Mosfellingur - 21.12.2017, Blaðsíða 18

Mosfellingur - 21.12.2017, Blaðsíða 18
 - Fréttir úr bæjarlífinu18 Þátttaka ömmu og afa í lífi barna og unglinga getur verið margvísleg og al- gengasta þátttakan er líklega stuðningur í formi barnagæslu, aksturs á milli staða, aðstoðar við heimanám, ráðlegginga eða fjárhagslegs stuðnings. Þátttaka felst ekki einungis í ofan- töldum þáttum heldur felst hún einnig í samverustundum sem ekki þurfa að kosta mikið. Góðar samverustundir fel- ast til dæmis í göngutúr, elda mat, spila á spil, bíó, bíltúr, berjamó, gróðursetja tré, fljúga flugdreka, fara í Kringluna, sinna útiverkum, fara í keilu, spila skák, veiða fisk, búa til minningabók, versla saman og svona mætti lengi telja. Samverustundir geta einnig falist í námi en afar og ömmur geta kennt barnabörnunum sitthvað og að sama skapi geta barnabörn geta kennt ömm- um og öfum ýmislegt. Það þarf ekki að hindra þátttöku í lífi barnabarna að ömmur og afar búi langt í burtu; þar kemur tæknin okkur til bjargar! Nú til dags eiga flestir snjalltæki sem hægt er að nota til samskipta með Skype eða Facetime. Að auki er hægt að skiptast á myndum í snjallskilaboðum. Þannig verða til samverustundir (og það er upplagt að börnin kenni ömmu og afa að nota snjalltæki ef þau kunna það ekki)! Samskipti á milli kynslóða eru dýr- mæt. Samskipti barna og unglinga við ömmur og afa geta haft jákvæð áhrif, svo sem örvað ímyndunarafl og málþroska, aukið vellíðan, innri ró og seiglu. Rann- sóknir hafa sýnt fram á að ömmur og afar sem taka þátt í lífi barnabarna sinna upplifa sig yngri og vænta þess að lifa lengur heldur en ömmur eða afar sem ekki taka þátt í lífi barnabarna sinna. Að auki leiðir þátttaka afa og ömmu í lífi barna og unglinga til aukinnar vellíðunar beggja aðila og getur dregið úr þunglyndiseinkennum. Ennfremur hefur komið í ljós að börn sem eru í sem nánustu tengslum við ömmur sínar og afa kljást við færri vandamál tengd til- finningum og hegðun en þau börn sem eiga í minnstum tengslum við ömmur sínar og afa. Hvaða samverustundir getur þú átt með barnabörnunum þínum? María Guðnadóttir, sálfræðinemi við fræðslu- og frístundasvið Mosfellsbæjar Þátttaka ömmu og afa í lífi barna og unglinga SkólaSkrifStofa moSfellSbæjar Skóla hornið Opnunartími yfir hátíðarnar 21. des. Fimmtudagur 10-19 22. des. Föstudagur 10-19 23. des. Laugardagur 10-18 24. des. Sunnudagur 09-12 25. des. Mánudagur Lokað 26. des. Þriðjudagur Lokað 27. des. Miðvikudagur 11-18:30 28. des. Fimmtudagur 10-19 29. des. Föstudagur 10-19 30. des. Laugardagur 10-18 31. des. Sunnudagur 09-13 1. jan. Mánudagur Lokað 2. jan. Þriðjudagur Lokað seldist upp í fyrra Wellington Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Gleðileg jól Um 200 manns lögðu leið sína í árlega skötuveislu Fagverks á dögunum. Starfsfólk og velunnarar voru í miklu stuði í Flugumýrinni. Jólaandinn sveif yfir og óhætt að segja að skatan hafi runnið ljúft ofan í maga veislugesta. Álafosskórinn mætti á svæðið og söng jólalög og tríóið Kókos hélt uppi stuðinu fram á kvöld. Fjölmennt í skötu hjá Fagverki Vilmundur geir og jón grétar M yn di r/ Ru th matti, högni og Villi eigandi fagVerks Vörubílstjórarnir skemmtu sér konunglegajón, björgVin og birgir starfsfólk fagVerks í stuðikræsingar reiddar fram

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.