Mosfellingur - 28.09.2017, Blaðsíða 25

Mosfellingur - 28.09.2017, Blaðsíða 25
Aðsendar greinar - 25 Evrópska samgönguvika var eins og venjulega í september, nánar tiltekið dagana 16. – 22. septem- ber. Þetta er árlegur viðburður þar sem allir eru hvattir til að huga að vistvænum samgöngum. Fastur liður í þessari viku er málþingið „Hjólum til framtíðar“ og er það samstarfsverkefni sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Mosfells- bær var gestgjafi á síðasta ári og tókst það vel. Á næsta ári verður það Seltjarnarnes. Í ár var málþingið haldið í Hafnarfirði undir yfirskriftinni „Ánægja og öryggi“. Mikið var um góð og fróðleg erindi, bæði frá erlendum og innlendum fyrirlesurum. Hápunkturinn var tvímælalaust þegar for- seti vor kom sæll og rjóður í kinnum inn í sal og skellti hjólreiðahjálminum sínum út í horn eftir að hafa hjólað frá Bessastöð- um í Hafnarfjörðinn. Hans hlutverk var að afhenda Hjólaskálina sem er viðurkenning fyrir stofnanir og fyrirtækin sem hafa haft sig í frammi við að efla hjólreiðarmenning- una á einhvern hátt. Í þetta skipti var það Isavía sem hlaut þennan heiður. Mig minn- ir að Reykjalundur hér í bænum hafi áður fengið þessa viðurkenningu. Ég kom heim eftir að dagskránni lauk, full af gleði yfir öllu sem var gert og er að gerast í þágu hjólreiða síðustu árin. Enda eru hjólreiðar ákaflega skemmtilegur sam- göngumáti sem er bæði holl hreyf- ing, vistvænn og dregur úr um- ferðaþunga og þörf fyrir bílastæði. Ég hef stundað hjólreiðar frá því að ég flutti í Mósó fyrir meira en 30 árum og var ein þeirra sem var álitin stórskrítin af því að ég átti ekki bíl. Þá voru varla til hjólreiða- stígar og eina leiðin til Reykjavíkur var meðfram Vesturlandsveginum. Nú eigum við hér í bænum fullt af skemmtilegum hjólreiðaleiðum. En betur má ef duga skal. Mér detta strax nokkur at- riði í hug. Með því að menn nota hjólin ekki einungis yfir hábjart sumarið eykst þörfin fyrir góða lýsingu á leiðunum. Á stígnum fyrir neðan Holtahverfið til dæmis er allt of langt milli ljósastauranna og niðdimmt þar á milli. Huga þarf einnig að því í hönnun stíga að á þeim myndist ekki pollar sem verða svo að klaka í frosti og setja hjólreiðamenn í hættu. Loks get ég ekki skilið hvað kemur í veg fyrir að við veginn upp að Reykjalundi sé lagður stígur fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Oft er þörf en þarna er nauðsyn. Ég óska öllum góðs göngu- og hjólreiða- árs og hvet menn að láta í sér heyra ef þeim finnst eitthvað ekki nógu gott. Úrsúla Jünemann. Höfundur er starfandi fyrir Íbúahreyfingu í umhverfisnefnd. Hjólum til framtíðar Þann 6. október næstkomandi verða liðin 35 ár frá því stofnfundur Rauðakrossdeildar Kjósarsýslu var haldinn í Hlégarði. Á fundinn mættu 42 aðilar sem samþykktu samhljóða tillögu Hilm- ars Sigurðssonar og Árna Pálsson- ar um stofnun Rauðakrossdeildar „fyrir Mosfellssveit, Kjalarnes- og Kjósarhreppa.“ Fyrstu stjórnina skipuðu þau Úlfur Þór Ragnarsson, Valgerður Sig- urðardóttir (formaður), Sigríður Jóna Frið- riksdóttir, Magnús Leópoldsson og Gísli Jónsson. Á þessum 35 árum hafa verkefnin ver- ið margvísleg og tekið mið af tíðarandan- um hverju sinni en alltaf er leitast við að standa vörð um mannréttindi og virðingu einstaklinga. Á 30 ára afmæli deildarinnar árið 2012 breyttist nafn Kjósarsýsludeildar í Rauði krossinn í Mosfellsbæ en starfssvæði og starfsemi deildarinnar er það sama þótt nafninu hafi verið breytt. Rauði kross Íslands er aðili að Alþjóða- hreyfingu Rauða krossins og Rauða hálf- mánans sem er stærsta mannúðarhreyfing veraldar. Hreyfingin byggir allt sitt starf á sameiginlegum grundvallarmarkmiðum um mannúð, hlutleysi, óhlutdrægni, sjálf- stæði, einingu, sjálfboðið starf og alheims- hreyfingu. Meginhlutverk hreyfingarinnar er að bregðast við hvers konar neyð hvort heldur er af náttúru- eða mannavöldum og standa vörð um og aðstoða einstaklinga eða hópa sem verst eru staddir. Rauði krossinn byggir að stærst- um hluta á sjálfboðnu starfi og ber öllum sjálfboðaliðum og starfs- mönnum að starfa í samræmi við markmið hreyfingarinnar. Rauði krossinn í Mosfellsbæ er ein af 