Mosfellingur - 30.11.2017, Blaðsíða 28

Mosfellingur - 30.11.2017, Blaðsíða 28
 - Íþróttir28 Eins og áður hefur komið fram hefur Mosfells- bær samþykkt að ráðast í að reisa knatthús að Varmá. Knatthúsið verður staðsett þar sem eldri gervigrasvöllur er nú. „Húsið mun verða um 3.850 fm að stærð og ljóst að þetta nýja hús verður mikil lyftistöng fyrir knattspyrnuiðkun í sveitarfélaginu sem og fleiri íþróttir,“ segir í tilkynningu frá Aftureld- ingu. Stækka æfingasvæði deildarinnar Forsögu þessarar ákvörðunar má rekja til þess að á undanförnum þremur árum hefur iðkend- um í knattspyrnudeild fjölgað um 28% sem er langtum meira en spár gerðu ráð fyrir. Í ljósi þessarar fjölgunar fór stjórn knatt- spyrnudeildar í samvinnu við aðalstjórn félags- ins í þá vinnu að skoða aðstöðuþörf deildarinn- ar til næstu ára. Afrakstur þeirrar vinnu birtist í framtíðarsýn deildarinnar sem finna má á heimasíðu félagsins, afturelding.is. Helstu niðurstöður þessarar framtíðarsýnar eru settar fram í þremur áföngum en sýnin snýr að því að stækka æfingasvæði deildarinnar. Áfangi 1: Yfirbyggður ½ völlur, endurnýjun gervigrass á núverandi velli, búningsherbergi löguð tímabundið. Áfangi 2: Stúka, búningsklefar, geymslur og félagsaðstaða við núverandi gervigrasvöll Áfangi 3: Gervigras, hitalagnir og flóðlýsing sett á Varmárvöll Búið að skipta um gras á núverandi velli Nú hefur verið hafist handa við áfanga 1 þar sem búið er að skipta um gervigras á núverandi velli, hönnun er einnig hafin á yfirbyggða hús- inu og verður farið í útboð á þeirri framkvæmd fljótlega. Þess má geta að í húsinu verður einnig hlaupabraut meðfram einni langhlið hússins og gert ráð fyrir göngubraut í kringum allan völlinn þannig að hægt er að nýta húsið í fleira en knattspynuiðkun. Afturelding og Mosfellsbær bjóða áhugasöm- um að koma á kynningarfund miðvikudaginn 6. desember, þar sem framkvæmdin verður kynnt og spurningum svarað. Fundurinn verður hald- inn í Lágafellsskóla og hefst kl. 18.00. Iðkendum knattspyrnudeildar fjölgar hratt • Kynning 6. desember Boðað til kynningar­ fundar um knatthús Kjör íþróttaKonu og íþróttaKarls Mosfellsbæjar 2017 Útnefning íþróttakonu og -karls Mosfellsbæjar 2017 fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá fimmtudaginn 18. janúar 2018 kl. 19:00. Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í bænum eða vera íbúi í Mosfellsbæ sem stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði innan bæjarins. Allar útnefningar og ábendingar sendist á dana@mos.is Einnig er óskað eftir útnefningu og ábendingum um íþróttafólk sem hefur orðið Íslandsmeistarar, deildarmeistarar, bikarmeistarar, landsmótsmeistarar og hefur tekið þátt í og/eða æft með landsliði. Vinsamlegast sendið útnefningar á dana@mos.is fyrir 23. desember 2017. Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Guðmundsson íþróttafulltrúi Mosfellsbæjar í síma 6600750. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar 2016 Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er. Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að velja réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Mosfellingarnir Huginn Hilmars- son og Davíð Fannar Ragnarsson gerðu það gott á Íslandsmeist- aramótinu (ÍM 25) í sundi sem fram fór á dögunum. Huginn varð Íslandsmeistari í 400 m skriðsundi, einnig fékk hann silfur í 400 m fjórsundi og 1500m skriðsundi, ásamt því að fá brons í 200 m skriðsundi. Davíð Fannar varð Íslands- meistari með blandaðri sveit Breiðabliks í 4x100 m skriðsundi og fékk silfur í 100 m skriðsundi. Þeir félagar syntu svo fyrir boðsundsveit Breiðabliks sem fékk silfur bæði í 4x100m og 4x200m skriðsundi. Vetraræfingar farnar af stað Vetraræfingar barna- og unglinga hófust á ný í síðustu viku hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar eftir mánaðar frí, iðkendum til mikillar ánægju. Æfingarnar fóru vel af stað og mættu kylfingarnir með bros á vör og tilbúnir að takast á við komandi verkefni. Nú í vetur bættist við nýjung í æfingum GM, en alla fimmtudaga fer fram æfing í íþróttasalnum í Lágafellslaug þar sem yngri iðkendur mæta í íþrótta- fötum og gera ýmsar æfingar undir stjórn þjálfara. Í lok þessara skemmtilegu æfinga er brugðið á leik og varð bandí fyrir valinu í síðustu viku. Áhugasamir krakkar eru hvattir til að mæta á æfingu, en iðkendur eru allt frá 6 ára aldri. Upplýsingar um æfingatíma má finna á heimasíðu GM, www.golfmos.is. Frábær árangur á Íslandsmeistaramótinu huginn davíð fannar ungir kylfingar mættir á æfingu

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.