Mosfellingur - 30.11.2017, Blaðsíða 22

Mosfellingur - 30.11.2017, Blaðsíða 22
Jón Sverrir hefur alla tíð verið hrifinn af vélknúnum farartækjum. Hann byrj- aði ungur að árum að snúast í kringum búvinnutækin á heimilinu, 18 ára starfaði hann á vélskóflum í Kollafirði en um 22 ára aldurinn hóf hann störf sem vörubílstjóri á Vörubílastöðinni Þrótti og hefur starfað við það síðan og er nú með lengstan starfsaldur á stöðinni. Jón Sverrir, eða Sverrir eins og hann er ávallt kallaður, fæddist í Varmadal 1. desember 1942. Foreldrar hans eru Unnur Sóley Lilja Valdemarsdóttir og Jón Jónsson bændur í Varmadal en þau eru bæði látin. Systkini Sverris eru þau Hjördís, Valdemar og Haraldur. Fyrsta manneskjan er ég augum leit „Ég er alinn upp í Varmadal. Mér er sagt að það hafi verið kalt skammdegi daginn sem ég fæddist árið 1942. Faðir minn hafi verið tilbúinn með tvo eldishesta skafla- járnaða til ferðar að Laxnesi í Mosfellsdal ef aðstoðar ljósmóður þyrfti fyrirvaralaust sem og varð tilfellið. Brýrnar voru að vísu komnar á Leirvogs- ána og Köldukvísl en vegalengdin löng, svartamyrkur og frost. Helga ljósmóðir var vakin með því að guða á glugga, hún útbjó sig í skyndi í hnakkinn á aukahestinum til að aðstoða móður mína við komu mína í þennan heim. Helga var eiginkona Einars á Litla-Landi við Brúarland og var því fyrsta manneskjan sem ég augum leit.“ Þetta var eins og gott heimili „Bernskan í Varmadal var áhyggjulaus, allt í föstum skorðum. Húsakostur allur góður og frumuppeldið hvíldi á móður minni, Elísabetu ömmu og Hjördísi systur minni fyrstu árin. Fljótlega hændist ég þó að karlpeningi bóndabýlisins og ekki hár í loftinu var ég farinn að snúast í kringum búpening og búvinnutæki. Skólaganga mín hófst um átta ára aldur að Klébergi á Kjalarnesi, heimavist undir styrkri stjórn Ólafs skólastjóra og Bjargar konu hans. Mér dettur oft í hug nú hve góðir þjóðfélagsþegnar þessi hjón voru því þetta var auðvitað bara eins og gott heimili. Ólafur kenndi allar námsgreinar og Björg handavinnu stúlknanna. Það eina sem ég sé nú vera svolítið gamaldags var að þær stelpur sem komu úr nágrenni skólans, sem voru sem sagt ekki á heimavist- inni, klæddust síðbuxum í vetrarkuldanum á ferð sinni gangandi í skólann en urðu að afklæðast þeim og fara í kjól í veru sinni í skólanum.“ Beið eftir bjarma ljósanna „Mér eru minnistæð- ir þeir mánudagsmorgnar þegar áætlunarbíllinn kom úr Reykjavík á leið sinni upp í Kjós. Ég beið bílsins uppi í stofu í Varmadal þar til ég sá bjarma ljósanna þar sem nú eru Hulduhólar. Nokkru seinna tvö ljós hans þar sem nú er dekkja- verkstæðið við Langatanga og þá setti ég skólatöskuna á bakið og hljóp niður á veg við gömlu brúna. Rútan kom svo yfir Leirvogstunguhæðina og ég fór upp í hana þar.” Mosfellssveitin fóstraði vel þennan hóp „Eftir veruna á Klébergi tók Brúarlands- skóli við þaðan sem ég á góðar minningar. Skólanum stýrði Lárus Halldórsson og man ég vel eftir leikfimikennslu hans, hann þá kominn á efri ár en afar léttur og fimur, góð kennsla á allan hátt. Gagnfræðaskóli verk- náms var næst á lífsleiðinni og tók tvö ár. Ég gekk til spurninga til fermingar eins og það var nefnt í þá daga hjá séra Hálfdáni Helgasyni prófasti á Mosfelli en hann féll frá rétt fyrir fermingardaginn. Það varð því með fyrstu verkum séra Bjarna að ferma okkur hópinn seinna um haustið. Gaman er nú að sjá hvað Mosfellssveitin fóstraði þennan hóp vel því flest öll erum við nú enn í Lágafellssókn um 75 ára gömul.