Mosfellingur - 22.08.2017, Blaðsíða 18

Mosfellingur - 22.08.2017, Blaðsíða 18
 - Dreift frítt í Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós18 DOMINO’S APPWWW.DOMINOS.IS SÍMI 58 12345 *ALLAR STÓRAR PIZZUR AF MATSEÐLI EF ÞÚ SÆKIR, VIKUNA 21.–27. ÁGÚST 2017. PÖNNUPIZZA: 1.590 KR. EIN VIKA. EITT VERÐ.* FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU ÞÉR OSTAGOTT Hjónin Ágústa Pálsdóttir og Haukur Haf- steinsson opnuðu í byrjun ágúst gjafa- og lífsstílsverslunina Evíta að Háholti 14. „Evíta er falleg búð þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Við erum með fjölbreytta og árstíðbundna gjafavöru og búðin er aldrei eins. Mikið úrval er hjá okkur af kertum, kertastjökum, luktum og allskyns dúllerí og fínerí fyrir falleg heimili. Svo reynum við alltaf að vera með góð tilboð í gangi,“ segir Ágústa en Evíta hefur verið starfrækt á Selfossi síðustu 7 ár. Ævintýraleg Evíta „Evíta er ævintýraleg búð þar sem fólk þarf að gefa sér góðan tíma til að skoða og njóta. Ég er búin að reka búðina í eitt ár en áður var hún á Selfossi. Viðskiptavinahópurinn okkar er stór og fjölbreyttur. Við búum hér í Mosfellsbæ og fannst því tilvalið að opna hér og færa okk- ur nær okkar helsta kúnnahóp. Við flytjum sjálf inn allar vörurnar í Evítu og reynum að bjóða upp á gott og sanngjarnt verð. Móttökurnar hafa verð hreint úr sagt æðislegar. Mosfellingar er greinilega glaðir að fá okkur í bæinn, það er búið að vera mikil að gera síðan við opnuðum.“ Kynningarafsláttur af ilmkertum „Í tilefni af bæjarhátíðinni Í túninu heima ætlum við að vera með sérstakan kynningarafslátt af ilmkertunum okkar. Þetta eru dásamleg kerti og eru afar vinsæl hjá okkur. Við vonumst eftir að sjá sem flesta Mosfellingum á hátíðinni. Við erum svo ánægð með staðsetninguna á búðinni og hvað plássið er bjart og fallegt, svo ég tali nú ekki um útsýnið úr öllum gluggum,“ segir Ágústa að lokum. Opnunartími Evítu er alla virka daga kl. 11-18 og kl. 11-16 á laugardögum. Evíta opnar í Háholti • Búðin aldrei eins • Góðar móttökur Opna ævintýralega gjafavöruverslun Ágústa og haukur í nýju búðinni VÖFFLUKAFFI Í FMOS Laugardaginn 26. ágúst kl. 14-17 KAMMErKór MOSFELLSbÆjAr SyngUr KL. 15:30 Nemendafélag Framhaldsskóla Mos- fellsbæjar verður með vöfflukaffi í skólanum og rennur ágóðinn til Reykjadals þar sem Styrktar- félag lamaðra og fatlaðra rekur sumar- og helgardvöl fyrir fötluð börn og ungmenni. Mosfellsbær hefur undirritað samning við Laugar ehf. (World Class) vegna stækkunar á íþrótta- og líkamsræktaraðstöðu í íþrótta- miðstöðinni Lágafelli. Samningurinn felur í sér að Laugar ehf. mun byggja við núverandi aðstöðu tvo búningsklefa og fleiri hreyfisali. Laugar ehf. mun fara fyrir framkvæmdinni og fjármagna hana að fullu. Tekjumöguleikar íþróttamiðstöðvarinnar aukast talsvert með stækkuninni og gert er ráð fyrir 10% fjölgun gesta á milli ára. Hlekkur í heilsueflandi samfélagi Þjónusta íþróttamiðstöðvarinnar Lága- fells er mikilvægur hlekkur í heilsuefl- andi samfélagi. Mikil starfsemi fer fram í Íþróttamiðstöðinni Lágafelli en þangað voru rúmlega 490 þúsund heimsóknir á síðasta ári. Þar er ein vinsælasta sundlaug landsins auk íþróttasalar og einnig er rekin líkamsræktarstöðin World Class. Stækkun á aðstöðu bætir aðstöðu fyrir almennings- og skólaíþróttir og eykur þjónustu við íbúa Mosfellsbæjar. Auk þess eru væntingar um að stækkunin muni hafa jákvæð áhrif á samstarfið við grunnskóla Mosfellsbæjar, Aftureldingu og fleiri aðila sem sækja þjónustu íþróttamiðstöðvar- innar. World Class bætir við búningsklefum og hreyfisölum Íþróttamiðstöðin Lágafell stækkar Hafdís Jónsdóttir og Haraldur Sverrisson handsala samning milli Lauga og Mosfellsbæjar Kynningarfundur Laugardaginn 26. ágúst kl. 14:00. Kynnt er starfsemi Kærleiksseturs. Allskyns einkatímar sem dekra við líkama og sál. Einnig er fallegur salur til leigu upplýsingar á www.kaerleikssetrid.is og í síma Kærleiksseturs 567 5088 og 862 0884
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.