Mosfellingur - 30.11.2017, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 30.11.2017, Blaðsíða 8
Eva Rún gefur út sína þriðju barnabók Lukka og hugmyndavélin í svaka- legum sjávarháska er þriðja bók Evu Rúnar Þorgeirsdóttur en hún hefur áður gefið út barnabókina Auður og gamla tréð og aðra bók um uppfinn- ingastelpuna Lukku. „Lukka ætlar að njóta síðustu daga sumar- frísins, liggja í leti og lesa á milli þess sem hún grúskar í uppfinning- unum sínum. Foreldrar hennar eru að rannsaka skips- flak á hafsbotninum úti fyrir hinni afskekktu Fiskey. Lukka, Jónsi og Sámur eru með í för og að sjálf- sögðu hugmyndavélin, en Lukka fer ekkert án hennar. Það kemur þó fljótt í ljós að íbúar eyjunnar eru ekki allir þar sem þeir eru séðir og systkinin dragast inn í óvænta atburðarás þar sem reynir á styrk þeirra sem aldrei fyrr.“ Eva Rún útskrifaðist sem verkefna- stjóri frá Kaospilot háskólanum í Árósum árið 2006 og hefur fengist við ýmis konar viðburðastjórnun og verkefni sem tengjast menningu og listum síðan þá. Meðfram skrifum starfar Eva sem jógakennari. - Fréttir úr bæjarfélaginu8 Teikningar Logi Jes Kristjánsson Eva Rún Þorgeirsdóttir hugmyndavélinLukka og í svakalegum sjávarháska Það voru hressir krakkarnir af Spóa, 5 ára deild Krikaskóla, sem kíktu í heimsókn til Rauða krossins í Mosfellsbæ á degi alþjóðadags barna. Börnin komu færandi hendi með fatnað og skó fyrir börn sem minna mega sín. Fötin nýtast á skiptifatamarkaðnum okkar og í fatapakka sem verða sendir til Hvíta-Rússlands til barnafjölskyldna sem á þurfa að halda. Gáfu fatnað til fátækra barna Krakkar úr Krikaskóla 5 ára spóar í heimsókn Vorboðar í jólaskapi í allan desember Mánudaginn 4. desember ætla Vorboðar, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, ásamt Skólahljómsveit Mosfellsbæjar að bjóða gestum og gangandi upp á jólagleði í Kjarna kl. 14. Sérstakir gestir eru heimilisfólk á Skálatúni sem eru kærleiksvinir Vorboða. Boðið verður upp á konfekt og gestir hvattir til að taka með sér jólahúfu og jólaskapið. Vorboðar eru um þessar mundir í miklu jólaskapi og sungu á jólabasar á Eirhömrum 17. nóvember. Þann 1. desember stefna Vorboðar á jóla- hlaðborð á Hótel Örk í Hveragerði og síðan er það Kjarni 4. desember. Helgistund á Eirhömrum verður haldin miðvikudaginn 6. desember þar sem basarkonur afhenda afrakstur basarsölunnar til fjölskylduhjálpar Mosfellsbæjar og mánudaginn 11. desember er jólamenningarkvöld hjá FaMos í Hlégarði og eftir það eru Vorboðar komnir í jólafrí. Stjórnandi Vorboða er Hrönn Helgadóttir. Vorboðar senda öllum nær og fjær bestu jóla- og áramótakveðjur. Nú stendur yfir undirbúningur þess að hliðra götustæðinu á milli hringtorga við Þverholt og Skólabraut auk þess sem biðstöð strætisvagna og bifreiðastæði verða staðsett á milli Brattholts og Byggðarholts. Í fyrsta áfanga verður unnið að færslu Skeiðholts sem felur í sér gatnagerð, endurnýjun lagna, vinnu við gangstéttir og gerð hljóð- veggja í norður- og suðurenda Skeiðholts. Miðað er við að fyrsta áfanga framkvæmda við hliðrun Skeiðholts verði lokið í ágúst 2018. Gera má ráð fyrir því að truflun verði á umferð frá Lágholti, Mark- holti og Njarðarholti til vesturs að Skeiðholti þegar framkvæmdir standa sem hæst. Hjáleiðir verða hins vegar opnaðar til austurs í átt að Skólabraut og Háholti. Miðað er við að undirbúningur framkvæmda geti hafist á næstu vikum og eru vegfarendur beðnir um að virða merkingar og hraða- takmarkanir. Hliðrun Skeiðholts skeiðholt á eftir að taka miklum breytingum Um síðustu helgi var sýningin „Jólin hér og þar” frumsýnd í Bæjarleikhúsinu. Að þessu sinni er það unglingahópur Leikgleði sem tekur þátt í uppsetningu jólasýningar leikfélagsins en sýningin er ætluð yngstu börnunum sem og öllum jólaunnendum. Krakkarnir hafa verið á námskeiði undanfarnar vikur þar sem þau bjuggu til sínar eigin grímur og sömdu og æfðu leikritið. Það fjallar um það þegar amer- íski jólasveinninn kemur sem skiptinemi til Íslands til að læra um íslenska jólasiði. Kennarar voru Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Eva Björg Harðardóttir. Sýndar verða tvær sýningar til viðbótar, 3. des. og 10. des kl. 15. Miðaverð er 1.000 kr. og miðasala verður við innganginn. Jólin hér og þar í Bæjarleikhúsinu Unglingahópur Leikgleði setur upp jólasýningu fyrir yngstu börnin og aðra jólaunnendur flottur hópur að lokinni frumsýningu

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.