Mosfellingur - 21.12.2017, Blaðsíða 16

Mosfellingur - 21.12.2017, Blaðsíða 16
Kristín María opnar sýningu Listasalur Mosfellsbæjar - Bókasafnsfréttir16 Það var margt um manninn á opnun sýningarinnar EMM – „Mörður hét maður...“ í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn 2. desember. Þar sýnir Kristín María Ingimarsdóttir málverk og hreyfimyndir sem innblásin eru af handriti Njálu og upphafsstöfum þess. Á opnuninni var boðið upp á léttar veitingar, m.a. M&M sem rímaði vel við heiti sýningarinnar. Dóttir Kristínar, Guðrún Ýr, söng og spilaði á flygil og meðlimir kórsins Söngfjelagið tóku lagið undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins og stendur til 30. desember. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Aukin skilvirkni í fjármálum & rekstri Við veitum sjálfstæða fjármálaráðgjöf fyrir fyrirtæki og atvinnurekendur, aðstoð við fjármögnun, endurskipulagningu og arðsemisgreiningu, auk þess að aðstoða við kaup og sölu fasteigna og fyrirtækja. Nánari upplýsingar www.palssonco.is Söngfjelagið tekur lagið góðir geStir við opnunina kriStín María tekur á Móti geStuM í liStaSalnuM

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.