Mosfellingur - 09.11.2017, Blaðsíða 29

Mosfellingur - 09.11.2017, Blaðsíða 29
SjómennSka Ég var sendur sem gutti út á sjó fyrir nokkrum árum því maður átti ekki að komast upp með að hanga í unglinga- vinnunni með hrífu og þykjast vinna. Ég er þakklátur fyrir það því hér er ég enn og skrifa þennan pistill einhverjum sjómílum vestur af fjörðum. Ég vinn á frystitogara, sem virkar þannig að við fullvinnum fiskinn um borð. Við veiðu m fiskinn úr sjó, flökum, snyrtum og pök k- um. Svo þegar komið er í land þá er fis k- inum landað upp úr skipinu og fluttur af landi brott til kaupenda. Við fórum út 1. nóvember og komum heim 26. nóvember. Þetta er svona styttra lagi hjá okkur þennan mánuðin n en vanalega erum við í 30 daga. Margir hugsa að það sé langur tími en þetta er fljótt að líða þegar mikið fiskerí er og í góðra vina hópi flýgur tíminn. Við erum 25 kallar og reynum að stytta okkur stundir með því að gera gott úr þessu. Þegar menn eru í svona lokuðu umhverfi í langan tíma er eins gott að menn standi saman því hérna úti hring ir enginn sig inn veikan. Við höfum kokk sem eldar ofan í okkur. Hér um borð er fiskur sex sinnum í viku í matinn og það venst líka. Til afþreyingar höfum við fjölbreytt sjónvarpsefni, netið og vi ð erum í símasambandi. En þegar ég fór minn fyrsta túr á sjó var einn sími um borð, ekkert net og fórum við nokkrir saman á vídeóleigu fyrir túr og leigðum vhs-myndir sem við fengum að skila eftir túrinn. Svo er að sjálfsögðu sjoppa um borð þannig það þarf ekki að koma með popp og kók að heiman. Fyrir þá allra ofvirkustu sem finnst vinnan ekki nógu erfið um borð höfum við líka líkamsræktastöð þar sem men n geta tekið á því. Einnig er hægt að fara í heitan pott og gufu eftir erfiðan dag. Um borð eru menn allt frá 18 ára aldri upp í sextugt og náum við allir mjög vel saman. Þeir eldri segja okkur yngri sögurnar af því hvernig hlutirnir voru gerðir í gamla daga og við yngri kenn- um þeim á Candy Crush. Margir sjó- menn hafa val um að vinna í mánuð og taka sér svo frí í mánuð á meðan marg ir vinna tvo mánuði og taka sér frí einn. Persónulega finnst mér nóg að vinna í einn mánuð, þá næ ég yfirleitt að koma mér í einhverja vinnu í fríinu í staðinn . Sjómennska er ekki lík neinu öðru sta rfi en þetta er klárlega hollt fyrir alla, bæð i stráka og stelpur. Stelpurnar koma stundum um borð og gefa okkur strák- unum ekkert eftir. Þjónusta við mosfellinga verslum í heimabyggð Skýja luktirnar fáSt í BymoS smá auglýsingar Þjónusta við Mosfellinga - 29 Þú getur auglýst frítt (...allt að 50 orð) sendu okkur þína smáauglýsingu í gegnum tölvupóst: mosfellingur@mosfellingur.is íbúð óskast til leigu Óskum eftir 4-5 herbergja íbúð/húsi til langtímaleigu í Mosfellsbæ og nágrenni frá og með janúar 2018. Fyrirtaks leigendur með fína greiðslugetu. Nánari upplýsingar gefur Sigurður í siggi@ssgunnarsson. com eða í síma 773 3883. smáauglýsingarnar eru fríar fyrir einstaklinga mosfellingur@mosfellingur.is Snyrti-, nudd- & fótaaðgerðastofan Líkami og sál Þverholti 11 - s. 566 6307 www.likamiogsal.is Verið hjartanlega velkomin! Bíldshöfða 14 | Reykjavík | s. 520 3200 www.artpro.is www.malbika.is - sími 864-1220 www.bmarkan.is Opnunartími sundlauga lágafellslaug Virkir dagar: 06:30 - 21:30 Helgar: 08:00 - 19:00 Varmárlaug Virkir dagar: 06:30-08:00 og 15:00-21:00 Laugard. kl. 08:00-17:00 og sunnud. kl. 08:00-16:00 MOSFELLINGUR kemur næst út 30. nóv. SkilafreStur fyrir efni og auglýSingar er til hádegiS 6. nóv. Meindýraeyðing - Myglusveppur - uppsetning gæðakerfa Cultus ehf. býður upp á alla þjónustu á meindýravörnum og meindýraeyðingu fyrir fyrirtæki, einstaklinga og húsfélög sem og þjónustu við að finna og greina myglusvepp. Cultus ehf. tekur einnig að sér uppsetningu á gæðakerfum fyrir lítil og stór fyrirtæki. Áratugalöng reynsla. Uppl. gefur Jóhann Þór Ragnarsson í s. 780-4481 eða johannragn@gmail.com Tek að mér alla krana- og krabbavinnu Útvega allt jarðefni Vörubíll Þ.b. Klapparhlíð 10 Þorsteinn 822-7142 a Háholti 14 • 270 Mosfellsbæ • arioddsson@arioddsson.is Símar: 895-0383 / 867-7704 / 564-4070 www.arioddsson.is FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI MÚRVERK - FLÍSALAGNIR - ALMENN VIÐHALDSVINNA

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.