Mosfellingur - 22.08.2017, Blaðsíða 32

Mosfellingur - 22.08.2017, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 20:00 - 22:00 UNGLINGADANSLEIKUR Í HLÉGARÐI Upphitun fyrir bæjarhátíðina. Unglingaball fyrir 8.-10. bekkinga. Fram koma: Rapparinn GKR og DJ. Aðgangseyrir: 800 kr. fIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST BÆJARBÚAR SKREYTA HÚS OG GÖTUR Í HVERfISLITUM GULUR - Hlíðar, Höfðar, Tún og Mýrar RAUÐUR - Tangar, Holt og Miðbær BLEIKUR - Teigar, Krikar, Lönd, Ásar, Tungur og Mosfellsdalur BLÁR - Reykja- og Helgafellshverfi 19:00 fELLAHRINGURINN – fJALLAHJóLAKEppNI Hjólakeppni um stíga innan Mosfellsbæjar. Keppnin hefst við Íþróttahúsið að Varmá. Tvær vegalengdir, 16 km og 30 km. Sjá nánar á netskraning.is/fellahringurinn. 18:00 - 20:00 SUNDLAUGARKVÖLD Í LÁGAfELLSLAUG Fjölskyldan skemmtir sér saman. Leikhópurinn Lotta kíkir í heimsókn með sína vin- sælu söngvasyrpu. Blöðrulistamenn sýna listir sínar og gera skemmtileg blöðrudýr. Wipe-Out brautin verður á sínum stað, frír ís í boði. Frítt inn fyrir alla fjölskylduna. 20:15 BÍLAKLÚBBURINN KRÚSER Í HÁHOLTI Bílaklúbburinn Krúser safnast saman við Kjarnagrill í Háholti. Keyrður verður rúntur um Mosfellsbæ og svo stilla allir sér upp á planinu. Tilvalið að kíkja á flottar drossíur og klassíska bíla frá liðinni tíð. Fjöldi glæsivagna verður á svæðinu ef veður leyfir. 21:00 STEBBI OG EYfI Í HLÉGARÐI Frábær kvöldstund með þessum einstöku listamönnum. Gamanmál og gleðisöngvar úr ýmsum áttum. Miðasala á www.midi.is. fÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 10:00 OG 11:00 BóKASAfN MOSfELLSBÆJAR Leikhópurinn Lotta: Söngvasyrpa fyrir öll 5 ára börn í Mosó. Dagskrá í samstarfi við leikskólana. 10:00-11:00 AfMÆLISGJÖf TIL GRUNNSKóLABARNA Friðrik Dór mætir í grunnskólana og tekur nokkur lög. Allir krakkar fá buff í hverfalitunum í afmælisgjöf frá Mosfellsbæ. 13:00 - 17:00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í MOSfELLSDAL Geitur, refur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr. Opið alla daga 11:00-17:00. Aðgangur 600 kr. 15:00 ARION BANKI Krakkar frá Leikfélagi Mosfellssveitar syngja nokkur lög. Andlitsmálun fyrir börnin og Bíbí, Blaki og Ari verða á svæðinu. 18:00 - 19:00 KYNNINGARTÍMI Í GOLfI Á HLÍÐAVELLI Opinn kynningartími fyrir nýja kylfinga í Mosfellsbæ. Komið og kynnist golfíþróttinni og lærið helstu tökin. Victor Viktorsson golfkennari verður á æfingasvæðinu við gamla skálann á Hlíðavelli. Gott er að koma með kylfur, en einhverjar kylfur verða á staðnum fyrir þá sem það vilja. Frítt er í tímann og fríir golfboltar til að slá. 19:00 – 23:00 VINNUSTOfUR OpNAR Á ÁLAfOSSVEGI Vinnustofur ljósmyndaranna Bjarkar Guðbrandsdóttur og Guðbjargar Magnúsdóttur og myndlistarkonunnar Ólafar Oddgeirsdóttur verða opnar á neðri hæð Álafossvegar 20. 19:30-22:30 KAffIHÚS MOSVERJA Skátafélagið Mosverjar opnar kaffihús í Skálanum í Álafosskvos. Boðið upp á heitar vöfflur, kaffi og kakó. 19:30 - 22:30 ÚTIMARKAÐUR Í ÁLAfOSSKVOS Markaðstjöld full af fjölbreyttum varningi. 20:00 BMX BROS Á MIÐBÆJARTORGINU Snillingarnir í BMX bros hita upp á Miðbæjartorginu áður en skrúðgöngurnar leggja af stað. Þeir munu sýna listir sínar með glæsilegri sýningu og bjóða upp á kennslu fyrir þá sem það vilja. 20:30 ÍBÚAR SAfNAST SAMAN Á MIÐBÆJARTORGI GULIR, RAUÐIR, BLEIKIR og BLÁIR - Allir hvattir til að mæta í lopapeysu. 20:45 SKRÚÐGÖNGUR LEGGJA Af STAÐ Í ÁLAfOSSKVOS Hestamannafélagið Hörður leiðir gönguna með vöskum fákum. Göngustjórar frá Leikfélagi Mosfellssveitar ræsa einn lit af stað í einu. 21:00 - 22:30 ULLARpARTÝ Í ÁLAfOSSKVOS Brekkusöngur og skemmtidagskrá. