Mosfellingur - 19.10.2017, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 19.10.2017, Blaðsíða 8
 - Fréttir úr bæjarfélaginu8 Margt var um manninn á sunnudaginn þegar skátafélagið Mosverjar bauð bæjar- búum á Skátadag í Álafosskvosinni en þar hafa skátarnir hreiðrað um sig í frábæru umhverfi. Klifurveggur var reistur og komust ófáar hetjur á toppinn áður en þær svifu tignarlega niður aftur. Einnig var sett upp aparóla niður „stallana“, kajökum var skellt á tjörnina á Stekkjarflöt, hækbrauð bakað og sykurpúðar grillaðir. Dagskráin var liður í því að kynna starf skátafélagsins fyrir bæjarbúum. Tekið er vel á móti nýjum skátum og áhugasamir boðnir velkomnir á skátafundi en þeir eru á eftirfarandi dögum: Drekaskátar - 2. og 3. bekkur - mánudaga frá 16:00-17:00 Drekaskátar - 4. bekkur - mánudaga frá 17:00-18:00 Fálkaskátar - 5.-7. bekkur - fimmtudaga frá 16:30-18:00 Dróttskátar - 8.-10. bekkur - fimmtudaga frá 20:00-21:30 Rekka- og róverskátar - framhalds skóli og eldri - mánudaga frá 20-22 Árlegt Skólahlaup UMSK fór fram á Kópavogsvelli 5. október. Góð þátttaka var í hlaupinu, um 900 nemendur úr 4.-7. bekk grunnskólanna á sambandssvæði UMSK. Þar af voru 315 úr Mosfellsbæ. Úrslitin má sjá á heimasíðunni umsk.is. Á myndinni má sjá sigurvegara í 6. bekk; Enes Þór Enesson með Steinunni íþróttakennara og Valdimar Leó formanni UMSK. hEIMANÁMSAÐSTOÐ FYRIR 1.-10. BEKK Alla þriðjudaga frá kl. 14 - 16. Heimanámsaðstoð fyrir 1.-10. bekk á bókasafni Mosfellsbæjar alla þriðjudaga frá 14-16. HOMEWORK ASSISTANCE at the library in Mosfellsbær, Kjarni, Þver- holt 2. Every Thursday from 2-4 PM. Nánari upplýsingar / Further info: hulda@redcross.is /898 6065 Aðalmerki | Samsetning | Mosfellsbæ Blik Bistro & Bar er nýr og glæsilegur veitingastaður í íþróttamiðstöð Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Fullkominn veitingastaður ásamt bar og glæsilegum veislusal sem rúmar allt að 160 manns. Jólahlaðborðin okkar eru einsetin og sætaframboð takmarkað við 120 manns. Fleiri dagsetningar geta bæst við og hópabókanir á aðra daga eru mögulegar. Hafið samband sem fyrst. Bókanir og upplýsingar: sími 859 4040 blik@blikbistro.is Eftirréttir Súkkulaði jólamousse Ris a la Mande Súkkulaðikaka með rjóma Ka og konfekt Forréttir Jólasíld, lauksíld og appelsínusíld Grann lax með dill sósu Reyktur lax með piparrótarsósu Gran gæsabringa með blóðbergi og bláberjum Villibráðarpaté með rauðlaukssultu Hamborgarhryggur Hangikjöt með uppstúf, grænum baunum, rauðkáli og laufabrauði Rúgbrauð, atbrauð og smjör Aðalréttir Appelsínugljáð kalkúna- bringa Ekta dönsk purusteik Íslenskt lambalæri Purtvínssósa Villisveppasósa Sæt kartöumús Rauðvínssoðnar perur Sykurbrúnaðar rófur Steikt rótargrænmeti Eplasalat með rauðrófum Fordrykkur: Beefeater með einiberjum og FeverTree Tonic Verð á mann kr. 9.900 ÓTRÚLEGAR MÓTTÖKUR - BÓKIÐ STRAX NÓV 18 LAU NÓV 25 LAU DES 2 LAU DES 9 LAU Jólahlaðborð í hjarta Mosfellsbæjar og dansleikur á eftir með Dj Fox 315 krakkar úr Mosfellsbæ tóku þátt í Skólahlaupi UMSK Skátadagur í Álafosskvosinni ásta og andrés hafsteinn, knútur og elísabet jóhanna og alfreð „Kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem getur“ • Mikil dagskrá í Mosó 6. og 7. okt. Glæsilegt umdæmisþing Rótarý eliza reid og knútur umdæmisstjóri styrkir veittir úr verðlauna- og styrktarsjóði rótarý Umdæmisþing Rótarý á Íslandi var haldið í Mosfellsbæ fyrstu helgina í október. Þema þessa 72. þings var „kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem getur.“ Setningarathöfn fór fram í Kletti, íþróttamiðstöð golfklúbbsins. Þar fóru fram ýmis ávörp m.a. frá Elizu Reid forsetafrú. Á laugar- deginum fór þinghald fram í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Þétt dagskrá var þar í boði allan daginn. Um kvöldið var svo haldinn hátíðarkvöldverður í Hlégarði sem endaði með dansleik. Styrkir til mosfellskra verkefna Í tengslum við þingið veitti stjórn Verðlauna- og styrktarsjóðs Rótarý styrki til þriggja verkefna í Mosfellsbæ. Reiðnámskeið fyrir börn og ungmenni með fötlun fékk 400.000 kr. styrk. Leikur að læra fékk álíka styrk fyrir sitt námsefni og kennsluaðferð. Þá fékk Agnes Wild styrk fyrir framlag sitt á sviði sviðslistar og námskeiða fyrir börn og unglinga til styrktar sjálfsmynd þeirra og framkomu. eiríkur, ragnheiður, sigríður og elísabet

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.