Mosfellingur - 22.08.2017, Blaðsíða 54

Mosfellingur - 22.08.2017, Blaðsíða 54
 - Heilsa54 Skutlið Ég hef nokkra síðustu daga farið með sex ára guttann minn í fót- boltaskóla Aftureldingar. Við förum viljandi mjög tímalega af stað og ég hef þannig náð dýrmætum mínút- um með honum á fótboltavellinum. Þetta eru ekki margar mínútur en ótrúlega gefandi fyrir mig og okkur báða, sérstaklega þegar við náum að gera þetta oft í viku. Við æfum skot á mark, fyrirgjafir og leikum okkur saman þangað til fótboltaskólinn byrjar. Fólk kvartar oft yfir skutli, að þurfa að skutla krökkunum hingað og þangað. Með því að taka sér meiri tíma, fara annað hvort fyrr af stað eða gefa sér meiri tíma þegar maður sækir krakkana, nær maður í góðar samverustundir með krökkunum þar sem ekkert kemst að nema áhuga- málið þeirra. Síminn ekki að trufla, ekki sjónvarpið, ekki vinna eða verkefni. Ég mæli virkilega með þessu fyrir foreldra, líka og einmitt sérstak- lega fyrir þá sem hafa mikið að gera. Að taka sér tíma í svona samveru- stundir. Þær eru orkugefandi og stresslosandi. Maður fær sömu- leiðis meiri innsýn inn í áhugamál barnsins og upplifir betur hvernig andrúmsloftið er á æfingunum þegar maður gefur sér meiri tíma í skutlið og tekur aðeins þátt í áhugamálinu með barninu. Ekki láta veðrið hafa áhrif. Hásól eða hundslappadrífa, það skiptir ekki máli. Ef barnið þitt getur tekið þátt í áhugamálinu, þá getur þú það líka. Klæða sig bara eftir aðstæðum, flóknara er það ekki. Ég er líka búinn að skutlast tals-vert með eldri bróður þess sex ára í sumar, en hann er líka að æfa fótbolta. Hann kemur sér sjálfur á æfingar og í heimaleiki þannig að skutlið er aðallega í útileikina. Þau skutl hafa líka verið gefandi samveru- stundir, við fáum tækifæri til að spjalla um leikina, fótbolta almennt og annað sem okk- ur dettur í hug. Skilaboðin, tökum skutlinu fagnandi og nýtum það vel. HeilSumolar Gaua Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is Mosfellingurinn Sigrún Þuríður Geirsdóttir synti Drangeyjarsund á dögunum. Sennilega er Drangeyjarsund (Grettissund) þekktasta sjósund sem synt hefur verið við Íslandsstrendur og þykir mikið afrek. Afrekið felst í því að synda um 7 km leið frá Drangey að Reykjanesi á Reykjaströnd án þess að klæða kuldann af sér, en sjórinn á þessum slóðum er frekar kaldur. Þegar sundið fór fram var hita- stig sjávar á bilinu 9,5 - 10,5 gráður. Sigrún lagði af stað frá Drangey kl. 8:20 í morgun í 3 stiga hita og þó nokkrum öldum, umkringd hvölum sem voru að sýna listir sýnar. Fljótlega lægði þó og hlýnaði og gekk sundið mjög vel. Sigrún Þuríður er ekki óvön sjósundi en hún synti yfir Ermarsundið fyrst íslenskra kvenna árið 2015. Sigrún Þuríður er fimmta konan til að synda Drangeyjarsund en sundtími hennar var 3 klst. og 29 mín. Björgunarsveitirnar á Sauðárkróki og Hofs- ósi fylgdi henni yfir. Sigrún synti Drangeyjarsund fimmta konan til að synda drangeyjarsund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.