“ Lengstur starfsaldur á stöðinni „Nú tók skóli lífsins við, vinnan við bú- störf í Varmadal og umsjón með landbún- aðartækjum hvíldi á herðum okkar bræðra. Oft hugsa ég til þess hve mikið gagn við gerðum, litlir strákar mættir með tvo fulla heyvagna af nýslegnu grasi fyrir framan súrheysturninn og þegar foreldr- ar okkar höfðu lokið mjöltun á morgnana gat pabbi byrjað að moka í blásarann sem blés hey- inu upp í turninn. 18 ára hóf ég vinnu hjá Vinnu- vélum í Kollafirði á vélskóflum í sandnámunni þar en var alltaf heima yfir sumartímann við landbúnaðarstörf. Ég gerðist vörubílstjóri á Vörubílastöð- inni Þrótti þegar ég var 22 ára og hef starfað við það síðan og er nú með lengstan starfs- aldur á stöðinni.“ Ævarandi hlýja til Skálatúns Jón Sverrir og Hanna Sigurjónsdóttir gengu í hjónaband 1964 og eignuðust fjög- ur börn, Jón, Andrés, Elísabetu og Björg- vin. „Andrés misstum við 30 ára gamlan en hann gekk ekki heill til skógar. Hann var heima til fimm ára aldurs en bjó síðan í 25 ár á Skálatúni og kann ég því heimili ævarandi hlýju fyrir þá virðingu sem heim- ilið, starfsfólk og ríkið sýndi honum. Jón og Elísabet búa bæði í Varmadal en Björgvin í Leirvogstungu.“ Húsnæðið varð eldi að bráð Árið 1971 stofnuðu félagarnir Jón Sverr- ir, Bernhard Linn og Níels Hauksson fyrir- tækið Hengil sf. um rekstur vinnuvéla og keyptu fljótlega verkstæðis- og verslunar- húsið Þverholt hér í bæ og hófu rekstur. „Húsnæðið varð eldi að bráð en við byggð- um það upp aftur en í breyttri mynd. Í dag eigum við hjónin ásamt syni okkar og tengdadóttur Hengil. Rekstur fyrirtækisins hvílir nú mest á Björgvini og dagleg umsjón þrifa og reikningshald á eiginkonunni.“ Legg mitt af mörkum „Lífið hefur farið vel með okkur hjónin, barnalán, níu barnabörn og eitt langafabarn. Ég hef haft allgóða heilsu, unn- ið nokkuð mikið en líka leikið mér. Fyrst í íþróttum, hesta- mennsku, flugi og kórsöng ásamt því að fara reglulega í sund. Ég fer stundum einn en oftar með barnabörnunum og oftast með barnabarninu Emmu Íren minni en við höfum farið sam- an í sund í 15 ár og gerum enn. Ég syng nú með Karlakór Kjalnesinga og Kirkjukór Brautarholts- og Reynivallasókn- ar og þykist því leggja eitthvað af mörkum fyrir samfélagið á efri árum.“ Ég spyr Sverri að lokum hvað hann ætli að gera á afmælisdaginn en hann verður 75 ára daginn eftir að viðtalið kemur út? „Ég ætla að vera í faðmi fjölskyldu og barna, þannig líður mér best.