Mosfellingur - 30.11.2017, Blaðsíða 32

Mosfellingur - 30.11.2017, Blaðsíða 32
 - Aðsendar greinar32 Það er búið að vera ótrúlega gam- an að fylgjast með uppganginum í íslenskum fótbolta síðustu árin. Karla- og kvennalandsliðin okk- ar náð frábærum árangri, og eftir- spurn atvinnuliða erlendis eftir íslenskum starfskröftum aldrei verið meiri. Heimsbyggðin horfir undrunaraugum á og sérfræðing- ar eru sendir til smáríkisins til að reyna að greina undrið, finna formúluna. Til að skýra árangurinn þá hafa ýmsir þættir verið nefndir. Má þar nefna aukna fagmennsku, jákvætt hugarfar, vinnusemi að ógleymdri hinni svokölluðu íslensku ,,geðveiki“ og hjarta. Ómetanleg landkynning. Stór partur af velgengninni og óumdeild- ur er bætt aðstaða til knattspyrnuiðkunar með tilkomu fjölnota íþróttahúsa (oft kall- að yfirbyggð knattspyrnuhús þó notkunin takmarkist ekki við knattspyrnu). Stærri og reyndar mun minni bæjarfé- lög en Mosfellsbær hafa byggt upp slíka aðstöðu og mörg þeirra fyrir margt löngu síðan. Hins vegar hefur nákvæmlega ekkert verið gert í þessum málum hér og bærinn dregist enn frekar aftur úr. Í haust voru kynnt drög um að byggja ætti loksins fjölnotahús. Áformin eru því miður mikil vonbrigði og sýna enn og aft- ur ákveðið metnaðar- og þekkingarleysi á málaflokknum. Framkvæmdin sem kynnt hefur verið nær ekki lengra en svo að byggja á tæplega hálft hús þegar þörfin er að sjálf- sögðu yfirbyggður völlur í fullri stærð, til viðbótar við núverandi aðstöðu. Fjöldi íbúa í bænum hefur aukist hratt undanfarin ár og ljóst að áframhald verður á. Íbúafjöld- inn að vaxa hlutfallslega mun hraðar en í nágrannasveitafélögunum. Það verður því ekki langt þangað til að þörfin verður þrír vellir. Knattspyrnufólk í Mosfellsbæ hefur búið við mjög skerta aðstöðu um langt skeið. Engan skal því undra að árangurinn hafi látið á sér standa. Flokkar sem telja fleiri tugi iðkenda þurft að bíta í það súra epli að æfa á hálfum velli, oft við erfiðar veður- og vallaraðstæður. Krakkar og fullorðnir sem eiga að vera að æfa 11 manna bolta eru ennþá í umhverfi smávalla („minibolta“). Golfarar yrðu varla sáttir við að geta bara æft og keppt í mínigolfi eða pútti, hand- boltinn að spila bara fjórir á móti fjórum, blakarar á hálfum velli og svona mætti lengi telja. Augljóst að gæði æfinga, þrátt fyrir góðan metnað og vilja, verða ekki nærri eins góð. Iðkendur dragast aftur úr eða hætta. Vinsælasta íþróttin á ekki að sitja eftir, ekki frekar en aðrar greinar. Við verðum ekki samkeppnishæf fyrr en byggt hefur verið alvöru yfirbyggt fjölnota íþróttahús. Hús sem getur gagnast öðrum greinum eins og frjálsum íþróttum og halda má mót og kappleiki í. Einnig er brýn þörf á félags- og búningaaðstöðu. Núverandi aðstaða er alls ekki boðleg í bæ sem við viljum kalla heilsueflandi. Verum því ekki hálfdrætting- ar, hugsum til nútíðar og framtíðar. Ágætu ákvörðunaraðilar, setjið góðan metnað í málið sem allra fyrst. Tökum rétt skref upp á við. Með góðri og bjartsýnni íþróttakveðju, Hugi Sævarsson framkvæmdastjóri Íslensk knattspyrna á upp­ leið en ekki í Mosfellsbæ Nú er vetur konungur kominn í öllu sínu veldi. Brátt líður að jólum en þá er gott að staldra við og huga að þeim sem minna mega sín. Jólin geta verið erfiður tími fyrir marga bæði vegna þess að þá finna