Mosfellingur - 19.10.2017, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 19.10.2017, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna sunnudagur 22. október Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00 – Sr. Arndís Linn Miðvikudagur 25. október Helgihald á Hlaðhömrum kl. 13:30 – Sr. Arndís Linn sunnudagur 29. október Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 11:00 – Sr. Kristín Pálsdóttir sunnudagur 5. nóvember Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00 – Sr. Arndís Linn sunnudagaskólinn er í lágafellskirkju kl. 13:00 t.t.t. er félagsskapur fyrir öll tíu til tólf ára börn sem langar til að eiga skemmtilegan vetur saman. t.t.t. fundirnir eru á fimmtudögum kl. 17:00 í Safnaðarheimili Lágafellssóknar. Þar munum við skemmta okkur við margs konar verkefni. Fræðumst um kærleikann og fáum að heyra frásagnir úr Biblíunni og margt fleira. - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64 Halda herra- og kvennakvöld UMFA Í nóvember mun Afturelding standa fyrir tveimur stórum viðburðum. Herrakvöld Aftureldingar fer fram 10. nóvember í Harðarbóli og degi síðar eða 11. nóvember fer Kvennakvöld Aftureldingar fram á sama stað. Meistaraflokkar félagsins í blaki, handbolta og knattspyrnu standa sameiginlega að þessum tveimur viðburðum. „Þetta verður frábær helgi fyrir Mosfellinga og stuðningsmenn Aftureldingar,“ segir Jón Júlíus Karlsson, fram- kvæmdastjóri Aftureldingar. „Við höfum horft með öfundaraugum á sambærilega viðburði hjá öðrum félögum. Meistaraflokkar félagsins ákváðu því að snúa bökum saman og vinna sameiginlega að því að skapa þessa hefð líka hér í Mosfells- bæ. Undirbúningur hefur gengið afar vel og við erum öll virklega spennt fyrir því að félagið sé nú að standa að þessum viðburðum sem ein heild.“ Miðasala hefst á föstudag og fer fram í afgreiðslu íþróttahúss- ins að Varmá. Einnig er hægt að panta miða með því að senda póst á herrakvoldumfa@gmail.com eða kvennakvoldumfa@gmail.com. www.lagafellskirkja.is fjölnota íþróttahús íþróttahús varmárskóli Nýtt gervigras hefur verið lagt á stóra völlinn að Varmá. Nær íþróttahúsinu mun síðan rísa nýtt fjölnota íþróttahús eins og sést á yfirlitsmyndinni hér að ofan. 3.200 fermetra hús mun rísa að Varmá • Iðkendum knattspyrnudeildar fjölgar hratt ráðist verður í framkvæmdir við fjölnota íþróttahús að Varmá Fyrir bæjarráði Mosfellsbæjar liggur nú til samþykktar tillaga um byggingu 3.200 fermetra fjölnota íþróttahúss sem staðsett verði austan við núverandi íþróttamann- virki að Varmá. Um er að ræða svokallað hálft yfirbyggt knatthús þar sem eldri gervisgrasvöllur að Varmá er nú. samræmist stefnumörkun uMFa Undirbúningur málsins hefur staðið yfir frá árinu 2014 og fólst í upphafi í öflun og úrvinnslu gagna þar sem ólíkar útfærslur voru vegnar og metnar. Í upphafi var t.d. skoðað hvaða leiðir önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hefðu farið í þessum efnum, fjallað um mögulega staðsetningu innan bæjarins, kostir og gallar ólíkra rekstrarforma voru reifaðir og loks kannað hvort að unnt væri að reisa slíkt hús í samstarf við Reykjavík- urborg. Við þarfagreininguna var víða leitað fanga, m.a. til knattspyrnudeildar Aftur- eldingar, en sú tillaga sem nú liggur fyrir bæjarráði er í samræmi við stefnumörkun Aftureldingar um uppbyggingu knatt- spyrnusvæðis Aftureldingar. gert ráð fyrir hlaupabraut Niðurstaða þessarar vinnu var sú að Mosfellsbær eigi og byggi sjálfur húsið og sú lausn sem varð ofan á hefur nú verið frumhönnuð og er áætlaður