Mosfellingur - 21.12.2017, Page 10

Mosfellingur - 21.12.2017, Page 10
 - Fréttir úr bæjarlífinu10 - lægra verð Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í desember Apótekarinn Mosfellsbæ Þverholti 2 S: 566 7123 apotekarinn.is Almennir opnunartímar Mán–fim kl. 9–18 Föstudaga kl. 9–18.30 Laugardaga 11–15 Jólaopnunartímar Þorláksmessa 23. desember kl. 11–18 Aðfangadagur 24. desember kl. LOKAÐ Jóladagur 25. desember LOKAÐ Annar í jólum 26. desember LOKAÐ 27. desember kl. 10–18 30. desember kl. 9–12 Gamlársdagur 31. desember LOKAÐ Nýársdagur 1. janúar LOKAÐ Þriðjudagur 2. janúar 2018 kl. 10–18 Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í desember. Fjöldi glæsilegra tilboða og kaupauka fyrir jólin. Hlökkum til að sjá ykkur. FaxaFeni 11 - SkeiFunni Full búð aF áramótaSkrauti, höttum oFl. Næturstrætó úr mið­ bænum um helgar Breytingar á þjónustu og leiðakerfi Strætó 7. janúar 2018. Umfangs- miklar breytingar verða gerðar á þjónustu og leiðakerfi Strætó sunnudaginn 7. janúar 2018. Samantekið eru helstu breytingar: • Leið 6 mun aka á 10 mínúta fresti á annatímum, en á móti verður leiðin stytt. Hún mun byrja og enda ferðir sínar í Spönginni í stað Háholts. • Leið 7 kemur ný inn í leiðakerfið sem eflir verulega þjónustu við íbúa og gesti Helgafellshverfis og Leirvogstungu- hverfis. Leiðin mun aka frá Spöng, framhjá Egilshöll, í gegn- um Staðahverfið, inn í Helgafells- hverfið, í Leirvogstunguhverfið og til baka. Leið 6 mun aka til klukkan 01:00 alla daga og leið 7 mun aka til miðnættis. • Þann 13. janúar mun Strætó hefja næturakstur út miðbæ Reykja- víkur á aðfararnóttum laugar- og sunnudaga. Sex leiðir munu sinna næturakstri og munu þær aka á u.þ.b klukkutímafresti frá kl. 01:00 til ca. 04:30. Einungis verður hægt að taka næturvagna sem eru á leið út úr miðbænum, en ekki til baka. • Leið 106 mun sinna næturakstri til Mosfellsbæjar og ekið verður frá Hlemmi til Háholts. Brottfarir frá Hlemmi kl. 01:30, 02:30 og 03:30. • Stakt fargjald með næturvögnum verður 920 krónur eða 2 strætó- miðar. Handhafar strætókorta munu hins vegar geta notað kortin í næturvagnana án frekari kostnaðar. Starf Skátafélagsins Mosverja hefur verið með blómlegasta móti þetta haustið. Fundað hefur verið vikulega og oft verið glatt á hjalla. Þema haustsins var m.a. útivist og nýttu krakkarnir sér góða veðr- ið í haust til útivistar. Farið var í dagsferðir, gönguferðir og útilegur. Hápunktur haustsins var svo félagsútilegan um miðjan nóvember á Úlfljótsvatni. Starf félagsins er nú komið í jólaleyfi en fundir hefjast aftur af fullum krafti vikuna 8.-12. janúar. Í sumar munu síðan rekka- og róversveitin RS Valhöll fara til Kandersteg og dróttskátasveitin Órion stefnir á Euro Mini Jamboree í Færeyjum. Það eru allir velkomnir í skátana og eru krakkar hvattir til að kíkja á skátafund í Skálanum og sjá hvort skátastarfið er eitthvað sem þeir vilja prófa. Fundartíma má sjá á www.mosverjar.is. Mosverjar óska bæjarbúum gleðilegra jóla. Blómlegt skátaár að baki hjá Mosverjum Mosverjar hafa hreiðrað vel uM sig í álafosskvos Samvera er besta jólagjöfin Fjölskyldan saman um jólin

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.