Mosfellingur - 09.11.2017, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 09.11.2017, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna sunnudagur 12. nóvember Kvöldguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 20:00. Sr. Kristín Pálsdóttir. sunnudagur 19. nóvember Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00. Sr. Arndís Linn sunnudagur 26. nóvember Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl 11.00. Sr. Kristín Pálsdóttir sunnudagaskólinn er í lágafellskirkju á sunnudögum kl. 13:00 Allir hjartanlega velkomnir Ásgeir býður sig fram á lista Sjálfstæðisflokks Ásgeir Sveinsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í forystusveit Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Ásgeir er framkvæmdastjóri hjá Halldóri Jónssyni ehf. auk þess sem hann hefur verið virkur í sjálfboðaliða- starfi innan hand- knattleiksdeildar Aftureldingar, m.a. sem formað- ur meistarflokks- ráðs karla. Hann hefur, ásamt öflugum hópi, stýrt uppbyggingu á sterku meistarflokksliði karla. „Ég hef lengi haft brennandi áhuga á pólitík og fylgst vel með bæjarmál- unum í Mosfellsbæ og því faglega og öfluga starfi sem hefur verið unnið undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Ég tel að víðtæk reynsla mín sem stjórnandi í atvinnulífinu til margra ára og í félagsmálum geti reynst vel innan bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.“ Ásgeir og fjölskylda hans hafa búið í Mosfellsbæ í 18 ár og er hann giftur Helgu Sævarsdóttur hjúkrunar- og lýðheilsufræðingi. Þau eiga þrjú börn, Elvar 23 ára, Ásu Maríu 19 ára og Hilmar 17 ára. Samskiptavandi í bæjarstjórninni Á fundi bæjarstjórnar Mosfells- bæjar þann 1. nóvember fóru fram umræður um samskipti kjörinna fulltrúa. Virtust bæjarfulltrúar sam- mála um að í lengri tíma hafi ekki verið góð samskipti þeirra á milli og þau ekki til fyrirmyndar. Erindi þess efnis var tekið til dagskrár að frumkvæði Íbúahreyfingarinnar en fulltrúum þeirra finnst þeir vera lagðir í einelti. Ljóst er að bæta þarf ástandið svo betri vinnufriður geti skapast. Hér að ofan má sjá oddvita flokkanna sem eiga sæti í bæjarstjórn en þeir hafa samþykkt að setja á fund til að finna lausn á þessum vanda. Munu þeir setjast niður og eiga hreinskiptar umræður og vonandi koma samkiptunum í ásættanlegt horf. Nýr forstöðumaður samskipta- og þjónustudeildar bæjarins mun stýra fundinum auk þess sem bæjarfulltrúi Íbúahreyfing- arinnar áskilur sér rétt til að mæta með fagmanneskju sér við hlið. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar • Þjónusta við ung börn aukin • Fjölnota íþróttahús Tekjur aukast, þjónusta efld og fjárfest í innviðum Helgafell fasteignasala · Stórhöfða 33 · 110 Reykjavík S. 566 0000 · www.helgafellfasteignasala.is Hólmar Nemi til fasteignasala Jón Nemi til fasteignasala Guðbrandur Löggiltur fasteignasali Rúnar Löggiltur fasteignasali Knútur Löggiltur fasteignasali Gunnar Hdl. Löggiltur fasteignasali Rúrý Innanhúss- ráðgjafi Linda Nemi til fasteignasala VefaRastRæti 16-22 270 Mosfellsbær Þriðjudaga kl. 17-18:30 Miðvikudaga kl. 17-18:30 Fimmtudaga kl. 17-18:30 Sölumenn á staðnum Tveggja TIL fjögurra Herbergja íbúðIr Mikill metnaður einkennir alla hönnun og efnisval vandaðar sérsmíðaðar innréttingar frá axis, lýsing frá Lumex og góð lofthæð. Húsið er staðsteypt, klætt báruáli frá Áltak, þar sem hönnunin fær að njóta sín til fulls. Innsteypt innfelld lýsing undir svölum. Hiti undir steyptri stétt. bílageymsluhús í sérflokki og stórar og góðar geymslur með 35 stæðum ásamt 41 bílastæði utandyra. rafmagnsopnanir í anddyrum, teppa-, og flísalögð sameign. Hljóðplötur í sameign til að dempa hljóð utan íbúðar. Ljósleiðaratenging komin inn í íbúðir. Sameign og lóð eru fullfrágengin.. Afhending við kaupsamning Líklega vönduðustu íbúðir landsins 33-61 millj. gæðin liggja í smáatriðunum Ástu – sólliljugata 3 270 Mosfellsbær 209,8 fm Parhús Skilast á bygginarstigi 5 Löggiltur fasteignasali Rúnar 7755 805 Hringið fyrir verð Hagaland 4 270 Mosfellsbær 182,9 fm Parhús Ein hæð Bílskúr Löggiltur fasteignasali Knútur 7755 800 64.900.000 Raðhús á einni hæð 130 fm. og 160 fm. Bílskúr