Mosfellingur - 22.08.2017, Blaðsíða 28

Mosfellingur - 22.08.2017, Blaðsíða 28
 - Fréttir úr bæjarlífinu28 Grilltímabilið stendur nú sem hæst og nær eflaust hámarki hjá mörgum Mosfellingum í götugrillum víðsvegar um bæinn um helgina. Hér kemur ein skotheld uppskrift að ljúffengum ham- borgurum sem tilvalið er að henda á grillið. BBQ-hamborgarar með karamelluhúðuðum rauðlauk og hvítmygluosti (5 hamborgarar) • 2 rauðlaukar • 2 msk smjör • 1 tsk púðursykur • 600 g nautahakk • ½ dl Hunt´s Honey Mustard BBQ Sauce • 1 msk estragon • salt • pipar • hvítmygluostur Smjör er brætt á pönnu við miðlungsháan hita. Hökkuðum rauðlauk er bætt á pönnuna og látinn malla í smjörinu í 10 mínútur. Púðursykri er þá bætt á pönnuna og allt látið malla áfram í 10 mín- útur. Á meðan er hrært reglulega í lauknum. Ef laukurinn dökknar of hratt þá er hitinn lækkaður. Nautahakki, estragon, Hunt´s Honey Mustard BBQ Sauce, salti og pipar er blandað saman og mótaðir 5 hamborgarar. Hamborgararnir eru grillaðir á lokuðu grilli í um 3 mínútur, þá er þeim snúið við og ostsneiðar lagðar ofan á. Grillinu er lokað aftur og hamborgararnir grillaðir áfram í um 6 mínútur. Undir lokin er hamborgarabrauðum bætt á grillið og þau hituð. Hamborgararnir eru bornir fram með karamelluhúðaða rauð- lauknum, salati, góðri hamborgarasósu og jafnvel líka beikoni og avokadó. Við mælum með því að þú veljir rétt vín með matnum. Hér til hliðar eru tvær hugmyndir: Bæjarhátíðin Í túninu heima haldin um helgina • Einföld og þægilega uppskrift að hamborgurum Allt klárt fyrir götugrillið? Matarhorn Mosfellings karamelluhúðaðir hamborgarar á grillinu Piccini Memoro 3 lítrar Piccini svíkur engan – smá sætt, lítil tannín, dökk ber og vanilla. Yndislegt vín sem hentar við flest tilefni. Frábært með grillmat eða eitt og sér. Lindemans Shiraz Cabernet 3 lítrar Þetta frábæra ástralska vín hentar mjög vel í veisluna, matarboðið, götutjaldið eða við önnur tækifæri. Kirsu- berjarautt, mild sýra, lítil tannín og kröftugt. Endist í 4-5 vikur eftir opnun. Þriðjudaginn 15. ágúst var ný hringsjá vígð á toppi Reykjaborgar í tilefni 30 ára afmælis Mosfellsbæjar. Gengið var á fellið undir leiðsögn Skáta- félagsins Mosverja. Um 70 manns mættu í gönguna og var almenn ánægja með hringsjána sem þótti afar vel heppnuð. Hringsjáin er lokahnykkur í verkefninu „stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ“ sem hófst 2009 sem samstarfsverkefni skátanna og Mosfellsbæjar en á upptök að rekja til ársins 2006 þegar hugmyndir að verkefninu komu fram. Nú hafa verið stikaðir um 90 km, sett upp 10 bílastæði, 12 upplýsingaskilti, 8 fræðslu- skilti, 30 vegprestar, 5 göngubrýr og göngu- kort prentað í um 25 þúsund eintökum. Útsýnið yfir Mosfellsbæ er einstakt til allra átta af toppi Reykjaborgar og eru Mos- fellingar hvattir til að kynna sér aðstæður. Hringsjá á toppi reykjaborgar Fjöldi Fólks gekk á toppinn haraldur bæjarstjóri og ævar skátaForingi Vel mætt á afmælisdagskrá Nánast daglegir viðburðir hafa verið í boði í ágúst, frá afmælisdegi Mosfellsbæjar þann 9. ágúst. Má þar nefna frisbígolfmót með Steinda Jr., Brúðubílinn í Meltúnsreit, kvöldvöku með Ágústu Evu í Hlégarði, fyrirlestra, göngur og margt fleira. Viðburðirnir voru settir upp í tilefni 30 ára afmæli Mosfellsbæjar og eru góð upphitun fyrir sjálfa bæjarhátíðina, Í túninu heima, sem fram fer um næstu helgi. steindi jr. kennir unga Fólkinu FolF margmenni í meltúnsreit skógræktarFélagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.