Mosfellingur - 28.09.2017, Blaðsíða 22

Mosfellingur - 28.09.2017, Blaðsíða 22
 - Íþróttir22 HANDBOLTADAGUR AFTURELDINGAR Íþróttamiðstöðinni Varmá laugardaginn 30. september frá 12.00 – 14.00 Handboltavertíðin er hafin og ætlum við að hafa opið hús í Varmá sal 1, fyrir nýja og eldri iðkendur, foreldra og alla stuðningsmenn handboltans. Leikmenn meistaraflokkanna og þjálfarar verða með æfingar og leiki í salnum. Farið verður í ýmsa leiki og þrautir Verðlaun í boði!!! Við hvetjum alla til að mæta og eiga skemmtilega stund Kaffi á könnunni og brjálað fjör Baráttukveðja Barna og unglingaráð Aftureldingar í handbolta Salur 1 Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Tími Laugardagur 15.30-16.00 6 flokkur karla 8 flokkur karla 7 flokkur karla 5 flokkur kvenna 9:00-10:00 6 flokkur karla 16.00-16.30 15:30 - 16:30 15:30 -16:30 15:30 - 16:30 15:30 - 16:30 8 flokkur karla 10:00-11:00 5 flokkur kvenna 16.30-17.00 5 flokkur kvenna 5 flokkur kvenna 6 flokkur karla 6 flokkur kvenna 16:00 - 17:00 11:00-12:00 Meistarafl.kk 17.00-17.30 16:30 - 17:30 16:30 - 17:30 16:30 - 17:30 16:30 - 17:30 5 fl kk 12:00-13:00 Meistarafl. Kvk 17.30-18.00 6 flokkur kvenna Meistaraflokkur Meistaraflokkur Meistaraflokkur 17:00 - 18:00 13:00-14:00 3 flokkur kvenna 18.00-18.30 17:30 - 18:30 kvenna Karla Karla Meistaraflokkur 14:00-15:00 6 flokkur kvenna 18.30-19.00 5 fl kk 17:30 - 19:00 17:30 - 19:00 17:30 - 19:00 kvenna 15:00-16:00 3 flokkur karla 19.00-19.30 18:30 - 19:30 Meistarafl. Kk 4 flokkur kvenna Meistarafl. Kvk 18:00 - 19:30 19.30-20.00 3 flokkur karla 19:00 - 20:15 19:00 - 20:00 19:00 -20:00 3 flokkur kvenna 20.00-20.30 19:30 - 20:30 4 flokkur karla 3 flokkur karla Hvíti Riddarinn 19:30 - 21:00 20.30-21.00 3 flokkur kvenna 20:15 - 21:15 20:00 - 21:30 20:00 - 21:30 21.00-21.30 20:30 - 21:30 Leikdagur 21.30-22.00 Hvíti Riddarinn 2 allir flokkar Hvíti Riddarinn 2 Leikdagur 22.00-23:00 21:30 - 23:00 21:15 - 23:00 21:30 - 23:00 allir flokkar Salur 2 Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Tími Laugardagur 15.30-16.00 7-8 fl kvk 7-8 fl kvk 7 flokkur karla 12:00-13:00 5 fl kk 16.00-16.30 15:30 - 16:30 15:30 - 16:30 15:30 - 16:30 13:00-14:00 4 flokkur kvenna 16.30-17.00 4 flokkur kvenna 14:00-15:00 4 flokkur karla 17.00-17.30 16:30 - 17:30 17.30-18.00 Meistaraflokkur Meistaraflokkur 18.00-18.30 kvenna 5 fl kk Karla 18.30-19.00 17:30 - 19:00 18:00 - 19:00 17:30 - 19:00 19.00-19.30 Meistaraflokkur Meistaraflokkur 4 flokkur karla 19.30-20.00 19:00 - 20:00 kvenna 19:00 - 20:00 20.00-20.30 4 flokkur karla 19:00 - 20:30 20.30-21.00 20:00 - 21:00 3 flokkur kvenna 21.00-21.30 4 flokkur kvenna Utandeild kvenna 20:30 - 22:00 3 flokkur karla 21:30-23:00 21:00 - 22:00 21:30 - 23:00 21:00 - 22:30 Birt með fyrirvara um breytingar Tímatafla 2017 - 2018 ÁFRAM UMFA Meistaraflokkur kvenna í handknattleik leikur nú í næstefstu deild, Grill 66 deild- inni. Fyrsti leikur tímabilsins fór fram að Varmá mánudaginn 18. september. Þá tóku stelpurnar á móti ÍR og unnu leikinn 22-21. Markahæst í liði Aftureld- ingar var Íris Kristín Smith með 7 mörk. Næsti leikur er gegn Víkingi föstudag- inn 6. október og fer leikurinn fram að Varmá kl. 18:15. Þjálfarar Aftureldingar eru þeir Davíð Svansson og Haraldur Þorvarðarson. Sigur í fyrsta leik vetrarins Arnar Hallsson tekur við knattspyrnuliðinu • Frumraun sem meistaraflokksþjálfari • Skýrt markmið að fara upp um deild Arnar ráðinn þjálfari meistaraflokks Arnar Hallsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu. Liðið