Mosfellingur - 09.11.2017, Blaðsíða 26

Mosfellingur - 09.11.2017, Blaðsíða 26
 - Heilsa26 Líkaminn í rúst Ég hlustaði á viðtal við athafna-konu á rúmlega miðjum aldri í gær. Hún var spræk í anda og ánægð með það sem hún hafði fengist við um ævina. Það tengdist mest þjón- ustu og rekstri veitingastaða. En það stakk mig að heyra hana segja „Líkaminn er náttúrulega í rúst. Maður vann svo mikið og gerði ekkert til að sinna líkamanum þegar maður átti frí. Ég hefði auðvitað átt að gera það, fara í sund, liðka mig og svona“. En hún gerði það ekki. Eins og svo margir aðrir. Og þarf að taka afleiðingunum af því í dag. Ég hitti fólk í hverri viku sem segir það sama. „Ég veit alveg að ég þarf að hreyfa mig, ég bara kem mér ekki í það.“ Hvaða rugl er þetta eig- inlega? Af hverju gefa svona margir skít í eigin heilsu og heibrigði? Er betra að vinna yfir sig og eyða svo síðustu áratugum, já áratugum, ekki árum, ævinnnar í að gera ekki það sem manni langar til af því að heils- an leyfir það ekki. Og láta aðra sjá um sig, hjúkra sér og halda manni gangandi. Í mínum huga er þetta ábyrgðarleysi og langt frá því að vera til fyrirmyndar. Það er til fyrirmyndar að taka ábyrgð á eigin heilsu. Sinna sjálfum sér þannig að maður geti sinnt öðrum. Ef þú ert í rugli í dag hvet ég þig til að rífa upp sokkana, henda þér í skó og fara út úr húsi. Farðu í langan göngutúr. Njóttu náttúrunn- ar. Klæddu þig vel ef veðrið er vont. Ekki detta í afsakanir og aumingja- skap þótt það sé kalt. Notaðu göngutúrinn til að hugsa um þig og þína heilsu. Hvernig þú ætlar að hreyfa þig reglulega. Koma þér í form. Njóta þessa að vera á lífi. Hraust/ur. Hress. Lifandi. Þú getur þetta! HeiLsumoLar Gaua Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is www.fastmos.is Árleg hrossakjötsveisla Bæjarrónafélags Mosfells- bæjar var haldin föstudaginn 27. október. Venju samkvæmt var tilkynnt um bæjarróna ársins og að þessu sinni varð fyrir valinu Steindór Hálfdánarson fyrrum prentari og framkvæmdastjóri. Athöfnin fór fram á Ásláki, höfuðvígi bæjarrónafé- lagsins. Þetta er í tólfta sinn sem bikarinn er afhent- ur en gefandi hans er Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Með þeim á myndinni hér til hliðar er Páll Ásmunds- son, ritari félagsins. Bæjarrónafélagið fundar alla föstudaga, allan ársins hring. ragnheiður ríkharðs, steindór á heiði og páll ásmunds Hrossakjötsveisla Bæjarrónafélagsins Steindór á Heiði valinn róni ársins Sími: 586 8080 Þverholti 2

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.