margir fyrir einmanaleika sem get- ur ýmist verið viðverandi ástand eða sem er tilkominn vegna áfalla eins og til dæmis ástvinamissis. Jólin geta líka verið erfið þeim sem búa við þær að- stæður að geta ekki gert sér dagamun eins og flestir gera á þessum árstíma. Starf Rauða krossins í Mosfellsbæ heldur sínu striki eins og endranær. Við bjóðum alla velkomna sem vilja slást í hópinn eða styrkja starfið okkar. Hægt er að gera það með ýmsu móti. Með því að gerast félagi í Rauða krossinum í Mosfellsbæ styrkir þú starfið þegar þú greiðir árlegt félagsgjald sem er 3.100 kr. og rennur óskipt til deild- arinnar okkar í Mosfellsbæ. Ef þú gerist sjálfboðaliði hjá okkur styrk- ir þú okkur með því starfa í einhverju af verkefnum okkar, eins og til dæmis að heimsækja einstaklinga sem þiggja slík- ar heimsóknir, eða þú getur valið í hvaða af verkefnum okkar þú vilt helst taka þátt. Svo er einnig hægt að styrkja okkur með peningaframlögum en Rauði krossinn í Mosfellbæ stendur meðal annarra deilda Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu að áfallasjóði sem ætlað er að styðja við þá sem verða fyrir áföllum sem leiða af sér að einstaklingar lenda í aðstæðum sem þeir ná ekki að komast út úr án aðstoðar. Þessu til viðbótar stendur Rauði krossinn í Mosfellsbæ að jólaaðstoð í samvinnu við Félagsþjónustuna í Mosfellsbæ og Lága- fellskirkju. Það er því hægt að styðja við starfið okkar með ýmsum hætti og er alveg sama hvað er valið, allt kemur sér vel og mun renna til góðra verka. Borist hafa fréttir af því að í fyrsta sinn muni Mosfellsbær taka á móti flóttamönnum sem sérstak- lega er boðið til landsins og munu fá búsetu í bænum okkar góða. Um er að ræða svokallaða kvótaflótta- menn en það eru flóttamenn sem stjórn- völd bjóða að koma til Íslands og mun þeim veittur stuðningur til að koma undir sig fótunum í nýju landi. Áður hafa flóttamenn sem þessir komið til Íslands og má nefna Akranes, Akureyri, Hveragerði og Selfoss sem staði sem boðið hafa flóttamennina velkomna. Í þeim til- fellum kemur Rauði krossinn að málum og aðstoðar við að útvega húsgögn og annað sem þarf til heimilishalds og við að kom- ast inn í og fóta sig í samfélaginu en einn mikilvægasti þátturinn í því eru vina- og stuðningsfjölskyldur sem tengjast innflytj- endunum og hjálpa þeim við að komast inn í samfélagið og ekki síst að skilja það. Það er því nóg fram undan hjá Rauða krossinum í Mosfellsbæ og tökum við öll- um stuðningi fagnandi. Þrátt fyrir að nóg sé að gera erum við alltaf opin fyrir nýjum hugmyndum um verkefni sem vinna að markmiðum okkar. Ef þú hefur góða hug- mynd þá endilega komdu henni á framfæri við okkur. Jólagleði sjálfboðaliða verður haldin miðvikudaginn 6. desember kl. 16 – 18 og eru allir sjálfboðaliðar hjartanlega vel- komnir í Rauðakrosshúsið að Þverholti 7. Katrín Sigurðardóttir Ritari stjórnar Rauða krossins í Mosfellsbæ Er líður að jólum Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar hefst laugardaginn 9. desember í Hamrahlíð við Vest- urlandsveg. Það verður mikið um dýrðir í skóginum þennan dag. Bæjarstjórinn mun höggva fyrsta jólatréð, jólasveinar munu koma og skemmta börnunum og að sjálf- sögðu verður hægt að ylja sér með heitu kakói og kaffi. Við hvetjum alla til að láta sjá sig og annaðhvort höggva sitt eigið