Mosfellingur - 21.12.2017, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 21.12.2017, Blaðsíða 4
Gleðilega hátíð www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna 24. desember - aðfangadagur Kl. 13:00 Barnaguðsþjónusta í Lágafellskirkju Kl. 18:00 Aftansöngur í Lágafellskirkju Kl. 23:30 Miðnætur- guðsþjónusta í Lágafellskirkju 25. desember - Jóladagur Kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju Kl. 16:00 Hátíðarguðsþjónusta í Mosfellskirkju 31. desember - gamlársdagur - atHugiÐ BReYttuR tÍMi ! Kl. 17:00 Aftansöngur í Lágafellskirkju Kolbrún G. Þorsteins býður sig fram í 2. sæti Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir býður sig fram 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fram fer laugardaginn 10. febrúar. Kolbrún situr í bæjarstjórn og bæjarráði. Þá er hún formaður fræðslunefndar og situr fyrir hönd Mosfellsbæjar í stjórn Sorpu. „Mikil uppbygging er að eiga sér stað í Mosfellsbæ og hef ég áhuga á að halda áfram þeim krefjandi verkefnum sem fram undan eru. Bæjarstjórnin er skipuð góðu og öflugu fólki og hef ég mikinn áhuga á að vinna áfram með þeim hóp.“ Kolbrún er gift Sigurði Andréssyni byggingameistara og eiga þau þrjá syni og eitt barnabarn. - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64 Við óskum Mosfellingum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári Styrktar- og sjúkrasjóður verslunarmanna í Reykjavík gaf Reykjalundi nýverið tæki á sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar að andvirði 28 milljónir króna, í tilefni 150 ára afmælis sjóðsins. Gjöfin samanstendur af hátt í fjörutíu mismunandi tækjum og búnaði í endur- hæfingarsal Reykjalundar sem taka við af eldri búnaði sem kominn er mjög til ára sinna. Má þar nefna tvo Nustep fjölþjálfa, fimm Cybex sethjól, fimm E-motion þrekhjól, þrjú Cybex göngubretti, Matrix endur- hæfingargöngubretti, Matrix fjölþjálfa, útirafmagnsreiðhjól, þrjá æfingabekki, þrjá meðferðarbekki og vinnukolla, högg- bylgjutæki, tvær nuddvélar, laserpenna, þríhöfða laserpenna, stuttbylgjutæki, hljóðbylgjutæki, göngubrú með gaspumpu og fullkominn trissuhring með öllum fylgi- hlutum og tveimur lausum trissum. Þriðja veglega gjöfin frá sjóðnum Sjóðurinn hefur tvívegis áður gefið Reykjalundi stórar gjafir og er þetta því í þriðja skipti sem Reykjalundur fær veglega gjöf frá sjóðnum. Formleg afhending var föstudaginn 1. desember. Þá afhenti Bjarni Árnason forseti fjáröflunarnefndar og fyrrverandi formaður SSVR forstjóra Reykjalundar, Birgi Gunn- arssyni, gjöfina. Bæjarbúar geta kosið Mosfelling ársins Val á Mosfellingi ársins 2017 stend- ur nú yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Allir Mosfellingar koma til greina í valinu og er öllum frjálst að senda inn tilnefningar í gegnum heimasíðu blaðsins www.mosfellingur.is. Þetta er í þrettánda sinn sem valið fer fram á vegum bæjarblaðsins Mosfellings. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt og senda inn tilnefningar. Gjarnan má fylgja með stuttur rökstuðningur fyrir tilnefningunni og hvað viðkomandi hefur lagt til samfélagsins. Áður hafa þessi hlotið nafnbótina: Sigsteinn Pálsson, Hjalti Úrsus Árnason, Jóhann Ingi Guðbergsson, Albert Rútsson, Embla Ágústsdóttir, Steindi Jr., Hanna Símonardóttir, Greta Salóme, Kaleo, Jóhanna Elísa Engelhartsdóttir, Sigrún Þ. Geirs- dóttir og Guðni Valur Guðnason. Útnefningin verður kunngjörð í fyrsta blaði næsta árs, fimmtudag- inn 11. janúar 2018. SSVR gefur ný tæki í tilefni 150 ára afmæli sjóðsins • Afhending fór fram 1. desember Ný tæki að andvirði 28 mkr. í endurhæfingarsal Reykjalundar Reykjalundur er ein helsta endurhæfingar- og heilbrigðisstofn- un landsins sem þjónar árlega á annað þúsund manns sem hafa veikst eða slasast alvarlega og fallið af vinnumark- aði. Meginhlutverk heilbrigðisstarfsfólks Reykjalundar er að koma þjónustuþegum sínum aftur út á vinnumarkaðinn enda er meðalaldur sjúklinga einungis um eða í kringum 50 ár. Stormsveitin hefur gefið út sinn fyrsta geisla- og DVD-disk, Stormviðvörun. Sveit- ina skipa 20 karlar sem syngja hefðbundin karlakórslög, dægurlög og rokklög. Stormsveitin flytur yfirleitt öll sín lög í rokkbúningi ásamt fjögurra til fimm manna hljómsveit. „Þetta er 12 laga diskur og 9 laga DVD diskur með sömu lögum. Þetta er upptaka frá þrettándatónleikum Storm- sveitarinnar í Hlégarði 9. janúar 2016. Stef- anía Svavars og Biggi Haralds flytja nokkur lög með okkur á þessum disk. Hann var svo hljóðblandaður og unnin í Studíó Lager hjá Arnóri Sigurðarsyni,“ segir Sigurður Hans- son, Stormsveitarforingi. tónleikar 3. mars í Hlégarði „Diskinn verður hægt að nálgast á face- book-síðu Stormsveitarinnar og hjá Storm- sveitarmönnum. Ég á ekki von á því að hann fari í frekari dreifingu. Diskurinn kostar 2.000 kr. en 3.000 kr. með DVD disknum. Við verðum ekki með þrettándatónleika núna í fyrsta skipti í nokkur ár. Við tókum þátt í Kórum Íslands í haust, það fór mikil orka í það og því ákváðum við að halda góða tónleika 3. mars í Hlégarði með nýju og fersku efni,“ segir Sigurður að lokum og hvetur alla sem áhuga hafa á að eignast diskinn að hafa sambandi við meðlimi sveitarinnar eða í gegnum facebook. Upptaka frá þrettándatónleikum síðasta árs • Biggi Haralds og Stefanía Svavars með Stormsveitin gefur út Stormviðvörun fyrir jólin MeðliMir storMsveitar- innar fagna útgáfunni www.lagafellskirkja.is MOSFELLINGUR kemur Næst út 11. jaNúar mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.