42 Rauðakrossdeildum sem starfandi eru víðsvegar um landið. Öflugt net sjálfboðaliða er styrkur félags- ins. Rauði krossinn hefur langa reynslu af neyðaraðstoð jafnt innan lands sem utan og er mikilvægur hlekkur í almannavörn- um Íslands. Félagið vinnur með íslenskum stjórnvöldum að mannúðarmálum og fylgir eftir grundvallaratriðum Genfarsamning- anna gagnvart þeim. Rauði krossinn kann- ar reglulega hvaða þjóðfélagshópar eru verst staddir í íslensku samfélagi og bregst við niðurstöðunum með breyttum áhersl- um í starfinu. Sunnudaginn 1. október frá klukkan 12-14 verður opið hús og kynning á starfi Rauða krossins í Mosfellsbæ í húsnæði deildarinnar, Þverholti 7. Það verður súpa og brauð á boðstólum og heitt á könnunni. Þar gefst upplagt tækifæri til þess að kynna sér verkefnin okkar og spjalla við sjálfboða- liða, stjórnarmeðlimi og starfsmann. Allir velkomnir. Hulda Margrét Rútsdóttir Verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Mosfellsbæ 35 ár frá stofnun Rauða­ krossdeildar í bænum Viðurkenndur sérmenntaður kennari með 20 ára reynslu • UNGBARNANUDD byrjar 10 okt n.k. kl. 14.00 • SVÆÐANUDDNÁM byrjar 10 okt.n.k.kl. 18.00 • ANDLITS- OG HÖFUÐNUDD Laugard. 12 okt. kl. 11.00- 15.00 Skoðið heilsusetur.is eða hringið í síma 8969653. NÝ NÁMSKEIÐ AÐ BYRJA Hefuru áhuga á að vinna sjálfstætt Svæðamerðferðarnám er eitt kvöld í viku á þriðjudögum frá kl. 18:00 - 21:00. Haustönn byrjar 3. október n.k. Innritun og upplýsingar á heilsusetur.is og í s ma 896 9653 OPIÐ HÚS 1. OKTÓBER Opið hús í Rauðakrosshúsinu í Mosfellsbæ sunnudaginn 1. október Sunnudaginn 1. október frá klukkan 12-14 verður opið hús og kynning á starfi Rauða krossins í Mosfellsbæ í húsnæði deildarinnar, Þverholti 7. Súpa og brauð og heitt á könnunni. Allir velkomnir Aðalmerki | Samsetning | Mosfellsbæ Það er óhætt að segja að okkur vegni vel hér á landi þegar litið er til efnahags og lífskjara almennings. Skuldastaða íslenska ríkisins hefur batnað hratt og hefur ekki verið lægri frá hruni. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur lagt áherslu á að skuldirnar lækki enn meira enda er það besta leiðin til að geta ráðstaf- að auknu fé í velferðarmála, heilbrigðismál og samgöngumál. Atvinnuleysi er hér mjög lágt og verð- bólgan hefur haldist lág þrátt fyrir mikinn hagvöxt síðustu ára. Eða eins og seðla- bankastjóri sagði í sumar „líklega hefur staða efnahagsmála aldrei verið betri í Ís- landssögunni“. En þrátt fyrir það horfum við fram á enn aðrar kosningarnar. Ótrú- legt að okkur gangi ekki að halda meiri stjórnmálalegum stöðuleika, sérstaklega þegar horft er til þess sögulega árangurs sem náðst hefur í efnahagsmálum. Auðvitað er það þannig að góð staða efnahagsmála þýðir ekki endilega aukna hamingju og lífsgæði almennings. En stað- an hér er nú samt þannig að við erum með hamingjusömustu þjóðum og hér er jöfn- uður hvað mestur. Við Sjálfstæðismenn göngum keikir til kosninga og leggjum á borðið fyrir kjós- endur grunnstefnu flokksins. Frelsi til orðs og athafna, allir eiga að hafa tækifæri til að láta drauma sína rætast. Allir eiga að hafa jöfn tækifæri til menntunar og jafnan aðgang að heilbrigðiskerfinu. Við treyst- um best hinum vinnandi manni fyrir tekjum sínum og stefnum ávallt að því að halda skattaálög- um í lágmarki. Þrátt fyrir að mikið sé lagt á kjósendur að ganga til kosninga nú þegar aðeins er liðið ár frá síðustu al- þingiskosningum vil ég þó leggja áherslu á að almenningur missi ekki trúna á stjórn- málunum. Lýðræðið er ekki fullkomið en þó besti kosturinn. Kosningar eru hluti af lýðræð- inu og því er það ekki bara æskilegt heldur skylda almennings að taka sér tíma til að kynna sér málefni framboðanna, mynda sér afstöðu og mæta á kjörstað 28. október næstkomandi. Fyrir ári síðan gaf ég kost á mér til þing- setu og stóð í þeirri meiningu að það gerði ég til næstu fjögurra ára. Ég átti ekki von á kosningum ári seinna en það er staðan í dag. Ég er tilbúin að halda áfram að vinna með Sjálfstæðisflokknum að því að tryggja hér áframhaldandi lífsgæði almennings og mun því aftur bjóða fram krafta mína í komandi kosningum. Bryndís Haraldsdóttir Þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Bætt lífskjör almennings og kosningar Njótum náttúrunnar Fátt er yndislegra en að fara út með börnin í hjóla- eða göngu- túr og ekki er verra þegar hægt er að njóta samveru í fallegu náttúruperlunni Mosfellsbæ. Helgafell og Úlfarsfell eru í bakgarði okkar og ekki má gleyma fallegu gönguleiðunum meðfram Varmánni en einnig er fjöldi annara gönguleiða. Ein stærsta gata borgarinnar liggur í gegnum Mosfellbæ. Samkvæmt heima- síðu Vegagerðarinnar keyra daglega að meðaltali um 16.000 bílar Vestur- landsveginn í gegnum bæinn. Þetta er töluverður fjöldi bíla sem brenna ýmist bensíni eða díselolíu. Við bruna jarð- efnaeldsneytis myndast fjöldinn allur af loftmengandi efnum á borð við svifryk, nituroxíð, kolsýring og fleira auk þess sem malbikið tætist upp þegar bílar keyra göturnar. Rannsóknir hafa sýnt að styrkur um- ferðartengdrar loftmengunar er mestur nálægt stórum umferðaræðum en fer minnkandi því fjær sem maður er þess- um stóru götum. Sem dæmi má nefna þá þynnist niturdíoxíð út og verður langt undir viðmiðunarmörkum í 200-1500 m fjarlægð frá umferðargötum en veður- far og landslag spila stórt hlutverk í því hvernig loftmengunin dreifist og hversu hratt hún þynnist. Erlendar sem inn- lendar rannsóknir hafa sýnt að umferðarmengun getur haft neikvæð áhrif á heilsu og ýtt undir einkenni á borð við astma og önnur lungnaeinkenni, hjartsláttar- óreglu, hærri blóðþrýsting og fleira. Þetta kemur fram m.a. í aukinni sölu lyfja við astma og hjartaöng, hærri tíðni innlagna á sjúkrahús og jafnvel hærri tíðni dauðsfalla í kjölfar aukinn- ar loftmengunar. Finnir þú fyrir áhrif- um loftmengunar (t.d. hósti, astmaein- kenni eða hjartsláttaróregla) þá ættirðu að varast aðstæður þar sem loftmengun er mikil. Hvað getum við gert til að forðast mikla loftmengun? Jú, við getum forðast að ganga nálægt stórum umferðaræðum og leitað meira inn í hverfin þegar við njótum útivistar. Tilvalið er að ganga meðfram Varmánni eða fara í stutta fjallgöngu upp Helgafell eða Úlfarsfell. Öndum að okkur fríska loftinu í fallegri náttúru Mosfellsbæjar í góðri fjarlægð frá stóru umferðargötunum. Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir Umhverfis- og auðlindafræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum H e i l s u v i n í M o s f e l l s b æ e r h l u t a f é l a g í e i g u f y r i r t æ k j a o g e i n s t a k l i n g a í h e i l s u þ j ó n u s t u í M o s f e l l s b æ . S t a r f f r a m k v æ m d a s t j ó r a f e l u r í s é r a l m e n n t u t a n u m h a l d u m s t a r f k l a s a n s , k y n n i n g a r - o g m a r k a ð s s t a r f , ö f l u n n ý r r a h l u t h a f a f y r i r k l a s a n n , u m s j ó n m e ð u m s ó k n u m u m s t y r k i , b ó k h a l d o g f l e i r a . N á n a r i u p p l ý s i n g a r u m H e i l s u v i n e r a ð f i n n a á s l ó ð i n n i w w w . h e i l s u v i n . c o m . N á n a r i u p p l ý s i n g a r u m s t a r f i ð v e i t i r J ó n P á l s s o n , s t j ó r n a r f o r m a ð u r H e i l s u v i n j a r g e g n u m n e t f a n g i ð j o n @ a n s . i s . U m s ó k n i r s k u l u s e n d a r á n e t f a n g i ð h e i l s u v i n @ h e i l s u v i n . c o m f y r i r 3 . m a r s n æ s t k o m a n d i . H e i l s u v i n í M o s f e l l s b æ ó s k a r e f t i r a ð r á ð a f r a m - k v æ m d a s t j ó r a í a l l t a ð 5 0 % s t a r f Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heils vin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálss n, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfa gið jo @ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heilsuvin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálsson, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfangið jon@ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heilsuvin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálsson, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfangið jon@ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf heilsuvin í mosfellsbæ heilsu hornið

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.