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar tekur á móti skrúðgöngu. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri setur hátíðina. Gummi og Felix taka lagið Hilmar og Gústi stýra brekkusöng. Björgunarsveitin Kyndill kveikir í blysum. Rauðakrosshópurinn sinnir gæslu ásamt Björgunarsveitinni Kyndli. 22:00 - 23:30 UppISTAND Á HVÍTA RIDDARANUM Uppistand.is heldur sitt mánaðarlega uppistand með úrvals grínistum. Frítt inn. 23:30 - 03:00 – pApAR Í HLÉGARÐI Hinir ómótstæðilegu Papar slá upp dansleik í tilefni bæjarhátíðarinnar. Tryllt stemn- ing í Hlégarði, höfuðvígi Papanna á höfuðborgarsvæðinu. Miðasala er hafin á tix.is. LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST • fRÍTT Í LEIÐ 15 Í STRÆTó ALLAN DAGINN • fRÍTT Í VARMÁRLAUG OG LÁGAfELLSLAUG Í DAG • fRÍTT Á GLJÚfRASTEIN 7:00 - 22:00 BAKKAKOTSVÖLLUR – fRÍTT Í GOLf Golfklúbbur Mosfellsbæjar býður Mosfellingum að spila frítt á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal. Bóka þarf rástíma á golf.is eða í afgreiðslu GM og er nauðsynlegt að viðkomandi hafi þekkingu og getu til að leika á vellinum og fari eftir öllum þeim reglum sem þar gilda. 8:00 - 18:00 MOSfELLSBAKARÍ Mosfellsbakarí í hátíðarskapi alla helgina og býður gestum og gangandi upp á ilmandi ferskt brauð, bakkelsi og frábæra stemningu. Litríkar hverfamúffur, hátíðarkaka og frábærar hátíðarvöfflur. 9:00 - 12:00 BEIN ÚTSENDING Á RÁS 2 Útvarpsmaðurinn Sólmundur Hólm verður í beinni útsendingu frá bæjarhátíðinni á Rás 2. 9:00 - 17:00 fRÍTT Á GLJÚfRASTEIN Gljúfrasteinn - hús skáldsins opnar dyrnar að safninu í Mosfellsdal. Gljúfrasteinn var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu hans um hálfrar aldar skeið. Nýlega opnaði safnið á nýjan leik eftir miklar framkvæmdir. Frítt verður inn á safnið og munu starfsmenn glaðir skeggræða við gesti um nýafstaðnar framkvæmdir og hvaðeina sem snertir Gljúfrastein. 9:00 - 17:00 ÍÞRóTTASVÆÐIÐ Á TUNGUBÖKKUM Fótboltamót Aftureldingar og Weetos, 6. og 7. flokkur karla og kvenna. 9:00 - 16:00 TINDAHLAUp MOSfELLSBÆJAR Náttúruhlaup sem hefst við Íþróttamiðstöðina að Varmá. Ræst kl. 9:00 og kl. 11:00. Fjórar vegalengdir í boði, 7 tindar (37 km), 5 tindar (35 km), 3 tindar (19 km) og 1 tindur (12 km). www.mos.is/tindahlaup og www.hlaup.is. 9:30 KETTLEBELLS ICELAND – ENGJAVEGUR 12 Opin Ketilbjölluæfing fyrir hrausta Mosfellinga. Gengið með ketilbjöllur upp á Reykjafell þar sem æfing verður tekin á toppnum. Lagt af stað frá Engjavegi. 11:00 WORLD CLASS - MOSfELLSBÆ Opinn tími í World Class fyrir alla Mosfellinga. Skemmtileg blanda af þol- og styrktaræfingum ásamt góðum teygjum. Kennarar eru Þorbjörg og Árni. Tökum á því í hverfalitunum! 10:00 - 16:00 MOSSKóGAR Í MOSfELLSDAL Útimarkaður: Sultukeppni, grænmeti frá Mosskógum, silungur frá Heiðarbæ, rósir frá Dalsgarði o.fl. Úrslit í sultukeppni kl. 15:00. Skila þarf inn sultum í keppnina fyrir kl. 12. 13:00 - 17:00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í MOSfELLSDAL Geitur, refur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr. Opið alla daga 11:00-17:00. Aðgangur 600 kr. 12:00 - 17:00 ÍS-BAND fRUMSÝNIR JEEp COMpASS Íslensk-Bandaríska frumsýnir nýjasta Jeep fjölskyldumeðliminn Jeep Compass í Þverholti 6. Stórglæsilegur og öflugur jeppi sem vert er að kíkja nánar á. Boðið verður upp á reynsluakstur á öllum Jeep jeppum. Kaffibarþjónar frá Lavazza galdra fram ítalskt eðalkaffi og gos og sælgæti verður í boði fyrir krakkana. Da gs kr á 20 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.