Mosfellingur - 21.12.2017, Side 2

Mosfellingur - 21.12.2017, Side 2
Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is) Í þá gömlu góðu... héðan og þaðan KLUKKURnaR Í LÁgaFELLSKIRKJU Undirritaður fékk á dögunum tækifæri til að fara upp í turn Lágafellskirkju og taka ljósmyndir þær sem fylgja pistlinum. Þau tímamót verða nú um hátíðirnar að verið er að setja upp tæknibúnað til að fjarstýra klukknahringingum. Lágafellskirkja var vígð 24. febrúar árið 1889. Á sama tíma voru lagðar niður kirkjur á Mosfelli og í Gufunesi. Ýmsir munir frá þessum kirkjum runnu til hinnar nýju kirkju á Lágafelli og á það eflaust við um klukkurnar. Til dæmis segir í úttekt að altaris- taflan og önnur kirkjuklukka Mosfellskirkju hafi gengið til nýju kirkjunnar. Um Gufunes segir meðal annars: Söfnuðurinn hélt eftir gripum og áhöldum og rann það allt til hinnar nýju kirkju. MOSFELLINGUR www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is Næsti Mosfellingur kemur út 11. janúar Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is Ritstjórn: Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Upplag: 4.000 eintök. Dreifing: Pósturinn. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Ingibjörg Valsdóttir Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag. Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti. Það er kominn sá árstími að gera þarf upp árið og líta yfir farinn veg. Við höfum staðið fyrir vali á Mos- fellingi ársins og óskum eftir hjálp frá lesendum blaðsins. Þetta er í 13. skipti sem valið fer fram og er hægt að senda inn tilnefningar á heimasíðu Mosfellings, www.mosfellingur.is. Leggið höfuðið í bleyti og hendið inn einhverri snilldarhugmynd að þeim sem á nafnbótina skilið. Mig langar einnig til að minna ykkur á björgunarsveitina okk- ar, Kyndil. Höfum hana í huga þegar kemur að því að kaupa flugelda. Um er að ræða helstu tekjulind björgun- arsveitanna sem standa vaktina allt árið. Salan hefst 28. desember og fer fram að Völuteigi og á Krónuplaninu. Þegar þessi orð eru rituð eru einungis nokkrir dagar þangað til við fögnum komu frelsarans. Það er því hjákátlegt að lesa af því fréttir að laun biskups hækki um 25% um áramót auk eingreiðslu upp á rúmar 3 milljónir frá síðustu áramótum. Ég segi bara gleðileg jól. Gleðilega hátíð Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings www.isfugl.is Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali - Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2 sendu inn þína tilnefningu 2017 www.mosfellingur.is klukkur í kirkjuturni Stærri klukkan er 46,4 cm að þvermáli. Áletrun er: STØBT AF DC HERBST HOF KLOKESTØBER I K 1791. GUD ALENE ÆREN. Minni klukkan er að þvermáli 33,8 cm með áletruninni: STØBT AF II RITZMANN KØBENHAVN ANNO 1838. turn lágafellskirkju

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.