Nýbygging 42-55 milljónir Glæsileg raðhús á einni hæð við Vogatungu í Leirvogstungu. Húsin skilast á byggingarstigi 4. eða eftir nánara samkomulagi. Góð lofthæð. Virkilega fallegur staður í ört vaxandi sérbýlishúsahverfi Sölusýningar VoGatuNGa raðhús á einni hæð · 270 Mosfellsbær Fjárhagsáætlun fyrir árin 2018-2021 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Mos- fellsbæjar þann 26. október. Áætlunin gerir ráð fyrir að rekstrar- afgangur næsta árs verði 318 m.kr. Fram- kvæmdir að frádregnum tekjum af gatna- gerðargjöldum er áætlað að nemi 1.521 m.kr. og að íbúum fjölgi um 6% milli ára. Gert er ráð fyrir því að tekjur sveitarfélags- ins nemi 10.550 m.kr., gjöld fyrir fjármagns- liði nemi 9.555 m.kr. og fjármagnsliðir 650 m.kr. Skuldir sem hlutfall af tekjum halda áfram að lækka og verða 99,4% í árslok 2018 sem er umtalsvert neðar en hið lögbundna 150% mark sem áskilið er samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mos- fellsbæ. Þjónusta efld Áfram verður unnið að því að auka þjón- ustu við 12-18 mánaða börn og plássum fjölgað um 20 á þeim ungbarnadeildum sem stofnaðar voru við tvo leikskóla bæjar- ins í ár. Lagt er til að frístundaávísun hækki um 23% og gjaldskrár leikskóla miðist við 15 mánaða aldur. Þá verði unnið að því að skapa enn betri aðstöðu í skólum m.a. með því að efla tölvukost og aðra aðstöðu í leik- og grunn- skólum. Einnig er lagt til að fjárhagsaðstoð hækki um 6,5% og sérstakur húsnæðis- stuðningur hækki verulega. Fjölnota íþróttahús byggt að varmá Stærsta einstaka framkvæmdin á árinu 2018 er bygging Helgafellsskóla en gert er ráð fyrir að um 1.200 m.kr. verði varið til þeirrar byggingar á árinu. Miðað er við að fyrsti áfangi skólans verði tekinn í notkun í byrjun árs 2019. Jafnframt er gert ráð fyrir því að vinna við undirbúning annars áfanga Helgafellsskóla hefjist á næsta ári. Þá er stefnt að því að hefja framkvæmdir við fjölnota íþróttahús á árinu 2018 og að þeim ljúki á fyrri hluta árs 2019. Átak verður gert í endurnýjun gangstétta í eldri hverf- um og lagt til að framlög til viðhalds húsa og lóða bæjarins aukist um fjórðung. Loks er lagt til að farið verði í aðgerðir til að hefta útbreiðslu ágengra plantna og unnið að mótun umhverfisstefnu, sam- göngustefnu og forvarnastefnu. lækkun gjalda Álagningarhlutföll fasteignagjalda lækka um 11% og almennt er ekki gert ráð fyrir gjaldskrárhækkunum hjá Mosfellsbæ og munu þær því lækka að raungildi þriðja árið í röð. Lagt er til að framlög til afslátt- ar á fasteignagjöldum til tekjulægri eldri borgara hækki um fjórðung. Gert er ráð fyrir hækkun sorphirðugjalds um 1.900 kr. milli ára einkum vegna magnaukningar á sorpi. Fjárhagsáætluninni hefur nú verið vísað til umfjöllunar í nefndum bæjarins en gert er ráð fyrir því að seinni umræða fjárhags- áætlunar fari fram miðvikudaginn 29. nóv- ember næstkomandi. Mikilvægt að skila rekstrarafgangi „Það er afar ánægjulegt að unnt sé að leggja til aukna þjónustu við Mosfellinga í þessari fjárhagsáætlun og jafnframt skila góðum rekstrarafgangi“, segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri. „Við höfum náð góðum árangri í rekstri Mosfellsbæjar þegar horft er á alla hefðbundna mælikvarða og getum nú í senn eflt þjónustuna og byggt upp til til framtíðar. Vinna við undirbúning annarrar umræðu um fjárhagsáætlun er hafin. Framboð sem sæti eiga í bæjarstjórn hafa komið með sín- ar tillögur sem fara til úrvinnslu og skoðun- ar. Má þar nefna tillögu um frekari hækkun frístundaávísunar, lækkun leikskólagjalda og fjármuni til gerðar græns skipulags. Vonandi verður hægt að bæta enn frekar í, þótt mikilvægt sé að bærinn skili góðum rekstrarafgangi þegar framkvæmdir eru eins miklar og raun ber vitni. Ég vil þakka starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir frábær störf fyrir samfélagið hér í bæ enda á það stóran þátt í því að hægt er að bæta þjónustuna eins og þessi fjárhagsáætl- un ber með sér,“ segir Haraldur að lokum. Vinnsla Við fjárhagsáætlun mosfellsbæjar stendur yfir helgafellsskóli er nú í byggingu sÓkn Í sÓkn – liFandi saMFÉlag Vertu með í sókninni! - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.