Mosfellingur - 30.11.2017, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 30.11.2017, Blaðsíða 14
EMM - „Mörður hét maður...“ Fjölskylduvænir viðburðir á aðventunni Upplestur, jólaljósin tendruð og jólaskógurinn opnaður Sýning Kristínar Maríu Ingimarsdóttur í Listasal Mosfellsbæjar. - Bókasafnsfréttir14 Íslenska ullin er einstök Íslenskt sauðfé hefur gefið Íslendingum skjólmikla ull sem náttúran hefur þróað eftir veðri og vindum í meira en 1000 ár. Íslensk hönnun falleg gjöf fyrir þá sem þér þykir vænst um www.heklaislandi.is - Lambhagavegur 29 - 113 Reykjavík - S: 6993366 Upplestur fyrir börn Laugardaginn 16. desember kl. 13:00 verður upplestur fyrir börn í Bókasafni Mosfellsbæjar. Skáldin Eva Rún Þorgeirsdóttir, Ástríður Sólrún Grímsdóttir, Bergrún Íris Sæv- arsdóttir og Ingibjörg Valsdóttir lesa úr nýútkomnum barnabókum, sungin verða nokkur vel valin jólalög og krakkarnir föndra jólakort og lita jólamyndir. Ljósin tendruð á jólatrénu Laugardaginn 2. desember verða ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar við hátíð- lega athöfn á Miðbæjartorginu kl. 16:00. Tendrun ljósanna á jólatrénu hefur um árabil markað upphaf jólahalds í bænum og á sér fastan sess í hjörtum bæjarbúa sem fjölmenna á viðburðinn ár hvert. Skólakór ásamt skólahljómsveit spila fyrir gesti og gangandi, Stefanía Svavars tekur nokkur jólalög og gera má ráð fyrir að einhverjir jólasveinanna muni koma ofan úr Esju þennan dag til að dansa í kringum tréð. Eftir að dansað hefur verið í kringum jólatréð verður haldið inn í Kjarna þar sem Kammerkór Mosfellsbæjar mun syngja lög og Afturelding sér um sölu á heitu kakói, kaffi og vöfflum. Ævintýri í Hamrahlíðarskógi Laugardaginn 9. desember hefst jóla- trjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar í Hamrahlíð við Vesturlandsveg. Karlakór Kjalnesinga syngur, skátar selja heitar lummur og boðið verður upp á heitt súkku- laði. Hver veit nema jólasveinar bregði á leik? Hægt er að fara í skóginn og saga sjálfur tré en einnig verða til söguð tré á staðn- um. EMM – „Mörður hét maður...“, er heiti myndlistarsýningar Mosfellingsins Kristínar Maríu Ingimarsdóttur sem verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn 2. desember kl. 15. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bóka- safns Mosfellsbæjar og stendur til 30. desember. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Kristín María er menntuð í málaralist og kvikmyndun og hefur unnið sem grafísk- ur hönnuður í rúm 20 ár. Hún hefur sýnt myndlist, tekið þátt í kvikmyndasýningum bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum og feng- ið viðurkenningar bæði fyrir hreyfimyndir sínar og grafíska hönnun. Einnig hefur hún myndskreytt barnabækur og er með- höfundur að nokkrum barnabókum sem komið hafa út undanfarin ár. Hér sýnir Kristín María málverk, vatns- litamyndir og hreyfimyndir, og sækir efni- við sinn í Njálu. Unnið er með handskrifað letur úr handriti Njálssögu á stafrænan máta, málað á striga eða pappír og yfirfært í hreyfimynd. Það má því segja að í þessari sýningu sameini hún grafíska hönnun, málunina og hreyfimyndagerðina. kristín maría

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.