“ - Mosfellingurinn Jón Sverrir Jónsson22 Jón Sverrir og Hanna með börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum. Myndir: Ruth Örnólfsdóttir og úr einkasafni. HIN HLIÐIN Hvað heillar þig í fari fólks? Sönghæfi- leikar, eins og að heyra félaga mína, ein- söngvarana í Karlakór Kjalnesinga flytja fallega tónlist við hátíðleg tækifæri. Hefur þú hent einhverju sem þú sérð rosalega eftir? Kannski tækifærinu að hafa aldrei farið til sjós. Móðurafi minn var togaraskipstjóri. Uppáhaldsverslun? Gjafavöruverslunin Evíta í Háholtinu fyrir að hafa staðsett sig í Mosfellsbæ og eins allar verslanir sem selja vörur Mjólkursamsölunnar. Draumabíllinn? G 710, Buick 1955. Hver er þín óvenjulegasta lífsreynsla? Árið 1982 áður en ég lærði að fljúga var ég farþegi í TF-SPA ofar skýjum við Ak- ureyri og flugumferðarstjórinn gaf okkur leiðbeiningar um hvernig við ættum að komast niður. Ég varð skelfingu lostinn og ætlaði að biðja Aðalstein Björnsson, flugstjóra að snúa frekar við en rödd mín var algerlega horfin af skelfingu, ég kom ekki upp orði. Allt fór þó vel. Áttu eitthvert gælunafn? Guðmundur vinur minn Hjálmtýsson í Arkarholtinu kallar stundum í mig „hvernig hefur þú það Nonni minn“ og mér þykir vænt um þetta ávarp. Hver kom þér síðast á óvart og hvern- ig? Ruth Örnólfsdóttir, fyrir að bjóða mér að koma í þetta viðtal. Gaman er nú að sjá hvað Mosfellssveitin fóstraði þennan hóp vel því flest öll erum við nú enn í Lágafellssókn um 75 ára gömul. MOSFELLINGURINN Eftir Ruth Örnólfsdóttur ruth@mosfellingur.is á brúðkaupsdaginn 1964 Gott að geta lagt til samfélagsins á efri árum Jón Sverrir Jónsson í Varmadal er einn af elstu starfandi bifreiðastjórum á landinu jón sverrir og úlfurinn óðal feðrannaungur að árum Nýjar og bækur eftir endurútgefnar Hugin Þór Grétarsson Ó ó Líó er gamansöm bók fyrir yngstu vandræðagemsana. Líó litli er að læra á heiminn enda er svo margt að varast, svo margt sem ekki má. En þá er líka gott að eiga yndislega fjölskyldu. Spjaldabók með mjúkri kápu. Í léttlestrarbókunum er unnið með forvitni barna. Getur Kata klára allt? Af hverju heldur kisi að hann sé fugl? Eru draugar til? Bækurnar eru stuttar og börn fyllast sjálfstrausti og ánægju með eigin árangur þegar þeim tekst að klára heila bók. Loksins, loksins! Hér er fundin fullkomin lausn til að koma börnum í háttinn! Teljum kindur. Þá geta foreldrar farið að gera eitthvað skemmtilegra en að sinna börnunum sínum, t.d. glápa á sjónvarpsseríu.. Við kynnum til leiks Brandara og gátur 2. Með þessa í jólapakkanum ábyrgjumst við hlátur og gleði yfir jólin. Ormur gutti fær að heyra af lífi litla indjánans og að þrátt fyrir að margt sé ólíkt með þeim, er engu að síður svo margt sem þeir eiga sameiginlegt. Gagnleg bók til að ræða fjölmenningu. Verum við sjálf! Samfélagið reynir að segja öllum hvernig þeir eigi að vera, en þá er mikilvægt að hafa trú á sjálfum sér og þor til að vera maður sjálfur. Blómlegt fjölskyldulíf er stuðningsrit fyrir skilnaðarbörn. Bókin er verkfæri til að vinna með tilfinningar og þær breytingar sem verða í lífi barns þegar foreldrar þess skilja. Bækur með boðskap Jólaþrautir Skemmtileg þrauta- og litabók um jólasveinana. Sveinarnir skemmta börnum yfir hátíðirnar og dansa með þeim í kringum jólatré. Þessi bók er frábær gjöf í skóinn. Léttlestrarbækur

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.