Mosfellingur - 09.11.2017, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 09.11.2017, Blaðsíða 14
 - Frítt, frjálst og óháð bæjarblað14 Bjarki Bjarnason hefur sent frá sér bókina Tíminn snýr aftur sem hefur að geyma örsögur og ljóð. „Undirtitill bókarinnar er örsöguljóð,“ segir höfundur- inn í viðtali við Mosfelling. „Oft eru óljós mörk á milli þessara bókmenntagreina. Ég skipti henni í nokkra hluta, sem bera kunnugleg nöfn, svo sem Hagfræði, Biblíusögur og Landbúnaður. En þegar betur er að gáð liggur hér fiskur undir steini. Eitt grunnstefið er í raun og veru tíminn og hugleiðingar mínar um hann. Við get- um ekki upplifað liðið andartak, ekki bók- staflega. Sú stund kemur aldrei aftur en á hinn bóginn erum við iðulega að endurlifa horfna lífsreynslu, tíminn er lúmskt fyrir- bæri og snýr oft aftur í ein- hverri mynd. Það er hugsunin á bakvið titil bókarinnar.“ Bjarki hefur sent frá sér um 20 bækur af ýmsum toga á sínum ferli, sagnfræðirit, skáldverk, barnabækur og ljóð. „Ég hef ekki viljað binda mig við eitt bókmenntaform en hef sérstakt dálæti á að feta fíngerða slóð á milli sagnfræði og skáldskapar, á milli ímyndunar og svokallaðs raunveru- leika. Því hvað er sannleikur þegar öllu er á botninn hvolft?“ Vilborg Bjarkadóttir myndskreytti bók- ina, Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir sá um hönnun og umbrot en útgefandi er Bókaútgáfan Sæhestur. Rithöfundurinn Bjarki Bjarnason gefur út örsögur og ljóð Ný bók frá Bjarka bjarki hefur sent frá sér 20 bækur af ýmsum toga Vefðu þig hlýju Ábreiða úr hinni einstöku íslensku ull gerir hverja stund hlýja og notalega… Sjá sölustaði á istex.is Það eru allir með draum um hina full- komnu fjölskyldu þar sem samskiptin eru til fyrirmyndar og allir eru glaðir. Raunveruleikinn er sá að flestir eru bara ósköp venjulegir með sína góðu daga en einnig sína slæmu daga. Foreldrar skipta skapi og börnin rífast. Ekkert endilega alla daga en þessir dagar koma svo sannarlega fyrir hjá okkur öllum því öll erum við mannleg. Öll viljum við nú samt sem áður bæta okkur og viljum að börnum okkar lyndi vel saman. Börn eru ólík þótt þau séu systkini og oft sem þeim hreinlega líkar ekki hvert við annað. Ekki er hægt að þvinga systkini til að vera vinir en ýmislegt má gera til að bæta samskipti þeirra. Fyrsta skrefið er að stíga frá rifrild- inu. Ekki blanda þér inn í. Hlustaðu og jafnvel skrifaðu niður hvað er að gerast. Hver segir hvað og hvernig bregst hinn við? Er rifrildið alltaf um það sama? Hver er fyrst/ur, hver á hvað, hver á að sitja hvar o.s.frv? Með því að stíga aðeins frá rifrildinu er líka líklegra að þú náir að halda ró þinni og meta aðstæður á yfirvegaðan máta. Skref tvö er að leyfa barni að hleypa tilfinningunum út. Leyfðu allri kergj- unni og pirringnum að koma út. Ekki þvinga hann niður og láta hann rotna þar. Leyfðu barninu að tjá sig um allt sem fer í taugarnar á því og viðurkenndu þær tilfinningar. Það er oft ótrúlegt hvað það að viðurkenna tilfinningar annarra gerir mikið til að lægja þær. Oft er barnið hætt að vera pirrað út í systkini sitt ef það fær eyra til að segja hversu mikið það pirrar sig. Ekki draga úr tilfinningum eða reyna að koma með mótrök. Leyfðu barninu að tjá sig og segðu að þú heyrir í því. Börn eru oft afbrýðisöm út af ótrúlegustu hlutum og því getur komið á óvart hvað þau segja þér. Segðu þeim að þú sjáir hvernig þeim líður, viðurkenndu tilfinninguna og að þú heyrir hvað þau eru að segja. Eins og sagt er þá þarf að hleypa slæmu tilfinningunum út svo þær góðu komist inn. Starfsfólk Fræðsluskrifstofu Mosfellsbæjar Systkinaerjur - fyrri hluti SkólaSkrifStofa moSfellSbæjar Skóla hornið

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.