Mosfellingur - 09.11.2017, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 09.11.2017, Blaðsíða 6
Eldri borgarar Þjónustumiðstöðin Eirhömrum Fram undan í FélagsstarFinu JÓlaBasar 2017 Hinn árlegi basar á vegum félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ verður haldinn laugardaginn 18. nóv kl. 13:30 á Eirhömrum. Fallegar handunnar vörur á afar góðu verði og úrvalið fjölbreytt. Hlökkum til að sjá sem flesta á basarnum. Allur ágóði fer til þeirra sem minna mega sín í bænum okkar. Kór eldri borgara Vorboðarnir syngja fyrir gesti. Kaffisala á vegum kirkjukórsins verður í matsal. STYRKJUM GOTT MÁLEFNI gaman saman í nóvember 2.,16. og 30. nóvember Glaða gengið ásamt Helga undirleikara mætir og fær góða gesti úr leikskólum/ skólum bæjarins. Endilega komið og verið með. Kaffi og meðlæti í boði eftir skemmtun á 500 kr. í matsal. Félagsvist í nóvember Verður haldin 10. og 24. nóv. kl. 13:00 í borðsal. Verð 600 kr. Innifalið er kaffi, meðlæti og vinningur ef heppnin er með þér. Jólakúlunámskeið Verður haldið í félagsstarfinu Eirhömrum 5., 6. og 7. des. Allt efni innifalið og kostar kúlan 1.000 krónur. Áhugasamir endilega skráið sig í síma 586-8014 eða elvab@mos.is. Jólahlaðborð Í hádeginu föstudaginn 8. des kl. 12:00 á Grand Hótel Reykjavík. Jólahlaðborð 5.040 kr. með afslætti. Innifalið í því verði er matur og kaffi en ekki aðrir drykkir. Við ætlum að fara með rútu ef næg þátttaka fæst í hana og greiðist sér í hana. Greiða þarf í rútu viku fyrr (1. desember) til að athuga þátttökuna. Mæting í rútu er 11:30 frá Eirhömrum. Skráning í síma 586-8014 eða elvab@mos.is eða á þátttökublaði í handverksstofu. - Fréttir úr bæjarlífinu6 Félag aldraðra í mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is Íbúasamtök stofnuð í Krikahverfi Íbúasamtök Krikahverfis voru form- lega stofnuð á íbúafundi í Krika- skóla 24. október. Um 60 manns mættu á fundinn en fundarstjóri var Hafsteinn Pálsson. Meðal þeirra sem tóku til máls voru Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Ásgeir Guðmundsson lögreglumaður á lögreglustöð 4. Fram fóru umræður um mikilvægi íbúasamtaka, tilgang og markmið. Aðalumræðuefnið var þó uppsetning öryggismyndavéla í hverfinu en þó nokkuð hefur borið á þjófnaði í hverfinu. Á næsta fundi íbúasamtakanna verður rætt um Sunnukrika en þar hefur lóðum verið úthlutað undir hótelbyggingu og aðra þjónustu tengda ferða- mönnum. Á stofnfundinum var kosin stjórn íbúasamtakanna sem skipuð er fimm konum: Helena Kristinsdóttir formaður, Freyja Leópoldsdóttir ritari, Rakel Tanja Bjarnadóttir varaformaður, Ásgerð- ur Inga Stefánsdóttir meðstjórnandi og Olga Einarsdóttir meðstjórnandi. Framkvæmdir við Mosfellskirkju Þessa dagana eru framkvæmdir að hefjast í kringum Mosfellskirkju í Mosfellsdal. Til stendur að malbika plan og aðgengi að kirkjunni. Framkvæmdirnar munu gjörbreyta aðkomu að kirkjunni og auðvelda umferð en mikið er um bílaumferð í kringum kirkjuna í tengslum við gönguferðir á Mosfell. ókmennta- Hlaðborð 2017 b í Bókasafni Mosfellsbæjar þriðjudaginn 14. nóvember kl. 20-22 Höfundar: Stjórnandi: Tónlist: Aðgangur ókeypis - Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir Bjarki Bjarnason - Söngurinn og sveitin Bubbi - Hreistur Jón Kalman Stefánsson - Saga Ástu Lilja Sigurðardóttir - Búrið Vilborg Davíðsdóttir - Blóðug jörð Algjör veisla Kertaljós og veitingar að hætti Bókasafnsins Katrín Jakobsdóttir Kolbeinn Tumi Haraldsson leikur á píanó frá kl. 19.15 Bók um Alla Rúts kemur út fyrir jólin Seinna í mánuðnum kemur út ævisaga hins eina sanna Alla Rúts. Hann er Mosfellingum að góðu kunnur enda rekið Hótel Laxnes og Áslák í þó nokkur ár. Lesblindur