byggingar- kostnaður um 308 m. kr. Við undirbúnings verksins var jafnframt litið til þess að tryggja að fleiri aðilar í Mos- fellsbæ en knattspyrnufólk geti nýtt húsið undir sína starfsemi og því er til að mynda gert ráð fyrir hlaupabraut í húsinu. Bylting í aðstöðu íþróttafólks „Það er ánægjulegt að nú sjái fyrir end- ann á þessari vinnu með þessari góðu niðurstöðu,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri. „Það er ljóst að hér verður um byltingu að ræða í aðstöðu íþróttafólks í Mosfellsbæ og þá sérstaklega þeirra sem stunda knattspyrnu sem og foreldra sem fylgjast með börnum sínum í leik og keppni. Um leið gerir þetta okkur kleift að taka á móti nýjum iðkendum við fjölgun íbúa í stækkandi bæjarfélagi.“ Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við hús- ið hefjist á næsta ári þegar hönnun hússins og deiliskipulagsferli er lokið. Mosfellsbær tekur við tíu flóttamönnum Á fundi bæjarráðs þann 12. október var tekið fyrir erindi velferðar- ráðuneytisins þar sem óskað var eftir því að að Mosfellsbær taki á móti 10 flóttamönnum frá Úganda. Í afgreiðslu bæjarráðs segir að Mosfellsbær hafi áður lýst vilja sínum til að taka á móti flóttamönnum og sé því jákvæður gagnvart þessu erindi ráðuneytisins. Framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs var falið að undirbúa umsögn um málið, ræða við velferðarráðuneytið og hefja undirbúning samnings um verkefnið. Fallist Mosfellsbær á að taka við fólkinu mun sveitarfélagið meðal annars útvega því húsnæði og veita því nauðsynlega þjónustu en fjármögnun kemur frá velferðar- ráðuneytinu. Þann 25. september var haldinn sameig- inlegur fræðsludagur leik- og grunnskóla í Mosfellsbæ. Starfsmönnum í frístundastarfi og dagforeldrum bauðst að taka þátt í deg- inum ásamt öllum starfsmönnum skólanna og voru þátttakendur hátt í 400 manns. Var þetta í fyrsta sinn sem fræðsludagur sem þessi er haldinn þvert á þá starfsemi sem á sér stað í stofnunum fræðslu- og frístundasviðs. Mosfellsbær einn vinnustaður Í upphafi dagskrárinnar bauð bæjarstjóri þátttakendur velkomna og sagði frá nýrri framtíðarsýn og áherslum Mosfellsbæjar. Benti hann sérstaklega á þá áherslu að mikilvægt væri að líta á Mosfellsbæ sem einn vinnustað og að sameiginleg gildi hafi nýst vel til þess að stuðla að því. Í kjölfar þess ræddi Anna Steinsen tóm- stunda- og félagsmálafræðingur um hrós og hvatningu til að byggja upp liðsanda á vinnustöðum, áhrif þess á daglegt líf í vinnunni og mikilvægi þess að gera það á réttan hátt. Að því loknu völdu starfsmenn sér vinnustofur og voru 13 slíkar í boði. Þar var unnið með ólík viðfangsefni eins og Goog- le Classroom, leiki sem verkfæri, kyrrð í kennslustofunni, að auka vellíðan og seiglu, mataræði og heilsu, svo dæmi séu tekin. samvinna og tengsl þvert á skólastig Þessi samvinna veitti starfsmönnum tækifæri á að mynda tengsl og fræðast á milli skólastiga og mun án efa nýtast starfs- fólki leik- og grunnskóla í þeirra störfum. „Ég tel að sú leið sem við völdum, þ.e. að vinna að fræðslu þvert á skólastig, hafi tekist einkar vel. Skipulag og verkefni dags- ins hafa orðið til þess að þétta raðirnar enn frekar í upphafi vetrarstarfsins og umræð- urnar muni eiga sinn þátt í að gera gott skólastarf í Mosfellsbæ enn betra,“ sagði Linda Udengard, framkvæmdastjóri skóla- og frístundasviðs Mosfellsbæjar. Mosfellsbær hélt sameiginlegan fræðsludag þvert á skólastig • Þétta raðirnar enn frekar fræðsludagur í leik- og grunnskólunum ólíkar vinnustofur

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.