Mosfellingur - 19.10.2017, Blaðsíða 37

Mosfellingur - 19.10.2017, Blaðsíða 37
Væntingar Öll höfum við vonir og væntingar fyrir framtíðina, fjölskylduna okkar og ættingja. Einnig varðandi ýmsa hluti í kringum okkur, já eða bara ástandið yfirleitt. Það er komið haust og við byrjum þetta haust á rigningu og roki, og stöku sinnum að skafa rúðurnar á morgnana. Undirritaður hefur þurft að beita sköfunni fjórum sinnum þetta haustið. Það er nú ekki vandamál enda hokinn af reynslu með ýmis vopn á lof ti svo sem bókasafnsskírteini, geisladisk a- hulstur, illa nagaðar neglur, já og svo inneignalaus debetkort, svo eitthvað s é nefnt. Það er líka komið að árlegum viðburði eða þannig. Kosningum. Það er ekki nema ca. ár síðan við kusum síðast þannig að við ættum að vera í góðri æfingu við að koma X-inu okkar fyrir á réttan stað. Ég nenni ekki í neinn kosningaáróður í þessum pistli þannig að þið kjósið eftir ykkar hentisemi. Nú ef þið eruð eitthvað óánægð með ykkar v al þá bara kjósið þið öðruvísi næsta haus t, ef þetta á að vera árlegur viðburður hér á landi. Ef það gerist ekki og þið eruð yfirbuguð af söknuði í að komast í kjörklefann þá eru alltaf sveitarstjórna r- kosningarnar í vor.... En öll höfum við væntingar hvað framtíðin ber í skauti sér og allt það, ef ég nota hátíðlegt orðalag, hvort sem það er pólitíkin eða eitthvað annað. Ég rifjaði eitt upp sem ég sagði þegar ég var svona ca. 10 ára. Í gegnum árin hef ég verið ágætlega yfirlýsingaglaður og sjaldan verið innistæða fyrir stóru orðunum eða loforðunum enda hef ég ekki alltaf hugsað þau til enda. En þett a var sennilega 1990-1991 sem ég lét þet ta loforð falla: „Þegar Ísland kemst á HM þá ÆTLA ÉG AÐ FARA, þótt ég þurfi að selja allt sem ég á,“ minnir mig að ég hafi sagt. Ég átti nú ekki von á þá að ég þyrfti að efna þetta loforð enda fátt sem benti til þess að þetta væri á döfinni næstu 50 árin, (þegar maður er 10 ára er maður gamall karl um 35) eða þangað til að ég yrði gamall karl. Ég var heldur ekki að spá í að HM gæti verið haldið í Suður-Ameríku, Afríku, Dúbaí, nú eða Rússlandi. Ég var heldur ekki að spá í að ég yrði kominn með fjölskyldu og í vinnu og gæti því ekki bara skroppið á HM sisvona. En á dauða mínum átti ég von á frekar en árið 2018 þyrfti ég að efna þessi stóru orð 10-11 ára gutta úr sveit- inni, og það skal ég glaður gera, ef yfirdráttarguðirnir verða mér hliðholl ir. Þjónusta við mosfellinga verslum í heimabyggð Skýja luktirnar fáSt í BymoS smá auglýsingar Þjónusta við Mosfellinga - 37 Þú getur auglýst frítt (...allt að 50 orð) sendu okkur þína smáauglýsingu í gegnum tölvupóst: mosfellingur@mosfellingur.is týndur páfagaukur Pele páfagaukur flaug út um gluggann hjá okkur í Klapparhlíðinni um helg- ina. Hann er kolsvartur en með gult band um hálsinn. Endilega hafið samband ef þið verðið hans var í síma 897-8545. smáauglýsingarnar eru fríar fyrir einstaklinga mosfellingur@mosfellingur.is Snyrti-, nudd- & fótaaðgerðastofan Líkami og sál Þverholti 11 - s. 566 6307 www.likamiogsal.is Verið hjartanlega velkomin! Bíldshöfða 14 | Reykjavík | s. 520 3200 www.artpro.is Notaðir TOYOTA varahlutir Bílapartar ehf Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ www.bilapartar.is Sími: 587 7659 Notaðir TOYOTA varahlutir Bílapart r ehf Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ www.bilapartar.is Sími: 587 7659 Notaðir TOYOTA varahlutir Bílapart r ehf Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ www.bilapartar.is Sími: 587 7659 Vespu-, bifhjóla-, og bílpróf Annast akstursmat og sé um hæfnispróf fyrir þá sem hafa gleymt að endurnýja. www.malbika.is - sími 864-1220 www.bmarkan.is Opnunartími sundlauga lágafellslaug Virkir dagar: 06:30 - 21:30 Helgar: 08:00 - 19:00 Varmárlaug Virkir dagar: 06:30-08:00 og 15:00-21:00 Laugard. kl. 08:00-17:00 og sunnud. kl. 08:00-16:00 MOSFELLINGUR kemur næst út 9. nóv. SkilafreStur fyrir efni og auglýSingar er til hádegiS 6. nóv. Meindýraeyðing - Myglusveppur - uppsetning gæðakerfa Cultus ehf. býður upp á alla þjónustu á meindýravörnum og meindýraeyðingu fyrir fyrirtæki, einstaklinga og húsfélög sem og þjónustu við að finna og greina myglusvepp. Cultus ehf. tekur einnig að sér uppsetningu á gæðakerfum fyrir lítil og stór fyrirtæki. Áratugalöng reynsla. Uppl. gefur Jóhann Þór Ragnarsson í s. 780-4481 eða johannragn@gmail.com GLERTÆKNI ehf Völuteigi 21 - gler í alla glugga - s . 5 6 6 - 8 8 8 8 • w w w. g l e r ta e k n i . i s

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.