Mosfellingur - 21.12.2017, Page 8

Mosfellingur - 21.12.2017, Page 8
EINFALDARA! ENN Borgaðu fyrirfram um leið og þú pantar með appi eða á netinu. Rúnar Bragi gefur kost á sér í 4. sæti Rúnar Bragi Guðlaugsson vara- bæjarfulltrúi gefur kost á sér á lista Sjálfstæðismanna í prófkjörinu 10. febrúar nk. „Ég hef ákveðið að sækjast eftir fjórða sæti listans, og óska ég eftir þínum stuðningi í prófkjörinu,“ segir í tilkynningu frá Rúnari Braga. „Ég er varabæjarfull- trúi, formaður íþrótta- og tómstundanefnd- ar og einnig formaður þróunar- og ferðamálanefndar, ásamt því að gegna varaformennsku í heilbrigð- isnefnd Kjósasvæðis. Ég hef tekið þátt í starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá því við fjölskyldan fluttum í Mos- fellsbæ árið 2006, hef verið í stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Mosfellsbæ og er í dag í stjórn fulltrúaráðsins í Mosfellsbæ. Rúnar er giftur Bylgju Báru Braga- dóttur og eiga þau tvö börn, Braga Þór 23 ára og Birtu Rut 16 ára. Rúnar starfar sem framkæmdastjóri hjá Einari Ágústssyni & Co. - Fréttir úr bæjarfélaginu8 Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Umsóknarfrestur er til og með 31. desember 2017 Umsóknir um starfið skal senda á netfangið inga@mos.is. Allar nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Klapparhlíðar Ingveldur Björgvinsdóttir í síma 566-8804/663-3915. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum karla jafnt sem konur að sækja um starfið. Búsetukjarninn Klapparhlíð í Mosfellsbæ LAUSAR STÖÐUR Í BÚSETUKJARNANUM Í KLAPPARHLÍÐ Búsetukjarninn í Klapparhlíð veitir fötluðu fólki þjónustu. Búsetukjarnar heyra undir fjölskyldusvið Mosfellsbæjar. Helstu verkefni okkar sem vinna í búsetukjarnanum í Klapparhlíð eru að veita íbúum stuðning við athafnir daglegs lífs og að stuðla að öruggu og ánægjulegu umhverfi með því að þekkja vel þeirra hagi. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um þjónandi leiðsögn, þjónustuáætlunum og öðrum verklagsreglum til að stuðla að framþróun í starfi. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi. AUGLÝST ER Í STÖÐU STUÐNINGSFULLTRÚA. Um 30% tímabundna ráðningu er að ræða. Unnið er á kvöld og helgarvöktum. Menntunar- og hæfnikröfur:  Jákvæðni og vilji til að læra nýja hluti  Aldursskilyrði 20 ára  Framúrskarandi samskiptahæfileikar skilyrði  Góð alhliða tölvukunnátta er skilyrði  Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi  Skilyrði um hreint sakavottorð Eva Jónína gefur út Litlu litabókina Hin 6 ára gamla Eva Jónína Dan- íelsdóttir hefur gefið út glæsilega litabók með 56 myndum. Flestar myndanna teiknaði hún fyrir 6 ára afmælisdaginn sinn sem var 14. september. Litla litabókin hefur að geyma alls kyns myndir og ræður þar hugarflug Evu Jónínu för. Safnað var fyrir útgáfunni á hópfjármögn- unarsíðunni Karolina Fund og tókst vel til. Hægt er að panta eintak á www.litlalitabokin.is og fá bók senda heim fyrir 990 kr. Ef hagnaður verður af bókinni hefur Eva Jónína ákveðið að gefa hann til málefna sem standa henni nærri. Býður sig fram til að leiða listann áfram Haraldur Sverrisson bæjarstjóri mun bjóða sig fram til að leiða lista sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum í vor. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélag- anna í Mosfellsbæ tók ákvörðun um það fyrir nokkru að viðhaft skyldi prófkjör við val á lista og fer það fram 10. febrúar nk. Haraldur hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 2002 og verið bæjarstjóri Mosfellsbæjar frá október 2007. „Ég hef brennandi áhuga á sveitarstjórnarmálum og vil bjóða fram krafta mína og reynslu til að vinna að málefnum Mosfells- bæjar á næsta kjörtímabili. Ég er Mosfellingur inn að beini og hef notið þess að vinna fyrir bæjarbúa sem bæjarfulltrúi og bæjarstjóri undanfarin ár og langar til að halda því áfram,“ segir Haraldur Sverris- son bæjarstjóri. Gefur kost á sér í 4.-6. sæti í prófkjöri Sólveig Franklínsdóttir gefur kost á sér í 4.- 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fram fer 10. febrúar. Sólveig er markþjálfi frá Evolvia og starfar einnig sem klinka á tannlæknastof- unni Fallegt bros. Hún er í fulltrúaráði Sjálfstæðis- flokks Mosfellsbæjar og situr í þróunar- og ferðamálanefnd bæjarins og áður sem áheyrnar- fulltrúi í fræðslunefnd. Hún var áður formaður foreldrafélags Varmárskóla og hefur verið virk í sjálfboðaliðastarfi innan skóla- og skátasamfélags bæjarins. Sólveig gegnir einnig trúnað- arstörfum fyrir Skylmingafélag Reykjavíkur og situr í stjórn þess félags. Hún hefur brennandi áhuga á að taka þátt í áframhald- andi uppbyggingu bæjarsins. Sólveig er ekkja og hefur búið í Mosfellsbæ í 15 ár. Sambýlismað- ur hennar er Örn Gunnarsson greiningarsérfræðingur hjá Landhelgisgæslu Íslands og sonur hennar er Franklín Ernir 15 ára. sr. Arndís linn og Theódór formAður fjölskyldunefndAr Miðvikudaginn 6. desember fór fram hátíðarstund á Eirhömrum þar sem ágóði jólabasarsins var afhentur. Basarinn var haldinn um miðjan nóvember og rennur ágóðinn óskiptur til þeirra sem minna mega sín í Mosfellsbæ. Að auki gaf félagsstarf aldraðra í styrktarsjóð Lionsklúbbsins Úu í minningu Svanhildar Þorkelsdóttur. Að sjálfsögðu tóku Vorboðarnir nokkur jólalög. AlfA, dóTTir svAnhildAr, Tekur við sTyrk fyrir hönd úAnnA Hátíðarstund á Eirhömrum

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.