Mosfellingur - 30.11.2017, Blaðsíða 36

Mosfellingur - 30.11.2017, Blaðsíða 36
Mörk kVENNA Undanfarnar vikur hefur komið fram holskefla af reynslusögum kvenna um allan heim af kynferðisáreitni og -ofbeldi.­ Uppruna þessarar bylgju má rekja til myllumerkisins #metoo sem fór á flug eftir að konur innan Hollywood afhjúpuðu sjúka hegðun kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein.­ Síðan þá hafa heilu samfé- lagshóparnir um allan heim, nú síðast konur í stjórnmálum á Íslandi, tekið sig saman og lýst þeirri hegðun og því ofbeldi sem þær hafa mátt þola af hálfu karla.­ Margir karlmenn virðast taka þessu sem ógn, fara í vörn.­ Áframhald á þeim veruleika sem konur búa við alla daga .­ Þar sem einhver annar en þær sjálfar skilgreinir þeirra mörk og upplifanir.­ Að sýn karla á heiminn sé einhvers konar fasti sem rétt sé að ganga út frá.­ Mega konur ekki, líkt og karlar, greina frá sinni upplifun án þess að einhver þurfi að taka til varna? Taka afstöðu, með eða á móti? Stundum er talað um að samskipti kynjanna séu flókin og óskýr.­ En eru þau það í raun og veru? Eru þessi mörk svona óskýr? Eða hentar það bara okkur körlunum að svo sé? Af þeim rúmlega 130 sögum sem konur úr íslenskum stjórnmálum hafa sagt get ég ekki séð sögur af óskýrum mörkum , heldur sögur ýmist af vanvirðingu marka eða af körlum að yfirfæra sín mörk á konur.­ Aðrar sögur eru hrein- lega af ofbeldi.­ Samspil kynjanna er okkur eðlislægt, forsenda lífs og afkomu okkar.­ Það er fallegt og einstakt en einnig hræði- legt og þvingað.­ En hvar mörk þessa samspils liggja er ekki okkar karla að ákveða.­ Það er samtal kynjanna sem hingað til hefur verið eintal karla við konur.­ Nú þegjum við og hlustum.­ ásgeir Jónsson Í eldhúsinu „Við deilum með ykkur uppskrift af heitfengri kjötsúpu sem yljar vel í vetrarkuldanum. Íslenska kjötsúpan klikkar aldrei en hér er hún í krydduðum bún- ingi sem tekur mann á aðrar slóðir.“ Hráefni • 1 kg fyrsta flokks súpukjöt • Kryddmauk (súpugrunnur): • 2 stilkar sítrónugras (lemmon gras) • 1-2 rauðir chili-belgir • 1 góður biti engifer (60 gr) • Túrmerik á hnífsoddi • 2 msk ólífuolía • 7 msk tómatpúrra • 3 hvítlauksgeirar • 2 sítrónur (safi og rifinn börkur) • 1 límóna (safi og rifinn börkur) • 2 dl vatn Annað hráefni: • 2 msk hunang • 1 grasker (butternut squash) eða stór sæt kartafla • 2 laukar • 100 gr spínat (má sleppa) • 500 ml kókosmjólk • 1 lítri vatn og kjúklingakraftur Leiðbeiningar Skerið kjötið niður í bita sem passa vel í skeið. Brúnið á pönnu þar til fallegum lit er náð. Geymið meðan súpugrunnurinn er unninn. Setjið allt í matvinnsluvél sem á að fara í kryddmaukið og maukið. Þá er kryddmaukið klárt fyrir súpugerðina. Hitið olíu í potti, bætið kryddmaukinu út í og steikið vel (um 2-3 mín). Bætið brytjuðum lauknum og hunanginu út í og látið malla í um 5 mín. Hellið þá kókosmjólkinni og vatninu með kjúklingakraftinum út í. Náið upp suðu, bætið þá kjötinu út í og sjóðið varlega í eina klst. Brytjið graskerið og bætið út í, það þarf aðeins að sjóða í 10-15 mín. Spínatinu er svo bætt í þegar súpan