Mosfellingur - 22.08.2017, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 22.08.2017, Blaðsíða 4
Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is) Í þá gömlu góðu... MOSFELLINGUR www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is Næsti Mosfellingur kemur út 7. september Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is Ritstjórn: (blaðamenn og ljósmyndarar) Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Upplag: 4.000 eintök. Dreifing: Pósturinn. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Ingibjörg Valsdóttir Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag. Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti. Mosfellsbær fagnar 30 ára kaup-staðarafmæli sínu um þessar mundir. Það hefur eflaust ekki farið framhjá Mosfellingum. Forsetahjónin komu í opinbera heimsókn á sjálfan afmælisdaginn 9. ágúst. Ég fékk að fylgja þeim eftir þennan skemmtilega dag þegar þau heimsóttu stofnanir og fyrirtæki í bæjarfé- laginu og kynntu sér það sem bærinn hefur upp á að bjóða. Það var gaman að sjá hversu vel var tekið á móti Guðna og Elizu hvar sem þau komu. Allir búnir að gera fínt hjá sér og tóku þessum heiðurshjónum fagnandi. Andrúms- loftið var afslappað og Guðni og Eliza eyddu hér heilum degi. Guðni er orðinn svo góður vinur Mosfellsbæjar að hann hefur ákveðið að þekkjast boð um að taka þátt í Tindahlaupinu sem fram fer um næstu helgi. Nú er einmitt bæjarhátíðin okkar, Í túninu heima, um næstu helgi. Mosfellingum óskum við gleðilegrar hátíðar með von um góða skemmtun. Heill sé forseta vorum Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings www.isfugl.is Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali - Frítt, frjálst og óháð bæjarblað4 Morgunblaðið birti, þriðju- daginn 11. ágúst, heila opnu með texta og ljósmyndum frá þessum viðburði. Hér eru nokkrar myndir í tilefni 30 ára afmælis Mosfellsbæjar. Gleðilega bæjarhátíð! MOSFELLSSVEIT verður MOSFELLSBÆR 9. ágúst 1987 Lionsmenn að grilla ofan í Mosfellinga. Mikill meirihluti bæjarbúa mætti á útigrillið við Hlégarð. Páll Guðjónsson bæjarstjóri gæðir sér á krásunum í grillveislunni. Kristján Þorgeirsson póstur og póstlest hans. Anna Guðný Guðmundsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Ólafur frá Mosfelli. Pylsan virðist helst til stór fyrir þennan munn. Hinir nýju bæjarfulltrúar og bæjarstjóri við merki Mosfellsbæjar: (Frá vinstri) Þengill Oddson, Aðalheiður Magnúsdóttir, Magnús Sigsteins- son forseti bæjarstjórnar, Páll Guðjónsson bæjarstjóri, Þórdís Sigurðardóttir, Óskar Kjartansson, Helga Richter og Oddur Gústafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.