Mosfellingur - 09.11.2017, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 09.11.2017, Blaðsíða 8
Húsið opnar með fordrykk kl. 18:30 Borðhald hefst kl. 19:00 Verð: 9.690 kr. á mann Dagsetingar í boði: 25. nóv - laus sæti 1.des - uppselt 8. des - uppselt Píanóleikur: Guðmundur Reynir Lifandi tónlist: Stefán Jakobsson og Andri Ívarsson Pantanir: veislur@vogv.is Aðrar uppl. í síma: 431-4343 Forréttir Tvær tegundir af síld · Grafinn lax Reyktur lax · Sítrus og engifer mareneraður lax Parmaskinka með melónum Bláberja grafinn ærvöðvi Grafinn gæsabringa · Villibráðarpaté Volg lifrakæfa með sveppum, beikoni & lauk Aðalréttir Purusteik Grillað lambalæri Heilsteikt nautalund Hamborgar hryggur (kalt) Hangikjöt (kalt) Súkkulaðikaka með rjóma · Ris ala mande Epla og kanil crem brulle Eftirréttir Matseðill Jólahlaðborð í Hlégarði Ný skáldsaga frá Jóni Kalman komin út Mosfellingurinn og rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson hefur gefið frá sér nýja skáldsögu, Sögu Ástu. Þar er sögð saga konu frá getnaði fram til dagsins í dag, þegar hún er á sjötugsaldri. Saga Ástu er fjölskyldusaga þar sem erfiðar tilfinningar og áföll setja svip sinn á tilveruna. „Öll fæðumst við nafnlaus en erum mjög fljótlega nefnd svo það verði ögn erfiðara fyrir dauðann að sækja okkur. Foreldrar Ástu völdu nafnið meðan hún var enn í móðurkviði. Nú liggur Sigvaldi faðir hennar á steyptri stétt – af hverju liggur hann þar? – og saga fjölskyldunnar rennur um huga hans. Þetta er saga Ástu, saga um ást í ólíkum myndum, íslenska sveit, skáldskap og menntunarþrá.“ Jón Kalman mun lesa upp úr bók sinni á Bókmenntahlaðborði Bókasafnsins á þriðjudaginn. Greiðlega gekk að slökkva eld í Kjarna Eldur kom í upp í Kjarnanum miðvikudaginn 25. október. Tveir dælubílar Slökkviliðsins á höf- uðborgarsvæðinu voru sendir á staðinn auk körfubíls. Að sögn varð- stjóra slökkviliðsins tók skamma stund að slökkva eldinn. Talið er að upptök eldsins megi rekja til þess að þakið var tjöruborið fyrr um daginn og einhvers staðar hafi leynst glóð. Brutu gegn lögum um persónuvernd Persónuvernd hefur úrskurðað að framkvæmdastjóri og sóknarprestur Lágafellssóknar hafi gerst brotlegir við persónu- verndarlög með því að hafa framsent tölvupósta starfandi prests til biskupsritara, prófasts Kjalarness- prófastsdæm- is og skrifstofu- og mannauðsstjóra Biskupsstofu. Póstarnir vörðuðu störf kvartanda, sem þá var prestur í Lágafellssókn, samstarf og sam- starfserfiðleika í sókninni. Þeir voru 12 talsins, árin 2014 og 2015. Þeir voru áframsendir án vitundar starfsmannsins sem kvartaði. - Fréttir úr bæjarfélaginu8 Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is Fáðu réttar upplýsingar Á sorpa.is kemstu til botns í málinu. Hvert á gler að fara? En plast? Hvað gerir maður við útrunnin lyf? Hvert í ósköpunum fara gömul leiktjöld? Þú finnur svör við þessum og öðrum áleitnum spurningum á sorpa.is. Kynntu þér flokkunarvefinn á flokkid.sorpa.is Leirvogstunguskóli tekur þátt í samevrópsku verkefni sem styrkt er af Erasmus. Verkefnið ber yfirskriftina „Play to learn, learn to play“ og miðar að því að miðla kennsluaðferðum og menningu milli þjóðanna. Þær þjóðir sem taka þátt auk okkar eru Ítalía, Spánn, Portúgal, Grikkland og Írland. Verkefnið spannar tvö ár og í síðasta mánuði tók Leirvogstunguskóli á móti 15 gestum, kennurum og skóla- stjórum í vikuheimsókn frá umræddum löndum. Gestirnir heillaðir af landi og þjóð Heimsóknin tókst afar vel enda mikil vinna og undirbúningur sem liggur að baki. Til að mynda prjónaði starfsfólk húfur úr íslenskum lopa handa gestunum sem vakti mikla hrifningu. Börnin skreyttu skólann með heimatilbúnum fánum þjóðanna, þau sungu einnig lög fyrir gestina sem þau höfðu æft sérstaklega fyrir heimsóknina. Gestirnir okkar voru sérlega heillaðir af landi og þjóð en ekki síður af leikskólanum okkar. Þeir höfðu sérstaklega á orði hvað það færi fram mikið, gott og faglegt starf í Leirvogstunguskóla og að börnin væru glöð og sjálfstæð. Leirvogstunguskóli tók á móti góðum gestum Miðla kennsluaðferðum og menningu milli þjóða hópurinn með lopahúfurnar john og guðrún börnin syngja fyrir gestina

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.