drengur flosnar upp úr námi á Siglufirði og verður einn mesti braskarinn á Íslandi; rekur hér stærstu bílasöluna, flytur út hesta í tugatali og kemur sér bæði í og úr vandræðum eins og honum sé borgað fyrir það. Hér er skyggnst inn í heim sem fáir þekkja til — heim Alla Rúts — sem fékk ódrepandi sjálfstraust og dugnað í vöggugjöf og lætur ekkert buga sig. Hann kemur við á mörgum sviðum mann- lífsins, tekur stundum dýfur, en lendir þó alltaf standandi. Höfund- ur bókarinnar er Helgi Sigurðsson sagnfræðingur og dýralæknir en það er Bókaútgáfan Hólar sem gefur út. Meðal þess sem kemur fram í bókinni: Voveiflegir atburðir verða í Fljótum. Sprúttsali festir tappana ekki vel. Landsþekktur danskennari er hrekktur. Jeppi er pikkfastur í Meyjarhafti. Tunnuverksmiðjan brennur. Rangur brandari er sagður á réttum stað. Bankastjóri þiggur mútur. Hauskúpa veldur uppþoti í tollinum. 112 milljónir óvart lagðar inn á bankareikning. Forsætis- ráðherrann segir ósatt. Gjaldþrot verður — og ekki bara eitt. Túristar vaktir með brunabjöllu og svona mætti lengi telja. Umtalsverðar breytingar verða á leiðakerfi Strætó um næstu áramót. Breytingarnar eru liður í að ná fram því markmiði sveit- arfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að bæta þjónustu og fjölga þannig notendum. Einföldun leiðakerfis og aukin tíðni ferða eru mikilvægt skref í þá átt að gera Strætó að ferðamáta sem er samkeppnishæfur við aðrar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þær breytingar sem snúa að Mosfellsbæ eru m.a. að leið 15 mun aka lengur á kvöld- in og ekki verður lengur dregið úr ferðatíðni á sumrin eins og verið hefur síðustu ár. Leið 6 mun hætta að keyra upp í Mos- fellsbæ, en í staðinn mun leið 7 keyra frá Egilshöll og upp í Mosfellsbæ og tengjast Helgafellshverfi. Þannig verður unnt að tryggja þjónustu við það hverfi. Næturakst- ur á völdum leiðum um helgar akstur í nýjum hverfum mosfellsbæjar Að sögn Bryndísar Haraldsdóttur, full- trúa Mosfellsbæjar í stjórn Strætó bs. er enn unnið að því að leggja mat á það hvernig væri unnt að auka þjónustu við íbúa Leir- vogstungu. Þar eru þrír kostir í mati. Í fyrsta lagi að leið 7 keyri inn í Leirvogs- tungu, í öðru lagi að leið 57 keyri í gegnum hverfið í stað þess að stoppa á gatnamót- unum við Vesturlandsveg og í þriðja lagi að koma á svokallaðri pöntunarþjónustu. Niðurstaða þessarar skoðunar mun líta dagsins ljós á næstu vikum. stórt sameiginlegt verkefni „Ég er afskaplega ánægð að það skuli hafa verið samþykkt í stjórn Strætó að auka þjónustuna hér í Mosfellsbæ. Við þurftum að hafa fyrir því að ná því fram. Efling og þróun almenningssamgangna er eitt af stóru sameiginlegu verkefnum sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu. Mikill árang- ur hefur náðst á síðustu misserum og árið 2016 ferðuðust um 45 þúsund manns með Strætó daglega. Sá árangur sem við erum nú að ná við að efla strætisvagnasamgöng- ur í Mosfellsbæ eru hluti af góðu samtali okkar við önnur sveitarfélög á höfuðborg- arsvæðinu innan stjórnar Strætó.” sagði Bryndís Haraldsdóttir. Helgafellshverfi á kortið • Leirvogstungan næst á dagskrá Breytingar á leiðakerfi Strætó um áramótin ný leið 7 mun aka milli egils- hallar og helgafellshverfis Stórsveit Öðlinga skemmtir Mánudaginn 13. nóvember efnir félag eldri borgara í Mosfellsbæ til menningarkvölds í Hlégarði. Um mánaðarlegan viðburð er að ræða og að þessu sinni mun Stórsveit Öðlinga leika fyrir dansi undir stjórn Daða Þórs Einarssonar. Bjarki Guðmundsson og Hjördís Geirsdóttir munu syngja með sveitinni og halda uppi stuðinu. Skemmtunin hefst kl. 20:00.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.