 19. okt. kl. 13:30 Glaða gengið ásamt Helga undir- leikara mætir og fær góða gesti úr leikskólum bæjarins. Endilega komið og verið með. Kaffi og meðlæti í boði í matsal eftir skemmtun á 500 kr. línudans haust 2017 Línudans á Eirhömrum byrjar í október og verður mánudaga kl. 15:30. Kennari Edda, allir velkomnir. Skráning nauðsyn- leg í síma 586-8014 eða á elvab@mos.is - Fréttir úr bæjarlífinu6 Félag aldraðra í mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is Ráðin forstöðumaður menningarmála Auður Halldórsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns menn- ingamála hjá Mosfellsbæ. Um nýtt starfsheiti er að ræða sem kemur í stað starfsheitis forstöðumanns bókasafns. Markmiðið með breytingunni er að forstöðumaður menningarmála hafi yfirumsjón með menningar- málum í heild sinni en bókasafnið og Listasalurinn eru helstu menn- ingarstofnanir Mosfellsbæjar. Forstöðumaður menningarmála er jafnframt starfsmaður menningar- málanefndar. Auður er með MLIS nám í bóka- safns- og upplýsingafræðum frá Há- skóla Íslands, auk þess er hún með Cand. Mag í bókmenntafræði og BA gráðu í bókmenntafræði og frönsku. Auður hefur frá árinu 2013 starfað sem verkefnastjóri á menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar. Umdæmisþing Rótarý haldið í Mosfellsbæ 72. umdæmisþing Rótarý á Íslandi verður haldið í Mosfellsbæ dagana 6. og 7. október. Mosfellingurinn Knútur Óskarsson er umdæmis- stjóri Rótarý 2017-2018 en þema þingsins þetta árið er „kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem get- ur.“ Þinghald fer fram í Framhalds- skólanum í Mosfellsbæ en setning í íþróttamiðstöðinni Kletti og lokahóf í Hlégarði. Dagskrá þingsins verður sambland af fróðleik og skemmtun ásamt hefðbundnum þingstörfum. Meðal ræðumanna helgarinnar er forsetafrúin Eliza Reid. Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn þann 18. september í sal Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Yfirskrift dagsins að þessu sinni var „Mosfellsbær - Heilsueflandi samfélag gegn ofbeldi“. Fjallað var um ofbeldi og birtingar- myndir þess í víðu samhengi. Að umræðu dagsins komu aðilar sem unnið hafa með einum eða öðrum hætti að því að sporna gegn ofbeldi og að opna á umræðuna um málefnið. Heilsueflandi samfélag gegn ofbeldi Þorbjörg I. Jónsdóttir hæstaréttarlögmað- ur fjallaði um birtingarmyndir ofbeldis og hvernig þær eru ávallt að þróast og breytast í samræmi við breytingar í samfélaginu. Þá lýsti hún reynslu brotaþola frá sjónarhóli þeirra sem hún hefur sinnt réttargæslu fyrir sem lögmaður. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fór yfir áhersl- ur málaflokka sem tengjast ofbeldi sem lögreglan hefur unnið með frá árinu 2014. Þar vakti sérstaka athygli sú mikla aukning í fjölda mála þar sem tilkynnt er um ofbeldi til lögreglunnar á þessu tímabili. Einnig voru flutt erindi þar sem starfsemi Stígamóta, Kvennaathvarfsins og Bjarkar- hlíðar var kynnt, en allir þessir staðir eru athvarf fyrir þá sem hafa upplifað ofbeldi og gegna þeir lykilatriði í að veita þolend- um stuðning. unnið að því að jafna rétt kynjanna Jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar árið 2017 hlaut FemMos; Femínistafélag Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. FemMos hefur unnið markvisst að því að jafna rétt kynjanna með því að sýna frumkvæði og kveikja umræðu tengda kynbundnu of- beldi, kynjamismunun og að vekja máls og auka fræðslu í málaflokknum. Félagið stóð fyrir fjölmörgum áhugaverð- um viðburðum, meðal annars má nefna söfnun til styrktar Stígamótum undir yfir- skriftinni „Ég er á móti kynferðisofbeldi“. Haldin voru reglubundin kaffihúsakvöld þar sem kynjafræðikennsla, kynjakvóti, kynbundið ofbeldi og kynjamismunun voru rædd. Ennfremur stóð FemMos fyrir jafnréttisviku þar sem boðið var upp á ýmsa fræðslu og umræðuhópa um jafnrétti í víðum skilningi. Með viðurkenningunni vill Fjölskyldu- nefnd Mosfellsbæjar hvetja íbúa og starfs- menn Mosfellsbæjar til að fylgja góðu fordæmi FemMos í von um að fylgja eftir vitundarvakningu og auka umræðu um jafnrétti kynjanna. Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar • Femínistafélag Framhaldsskólans hlýtur viðurkenningu FemMos hlýtur jafnréttis- viðurkenninguna 2017 Hrafndís Katla, Daníel Arnar og Sandra úr Femínistafélagi Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. frá jafnréttisdeginum sem haldinn var í framhaldsskólanum Pepperoni, safaríkir kirsuberjatómatar, ferskur mozzarella, úrvals beikon- sneiðar, basilpestó og svartur pipar. Úrvals beikonsneiðar, sérvalin steikar-pylsa, rjómaostur, piparostur og chiliflögur. Laukur, rauðlaukur, hægeldað kryddlegið svínak- jöt (pulled pork), beikonkurl og cheddarostur, toppuð með BBQ sósu. Hvítlaukspizzubotn, hvítlauksolía í stað pizzu- sósu, rjómaostur, úrvals beikonsneiðar, pepperoni, jalapeno og chiliflögur – þessi rífur aðeins í! Premium pizzur Domino’s verða til þegar pizzubakararnir okkar fara fram úr sjálfum sér, í jákvæðum skilningi, svo úr verða framúrskarandi pizzur. Við fengum listakokkinn Hrefnu Sætran til samstarfs og hún töfraði fram tvær af Premium pizzum okkar, Americana og Prima. Prófaðu Premium pizzurnar okkar, þær gera góðan matseðil okkar enn fjölbreyttari. PRIMAAMERICANA MEAT DELIGHT ELDÓRADÓ EINGÖNGU SÉRVALIÐ HRÁEFNI Samsett af Hrefnu Sætran Samsett af Hrefnu Sætran www.dominos.is Domino’s app sími 58 12345

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.