er borin fram. Berið fram með góðu brauði og njótið! Kristjana og Bragi skora á Ragnheiði og Óla Val deila næstu uppskrift með Mosfellingum hjá kristjönu og bra ga Kjötsúpa sem yljar heyrst hefur... ...að upptökur á Ófærð 2 hafi staðið yfir í Kjósinni síðustu vikur. ...að Balli málari hafi orðið fertugur um síðustu helgi. ...að hljómsveitin Írafár æfi nú af full- um krafti í Hlégarði fyrir fyrirhugaða endurkomu næsta sumar. ...að Greta Salóme verði meðal þeirra sem koma fram á jólamarkaði Ásgarðs á laugardaginn. ...að handknattleiksmaðurinn Elvar Ásgeirs hafi farið á reynslu til toppliðs GOG í Danmörku. Þá eru Danir einnig að skoða Birki Ben. ...að Simmi Vill sé fluttur í Klapparhlíðina. ...að Domino’s hafi safnað rúmum fimm milljónum til styrktar Reykja- dals með góðgerðarpizzunni. ...að Diddi og Valva hafi eignast lítinn dreng á dögunum. ...að Haraldur bæjarstjóri ætli að gefa kost á sér áfram í oddvitasætið. ...að atvinnudansparið Hanna Rún og Nikita séu flutt í Mosó. ...að Davíð Gunnlaugs og Eyrún eigi von á barni með vorinu. ...að íbúar í Leirvogstungu hafi áhyggjur af komu Íslenska Gáma- félagsins á Esjumela en talsvert er kvartað yfir lyktarmengun félagsins á núverandi stað í Grafarvogi. ...að Birgir í íþróttahúsinu leiki ráð- herra í þáttunum Stella Blomkvist. ...að búið sé að skreyta jólatréð á Sveinsstöðum með miklum tilburðum. ...að verðandi forsætisráðherra, Katrín Jakobs, hafi stjórnað umræðum á bókmenntahlaðborði Bókasafnsins þrátt fyrir að vera lítið búin að lesa af bókunum annað árið í röð, sökum anna við stjórnarmyndun. ...að gamla handboltakempan Bjarki Sig. hafi orðið fimmtugur um daginn. ...að Una Hildardóttir sé tekin við af Óla Snorra sem formaður Vinstri grænna í Mosfellsbæ ...að jólaskógurinn í Hamrahlíðinni verði opnaður með pompi og prakt laugardaginn 9. desember. ...að Sindri og Nína séu að flytja í Mosó. ...að hljómsveitin Kaleo sé tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir besta rokk- flutning ársins á laginu No Good. ...að ljósin verði tendruð á Miðbæjar- torginu á laugardaginn. ...að síðasti heimaleikur þessa árs hjá strákunum í Olísdeildinni sé gegn FH 11. desember. Þeir sem mæta með kvittun frá Apótekararnum fá frítt. ...að það séu komnir þrír nýir réttir á matseðilinn á Hvíta Riddaranum. ...að aðventukvöld Samfylkingarinnar fari fram í kvöld. mosfellingur@mosfellingur.is ALLT Á AÐ SELJAST – DÚNDUR VERÐ! Mikið úrval af bómullarbolum, microbolum og nærfatnaði á dömur, herra og börn. Dömubolir úr ull/silki og ull/bómull. Einnig úrval af kertastjökum, kristalsglösum, skartgripum, skjalatöskum, rafmagnsvörum, leikföngum, Tupperware vörum o.fl. Opið virka daga kl. 13-17. Opið laugardagana 2. des., 9. des. og 16. des. kl. 12-16. Háholt 23, 270 Mosfellsbær Sími: 586 8050 / mirella@simnet.is / facebook.com/mirella.ehf HEILDVERSLUNIN MIRELLA LOKAR í Háholti 23, Mosfellsbæ 17. janúar 2018 Sendið okkur myndir af nýjum Mosfellingum ásamt helstu upplýsingum á mosfellingur@mosfellingur.is - Heyrst hefur...36

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.