leikur í 2. deild og hefur gert síðustu ár. Afturelding endaði í 4. sæti í sumar undir stjórn Úlfs Arnars Jökulssonar. Síðast fór liðið upp um deild árið 2008. „Ég er búinn að hafa augastað á þessu fé- lagi í talsverðan tíma,“ segir Arnar Hallsson sem hefur unnið sem þjálfari yngri flokka síðustu ár. „Mig hefur langað til að þjálfa meistaraflokk hjá félagi sem hefði rætur og efnivið til að vinna úr. Það freistaði mín þegar ég sóttist eftir þessari stöðu. Sjálfur var ég leikmaður hjá Víkingi og ÍR þangað til ég fótbrotnaði og fór í langa pásu. Ég byrjaði að þjálfa 2010 sem aðstoðarþjálf- ari hjá ÍR. Svo var ég yfirþjálfari hjá Víkingi og síðustu þrjú ár hef ég verið hjá HK.“ Í Pepsi-deild eftir fjögur ár „Þetta verður frumraun mín sem meist- araflokksþjálfari og þá má kannski segja að sem betur hafi tækifærið ekki komið fyrr. Ég er búinn að vera undirbúa mig síðustu 6 ár, læra fullt af hlutum og gera aragrúa af mistökum. Þannig að ég held að þetta komi á hárréttum tíma. Ég er tilbúinn að gefa mikið og hjálpa þessum strákum að verða betri í fótbolta. Niðurstaðan verður sú að við munum fara upp um deild og gera okkur gjaldgenga í næstu deild fyrir ofan. Ég vil fara upp í Pepsi-deild eftir 4 ár og held ég að efnivið- urinn sé til staðar hjá okkur. Nú er bara verkefni fyrir alla Mosfellinga að aðstoða okkur við að skapa umgjörð sem verður skemmtileg og glæsileg. Okkar í hópnum bíður svo að leggja hart að okkur og skemmta fólki með góðum fót- bolta og góðum úrslitum. Svo er mikilvægt að aðstöðumál hér í Mosfellsbæ fylgi í kjöl- farið, þau þarf að bæta. Mikilvægustu leikmennirnir eru þeir sem eru til staðar hjá félaginu. Svo er hægt að bæta í hópinn einni til tveimur skrautfjöðr- um, eins og flestir þjálfarar vilja. Bæta þá við leikmönnum sem eru nógu góðir fyrir næstu deild fyrir ofan.“ Ætlum okkur stóra hluti „Ég þekki Arnar frá því ég spilaði með honum í ÍR,“ segir Ásbjörn Jónsson formað- ur meistaraflokksráðs. „Hann er besti mað- urinn til að koma mönnum í réttan gír fyrir leiki. Alla vega sem leikmaður og ég efast ekki um að það verði eins sem þjálfari. Svo hef ég séð til hans sem þjálfara og liðin hans spila yfirburðabolta. Nafnið hans kom strax upp í hugann á mér þegar leitin að þjálfara hófst. Án þess að gera nokkuð lítið úr fyrri þjálfurum erum við í talsvert betri málum í dag í rekstri klúbbsins og ætlum okkur stóra hluti. Ég er sammála Arnari að við ætlum okk- ur upp um deild á næsta ári.“ arnar hallsson og ásbjörn jónsson fagnað eftir sigur á Ír Uppskeruhátíð barna og unglinga hjá Golfklúbbi Mos- fellsbæjar fór fram sunnudaginn 24. september. Fullt hús var í Kletti, íþróttamiðstöð GM. Byrjað var á skemmtilegri spurningakeppni milli borða áður en veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur í sumar. Eftirfarandi aðilar fengu viðurkenningu: Góð ástundun: Helgi Freyr Davíðsson og Berglind Erla Baldursdóttir. Mestu framfarir: Tristan Snær Viðarsson og Kristín Sól Guðmundsdóttir. Lægsta meðalskor: Kristófer Karl Karlsson. Lægsta skor: Kristófer Karl Karlsson Afrek ársins: Ragnar Már Ríkarðsson Efnilegastur: Aron Ingi Hákonarson Efnilegust: María Eir Guðjónsdóttir Háttvísisbikar GM: Arnór Daði Rafnsson Kylfingur ársins 18 ára og yngri: Ragnar Már Ríkarðsson davÍð Íþróttastjóri, marÍa eir og aron ingi arnór daði ragnar már fjölmennt lokahóf Í kletti Verðlaunuð fyrir góðan árangur Börn og unglingar í golfklúbbnum

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.