jólatré eða velja tré úr rjóðrinu okkar. Þeir sem ákveða að ganga um skóginn eru yfirleitt að leita að hinu fullkomna jóla- tré. Það er nefnilega þannig að jólatréð sem maður fellir sjálfur er yfirleitt hið fullkomna tré vegna stemningarinnar við að arka um skóginn og finna að lokum tréð sem mun skreyta stofuna yfir jólin. Þá er margþættur ávinningur af því að kaupa íslenskt jólatré. Í fyrsta lagi er kol- efnisfótspor íslenskra jólatrjáa margfalt minna en með innfluttum erlendum jóla- trjám. Ekki þarf að flytja jólatrén til landsins með tilheyrandi eldsneyt- isnotkun, auk þess sem íslensk jólatré eru ekki úðuð með skor- dýraeitri sem notað er við ræktun þeirra innfluttu jólatrjáa sem eru á markaðnum í dag. Jafnframt spar- ast gjaldeyrir við kaup á íslenskum jólatrjám og á sama tíma er verið að styðja mikilvægt starf þeirra sem koma að ræktun jólatrjáa á Íslandi. Kaup á íslenskum jólatrjám styðja því undir að stækka skógarauðlind okkar sem nýtist til útvistar, framleiðslu á viðarafurð- um og svo auðvitað til að skapa fleiri full- komin jólatré. Hvetjum við alla til að heimsækja okk- ur í Hamrahlíðina, við verðum með opið á virkum dögum frá kl. 12-18 og milli 10 og 16 um helgar. Sjáumst í Hamrahlíð! Björn Traustason Finnum hið fullkomna jólatré í skóginum Stjörnuegg hf. undirbúa nú, í samvinnu við EFLU verk- fræðistofu, mat á umhverfisáhrifum fyrir aukna fram- leiðslugetu eggjabús að Vallá á Kjalarnesi Matið er unnið samkvæmt lögum nr. 106/2000 og reglugerð nr. 660/2015. Drög að tillögu að matsáætlun hafa verið lögð fram til kynningar á heimasíðu EFLU, www.efla.is. Allir hafa rétt til að kynna sér drögin að tillögu að matsáætlun og leggja fram athugasemdir. Að auglýsingatíma loknum verða drögin, ásamt þeim athugasemdum sem berast, send Skipulagsstofnun til umfjöllunar. Hægt er að koma ábendingum eða athugasemdum við drög að tillögu að matsáætlun til Friðriks K. Gunnarssonar hjá EFLU verkfræðistofu með tölvupósti á netfangið fridrik.gunnarsson@efla.is. Frestur til athugasemda er til 14. desember 2017 Kammerkór Mosfellsbæjar efnir til aðventutónleika í Háteigs- kirkju sunnudaginn 10. desember, klukkan 17:00. Efnisval tónleikanna tekur mið af aðventunni en að venju kemur kórinn einnig víða við í lagavali. Auk nokkurra alþekktra jólalaga frá ýmsum löndum verða flutt verk frá endurreisnartím- anum, þar á meðal hin þekkta Kanon eftir Pachelbel auk þess sem kórinn flytur kafla úr Flamencomessu eftir Latorre og Torre- grossa. Enn fremur eru nokkur lög sótt í smiðju Bítlanna og Paul Simon og þá heyrast einnig tónar frá Suður-Afríku. Um píanóleik sér Einar Bjartur Egilsson og söngtríóið Vox Camerata, skipað félögum úr kórnum, kemur einnig fram. Núna á laugardaginn, 2. desember, syngur kórinn einnig, eins og löng hefð er fyrir, í Kjarna í beinu framhaldi af tendrun ljósa á jólatrénu á Miðbæjartorginu. Að venju leiðir kórinn einnig fjöldasöng, Afturelding sér um veitingar og barnakór Varmárskóla syngur með í nokkrum lögum. Guðmundur Ómar Óskarsson leikur á píanó. Kammerkórinn í jólastuði JÓLAKORT PERSÓNULEG ÞÍN MYND OG ÞINN TEXTI AUÐVELT AÐ PANTA Á JOLA.IS VIÐ ERUM Á BÍLDSHÖFÐA14 www.artpro.is artpro@artpro.is Sími: 520 3200 Bíldshöfði 14, Reykjavík 60+ GERÐIR Í BOÐI

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.